Tókust hart á um viðbrögð Trumps við faraldrinum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. október 2020 06:48 Plexígler skildi varaforsetaefnin að í kappræðunum í nótt. Getty/Morry Gash-Pool Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. Eins og við mátti búast var umræða um kórónuveirufaraldurinn og viðbrögð ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta, við honum fyrirferðarmikil. Milljónir Bandaríkjamanna, þar á meðal forsetinn sjálfur, hafa smitast af veirunni og meira en 210.000 hafa látið lífið. Pence og Harris tókust nokkuð hart á um viðbrögð forsetans við veirunni en kappræðurnar voru mun settlegri en kappræður Trumps og Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, í liðinni viku. Þannig greip Pence ekki jafnmikið fram í og Trump gerði gegn Biden en þegar hann greip fram í sagði Harris honum ítrekað að hún væri með orðið. Horfa má á kappræðurnar í heild sinni í spilara neðst í fréttinni. Stærstu mistök forseta í bandarískri sögu Harris sagði að viðbrögð Trumps við faraldrinum væru stærstu mistök nokkurs forseta og ríkisstjórnar hans í bandarískri sögu. Þá sagði hún forsetann hafa afvegaleitt þjóðina varðandi alvarleika veiruna þegar hún fór fyrst að breiðast út í byrjun árs. „Þeir vissu þetta og leyndu því,“ sagði hún. watch on YouTube Pence, sem fer fyrir viðbragðshóp Hvíta hússins vegna faraldursins, viðurkenndi að árið 2020 hefði verið mikil áskorun fyrir þjóðina vegna kórónuveirunnar. Bandaríkjaforseti hefði hins vegar frá fyrsta degi sett heilsu þjóðarinnar í fyrsta sæti. Þá fullyrti hann að Trump hefði skýra stefnu á landsvísu hvernig ætti að takast á við faraldurinn. „Þetta hefur augljóslega ekki virkað þegar þú lítur til þess að meira en 210.000 manns hafa dáið í landinu okkar,“ sagði Harris. Sagði svívirðilegt af Harris að grafa undan trú almennings á bóluefni Susan Page, frá USA Today, stýrði kappræðunum. Hún spurði Harris hvort að hún myndi taka bóluefni við veirunni, ef samþykkt bóluefni kemur á markað fyrir kosningar. Harris svaraði því til að hún myndi taka bóluefni sem læknar mæltu með en ef Trump mælti með því myndi hún ekki taka það. Pence sagði Harris grafa undan trú almennings varðandi bóluefni ef bóluefnið skyldi koma fyrir kosningar. „Það þykir mér svívirðilegt,“ sagði Pence. Á meðal annarra málefna sem varaforsetaefnin ræddu voru lögregluofbeldi, skattamál og tilnefningar hæstaréttardómara en senuþjófurinn var án efa fluga sem tyllti sér á koll Pence í miðjum kappræðunum og sat þar í um tvær mínútur. watch on YouTube Hér fyrir neðan má horfa á kappræðurnar í heild sinni: watch on YouTube Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, og Kamala Harris, varaforsetaframbjóðandi Demókrata, mættust í kappræðum í Salt Lake City í Utah í nótt. Eins og við mátti búast var umræða um kórónuveirufaraldurinn og viðbrögð ríkisstjórnar Donalds Trump, forseta, við honum fyrirferðarmikil. Milljónir Bandaríkjamanna, þar á meðal forsetinn sjálfur, hafa smitast af veirunni og meira en 210.000 hafa látið lífið. Pence og Harris tókust nokkuð hart á um viðbrögð forsetans við veirunni en kappræðurnar voru mun settlegri en kappræður Trumps og Joe Biden, forsetaframbjóðanda Demókrata, í liðinni viku. Þannig greip Pence ekki jafnmikið fram í og Trump gerði gegn Biden en þegar hann greip fram í sagði Harris honum ítrekað að hún væri með orðið. Horfa má á kappræðurnar í heild sinni í spilara neðst í fréttinni. Stærstu mistök forseta í bandarískri sögu Harris sagði að viðbrögð Trumps við faraldrinum væru stærstu mistök nokkurs forseta og ríkisstjórnar hans í bandarískri sögu. Þá sagði hún forsetann hafa afvegaleitt þjóðina varðandi alvarleika veiruna þegar hún fór fyrst að breiðast út í byrjun árs. „Þeir vissu þetta og leyndu því,“ sagði hún. watch on YouTube Pence, sem fer fyrir viðbragðshóp Hvíta hússins vegna faraldursins, viðurkenndi að árið 2020 hefði verið mikil áskorun fyrir þjóðina vegna kórónuveirunnar. Bandaríkjaforseti hefði hins vegar frá fyrsta degi sett heilsu þjóðarinnar í fyrsta sæti. Þá fullyrti hann að Trump hefði skýra stefnu á landsvísu hvernig ætti að takast á við faraldurinn. „Þetta hefur augljóslega ekki virkað þegar þú lítur til þess að meira en 210.000 manns hafa dáið í landinu okkar,“ sagði Harris. Sagði svívirðilegt af Harris að grafa undan trú almennings á bóluefni Susan Page, frá USA Today, stýrði kappræðunum. Hún spurði Harris hvort að hún myndi taka bóluefni við veirunni, ef samþykkt bóluefni kemur á markað fyrir kosningar. Harris svaraði því til að hún myndi taka bóluefni sem læknar mæltu með en ef Trump mælti með því myndi hún ekki taka það. Pence sagði Harris grafa undan trú almennings varðandi bóluefni ef bóluefnið skyldi koma fyrir kosningar. „Það þykir mér svívirðilegt,“ sagði Pence. Á meðal annarra málefna sem varaforsetaefnin ræddu voru lögregluofbeldi, skattamál og tilnefningar hæstaréttardómara en senuþjófurinn var án efa fluga sem tyllti sér á koll Pence í miðjum kappræðunum og sat þar í um tvær mínútur. watch on YouTube Hér fyrir neðan má horfa á kappræðurnar í heild sinni: watch on YouTube
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Fleiri fréttir Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Sjá meira