Fólk glímir enn við fjölþætt einkenni mánuðum eftir veikindin Atli Ísleifsson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 8. október 2020 12:00 Sigríður Zöega, sérfræðingur í hjúkrun og dósent við Háskóla Íslands,kynnti fyrstu niðurstöður rannsóknarinnar fundi í gær. Þótt einkennum fækki og dragi úr styrkleika þá er fólk, sem smitaðist af kórónuveirunni, engu að síður að glíma við fjölþætt einkenni mánuði eftir veikindin. Hafi þetta áhrif á daglegt líf, sem lýsi sér einkum í þreytu, mæði og verkjum. Þetta eru meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar rannsóknarhóps Landspítala, en Sigríður Zöega, sérfræðingur í hjúkrun og dósent við Háskóla Íslands, birti í gær á Vísindum að hausti fyrstu niðurstöður úr könnun um einkenni og líðan sjúklinga í kjölfar Covid-19. Meirihluti þátttakenda metur heilsu sína verri nú en fyrir Covid-19. Einkennum fækkar blessunarlega Sigríður segir í samtali við fréttastofu að helstu niðurstöður séu þær að blessunarlega þá fækki einkennum og þau minnka með tímanum. Það séu góðu fréttirnar. „Engu að síður er ákveðinn hópur sem situr uppi með mikil og erfið einkenni. Af þeim ríflega níu hundruð sem svöruðu spurningalistanum þá eru 68 prósent sem greindu frá því að þeir fyndu ennþá fyrir slappleika og ríflega helmingur fyrir mæði. Óþægindi og verkir hjá helmingi þátttakenda sem það finnur ennþá fyrir í dag.“ Um níu prósent finnur fyrir breytingu á lyktarskyni Aðspurð um lykt- og bragðskyn segir Sigríður að það hafi verið algengt að Covid-sjúklingar hafi fundið fyrir að hafa misst það í veikindunum. „Það kemur aftur, já, en það eru um níu prósent sem segjast fyrir mikla breytingu á lyktarskyni.“ Hún segir að það sem þetta segi okkur, til allrar hamingju, sé að fækki einkennum og þau minnki með tímanum. „En það er hópur sem er enn með töluverð einkenni og við þurfum að huga betur að endurhæfingu og þjónustu við þennan hóp.“ Sigríður segir að meðaltal einkenna á meðan á veikindunum stóð var 12,6 en ríflega þremur mánuðum eftir veikindin var meðaltalið 6,6. Er það ekki svolítið hátt? „Við erum náttúrulega ekki með samanburð, en þetta segir okkur, jú að fólk er enn að finna fyrir mörgum einkennum, það er þeir sem svöruðu þessum spurningalista.“ Hægt er að fylgjast með fyrirlestri Sigríðar í spilaranum að neðan. Fyrirlestur hennar hefast þegar um klukkustund og fimmtán mínútur eru liðnar. Á vef Landspítala segir að tilgangur rannsóknarinnar hafi verið að kanna einkenni og líðan einstaklinga sem fengu Covid-19 og nutu þjónustu Covid-19 göngudeildar Landspítala. Spurningalisti hafi verið sendur út í júlí og svarhlutfall verið um 60 prósent. „Þátttakendur mátu líðan sína og einkenni bæði á meðan þeir voru í einangrun og undanfarnar 1-2 vikur þegar spurningalista var svarað. Auk Sigríðar eru í rannsóknarhópnum Brynja Ingadóttir, sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala og lektor við Háskóla Íslands, Katrín Blöndal, sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala og aðjúnkt við Háskóla Íslands, Elín J.G. Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á Landspítala, Hans Haraldsson, verkefnastjóri við Háskóla Íslands og Helga Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunar langveikra á Landspítala.“ Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira
Þótt einkennum fækki og dragi úr styrkleika þá er fólk, sem smitaðist af kórónuveirunni, engu að síður að glíma við fjölþætt einkenni mánuði eftir veikindin. Hafi þetta áhrif á daglegt líf, sem lýsi sér einkum í þreytu, mæði og verkjum. Þetta eru meðal niðurstaðna nýrrar rannsóknar rannsóknarhóps Landspítala, en Sigríður Zöega, sérfræðingur í hjúkrun og dósent við Háskóla Íslands, birti í gær á Vísindum að hausti fyrstu niðurstöður úr könnun um einkenni og líðan sjúklinga í kjölfar Covid-19. Meirihluti þátttakenda metur heilsu sína verri nú en fyrir Covid-19. Einkennum fækkar blessunarlega Sigríður segir í samtali við fréttastofu að helstu niðurstöður séu þær að blessunarlega þá fækki einkennum og þau minnka með tímanum. Það séu góðu fréttirnar. „Engu að síður er ákveðinn hópur sem situr uppi með mikil og erfið einkenni. Af þeim ríflega níu hundruð sem svöruðu spurningalistanum þá eru 68 prósent sem greindu frá því að þeir fyndu ennþá fyrir slappleika og ríflega helmingur fyrir mæði. Óþægindi og verkir hjá helmingi þátttakenda sem það finnur ennþá fyrir í dag.“ Um níu prósent finnur fyrir breytingu á lyktarskyni Aðspurð um lykt- og bragðskyn segir Sigríður að það hafi verið algengt að Covid-sjúklingar hafi fundið fyrir að hafa misst það í veikindunum. „Það kemur aftur, já, en það eru um níu prósent sem segjast fyrir mikla breytingu á lyktarskyni.“ Hún segir að það sem þetta segi okkur, til allrar hamingju, sé að fækki einkennum og þau minnki með tímanum. „En það er hópur sem er enn með töluverð einkenni og við þurfum að huga betur að endurhæfingu og þjónustu við þennan hóp.“ Sigríður segir að meðaltal einkenna á meðan á veikindunum stóð var 12,6 en ríflega þremur mánuðum eftir veikindin var meðaltalið 6,6. Er það ekki svolítið hátt? „Við erum náttúrulega ekki með samanburð, en þetta segir okkur, jú að fólk er enn að finna fyrir mörgum einkennum, það er þeir sem svöruðu þessum spurningalista.“ Hægt er að fylgjast með fyrirlestri Sigríðar í spilaranum að neðan. Fyrirlestur hennar hefast þegar um klukkustund og fimmtán mínútur eru liðnar. Á vef Landspítala segir að tilgangur rannsóknarinnar hafi verið að kanna einkenni og líðan einstaklinga sem fengu Covid-19 og nutu þjónustu Covid-19 göngudeildar Landspítala. Spurningalisti hafi verið sendur út í júlí og svarhlutfall verið um 60 prósent. „Þátttakendur mátu líðan sína og einkenni bæði á meðan þeir voru í einangrun og undanfarnar 1-2 vikur þegar spurningalista var svarað. Auk Sigríðar eru í rannsóknarhópnum Brynja Ingadóttir, sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala og lektor við Háskóla Íslands, Katrín Blöndal, sérfræðingur í hjúkrun á Landspítala og aðjúnkt við Háskóla Íslands, Elín J.G. Hafsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri á Landspítala, Hans Haraldsson, verkefnastjóri við Háskóla Íslands og Helga Jónsdóttir, prófessor og forstöðumaður fræðasviðs hjúkrunar langveikra á Landspítala.“
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vísindi Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Sjá meira