Umfjöllun: Ísland - Rúmenía 2-1 | Gylfi kom Íslandi skrefi nær þriðja stórmótinu í röð Ingvi Þór Sæmundsson og Sindri Sverrisson skrifa 8. október 2020 23:00 Gylfi Þór Sigurðsson fagnar öðru marki Íslands og öðru marki sínu í leiknum. Vísir/Vilhelm Íslenska karlalandsliðið í fótbolta færðist skrefi nær þriðja stórmótinu í röð með 2-1 sigri á Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitum umspils fyrir EM 2020 í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í fyrri hálfleik en Alexandru Maxim gerði mark Rúmeníu úr vítaspyrnu um miðjan seinni hálfleik. Ísland mætir Ungverjalandi í Búdapest í úrslitaleik um sæti á EM 12. nóvember næstkomandi. Ungverjar unnu Búlgara, 1-3, í hinum undanúrslitaleiknum í umspilinu í kvöld. Ef það var einhver minnsti vafi á því fyrir leik hver besti landsliðsmaður Íslands frá upphafi er, þá eyddi Gylfi honum með frammistöðu sinni í kvöld. Hafnfirðingurinn var besti maðurinn á vellinum og gerði gæfumuninn eins og hann hefur gert svo oft fyrir íslenska landsliðið undanfarin ár. Veðjaði á reynsluna Erik Hamrén gat loksins valið úr öllum okkar bestu leikmönnum síðan hann tók við landsliðinu fyrir tveimur árum og stillti upp reynslumiklu byrjunarliði. Sjö af ellefu sem byrjuðu leikinn voru í byrjunarliðinu í öllum leikjunum á EM 2016. Helsta sem kom á óvart var að Arnór Ingvi Traustason var á vinstri kantinum en annað var hefðbundið. Gamla bandið brást ekki frekar en fyrri daginn. Íslendingar voru heilt yfir sterkari í leiknum og spiluðu af skynsemi og öryggi. Íslenska liðið er mun reynslumeira en það rúmenska og það sást í leiknum í kvöld. Gylfi skoraði bæði mörkin sín í kvöld með vinstri fæti.vísir/vilhelm Eftir ágæta byrjun Rúmena náðu Íslendingar forystunni á 16. mínútu. Jóhann Berg Guðmundsson fékk boltann við hægra vítateigshornið, sendi á Gylfa sem dansaði aðeins með boltann og setti hann svo með vinstri fótar skoti í nærhornið. Gylfi setti boltann milli fóta Alexandru Cretu og Ciprian Tatarusanu sá boltann seint og var varnarlaus í marki Rúmeníu. Á 27. mínútu skoraði Alfreð Finnbogason eftir stungusendingu Gylfa en markið var dæmt af með hjálp VAR. Vinstri gullfóturinn Íslensku strákarnir létu það ekki á sig fá og á 34. mínútu komust þeir í 2-0. Jóhann Berg sendi á Alfreð sem skilaði boltanum í fyrsta á Gylfa sem var rétt innan vítateigs hægra megin. Hann tók boltann niður með bringunni og lagði hann svo smekklega í fjærhornið. Aftur notaði Gylfi vinstri fótinn með frábærum árangri. Hann hefur nú skorað 24 mörk fyrir íslenska landsliðið, tveimur færra en Kolbeinn Sigþórsson og Eiður Smári Guðjohnsen. Rúmenar voru meira með boltann í fyrri hálfleik en ógnuðu lítið sem ekkert og áttu ekki skot á íslenska markið. Staðan í hálfleik var 2-0, Íslendingum í vil. Sjá einnig: Mörk Gylfa með baneitruðum vinstri fæti má sjá hér Mirel Radoi, þjálfari Rúmeníu, freistaði þess að hleypa nýju lífi í leik sinna manna með því að gera þrefalda skiptingu í hálfleik. Ianis Hagi, Gabriel Iancu og George Puscas komu inn á fyrir Alexandru Mitrita, Caiprian Deac og Denis Alibec. Guðlaugur Victor Pálsson átti góðan leik. Hér er hann í baráttu við Alexandru Maxim, markaskorara Rúmeníu.vísir/hulda margrét Íslendingar byrjuðu seinni hálfleikinn betur og á 50. mínútu átti Kári Árnason skalla framhjá eftir hornspyrnu Gylfa. Á 58. mínútu átti Guðlaugur Victor Pálsson svakalegan sprett fram völlinn eftir aukaspyrnu Rúmena. Hann sendi boltann inn fyrir vörn Rúmeníu á Arnór Ingva sem komst í dauðafæri en Tatarusanu varði vel. Líflínan Eftir færið skokkaði Damir Skomina, dómari leiksins, út að hliðarlínu til að skoða atvik sem gerðist í vítateignum í aukaspyrnunni. Og eftir að langa yfirlegu dæmdi hann vítaspyrnu á Ragnar Sigurðsson fyrir brot á Andrei Burca. Umdeildur dómur svo ekki sé fastar að orði kveðið. Maxim fór á punktinn, skoraði af öryggi og minnkaði muninn í 2-1. Damir Skomina dæmdi umdeilda vítaspyrnu á Ragnar Sigurðsson.vísir/hulda margrét Rúmenar höfðu ekki gert sig líklega til að skora fram að vítinu og voru ekki líklegir til að skora eftir það. Þeir héldu boltanum ágætlega voru frekar bitlausir og ollu íslensku vörninni litlum vandræðum. Skot Maxims úr vítinu var eina skot Rúmeníu á markið í leiknum. Á 80. mínútu vildu Rúmenar fá vítaspyrnu eftir að boltinn fór í hönd Ragnars en að þessu sinni dæmdi Skomina ekki neitt. Tilefnið var þó meira en þegar hann dæmdi vítaspyrnuna 20 mínútum áður. Sextíu meðlimir Tólfunnar létu vel í sér heyra í kvöld.vísir/hulda margrét Íslendingar stóðust annars allar sóknir Rúmena og lönduðu sigrinum. Framundan er því úrslitaleikur um sæti á EM eftir rúman mánuð. Þessi hópur hefur skrifað marga af glæsilegustu köflunum í íslenskri fótboltasögu og ætlar að bæta enn einum við á ungverskri grundu 12. nóvember. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Sjáðu mörkin tvö sem Gylfi skoraði í fyrri hálfleik Gylfi Þór Sigurðsson kom íslenska landsliðinu í 2-0 með tveimur mörkum í fyrri hálfleik í leiknum mikilvæga á móti Rúmeníu í umspilinu fyrir Evrópumótið næsta sumar. 8. október 2020 19:11 Sjáðu vítið sem Skomina og Varsjáin gáfu Rúmenum Rúmenar minnkuðu muninn í 2-1 á móti Íslandi eftir að hafa fengið mjög vafasama vítaspyrnu frá Damir Skomina dómara. 8. október 2020 20:21
Íslenska karlalandsliðið í fótbolta færðist skrefi nær þriðja stórmótinu í röð með 2-1 sigri á Rúmeníu á Laugardalsvellinum í undanúrslitum umspils fyrir EM 2020 í kvöld. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði bæði mörk Íslands í fyrri hálfleik en Alexandru Maxim gerði mark Rúmeníu úr vítaspyrnu um miðjan seinni hálfleik. Ísland mætir Ungverjalandi í Búdapest í úrslitaleik um sæti á EM 12. nóvember næstkomandi. Ungverjar unnu Búlgara, 1-3, í hinum undanúrslitaleiknum í umspilinu í kvöld. Ef það var einhver minnsti vafi á því fyrir leik hver besti landsliðsmaður Íslands frá upphafi er, þá eyddi Gylfi honum með frammistöðu sinni í kvöld. Hafnfirðingurinn var besti maðurinn á vellinum og gerði gæfumuninn eins og hann hefur gert svo oft fyrir íslenska landsliðið undanfarin ár. Veðjaði á reynsluna Erik Hamrén gat loksins valið úr öllum okkar bestu leikmönnum síðan hann tók við landsliðinu fyrir tveimur árum og stillti upp reynslumiklu byrjunarliði. Sjö af ellefu sem byrjuðu leikinn voru í byrjunarliðinu í öllum leikjunum á EM 2016. Helsta sem kom á óvart var að Arnór Ingvi Traustason var á vinstri kantinum en annað var hefðbundið. Gamla bandið brást ekki frekar en fyrri daginn. Íslendingar voru heilt yfir sterkari í leiknum og spiluðu af skynsemi og öryggi. Íslenska liðið er mun reynslumeira en það rúmenska og það sást í leiknum í kvöld. Gylfi skoraði bæði mörkin sín í kvöld með vinstri fæti.vísir/vilhelm Eftir ágæta byrjun Rúmena náðu Íslendingar forystunni á 16. mínútu. Jóhann Berg Guðmundsson fékk boltann við hægra vítateigshornið, sendi á Gylfa sem dansaði aðeins með boltann og setti hann svo með vinstri fótar skoti í nærhornið. Gylfi setti boltann milli fóta Alexandru Cretu og Ciprian Tatarusanu sá boltann seint og var varnarlaus í marki Rúmeníu. Á 27. mínútu skoraði Alfreð Finnbogason eftir stungusendingu Gylfa en markið var dæmt af með hjálp VAR. Vinstri gullfóturinn Íslensku strákarnir létu það ekki á sig fá og á 34. mínútu komust þeir í 2-0. Jóhann Berg sendi á Alfreð sem skilaði boltanum í fyrsta á Gylfa sem var rétt innan vítateigs hægra megin. Hann tók boltann niður með bringunni og lagði hann svo smekklega í fjærhornið. Aftur notaði Gylfi vinstri fótinn með frábærum árangri. Hann hefur nú skorað 24 mörk fyrir íslenska landsliðið, tveimur færra en Kolbeinn Sigþórsson og Eiður Smári Guðjohnsen. Rúmenar voru meira með boltann í fyrri hálfleik en ógnuðu lítið sem ekkert og áttu ekki skot á íslenska markið. Staðan í hálfleik var 2-0, Íslendingum í vil. Sjá einnig: Mörk Gylfa með baneitruðum vinstri fæti má sjá hér Mirel Radoi, þjálfari Rúmeníu, freistaði þess að hleypa nýju lífi í leik sinna manna með því að gera þrefalda skiptingu í hálfleik. Ianis Hagi, Gabriel Iancu og George Puscas komu inn á fyrir Alexandru Mitrita, Caiprian Deac og Denis Alibec. Guðlaugur Victor Pálsson átti góðan leik. Hér er hann í baráttu við Alexandru Maxim, markaskorara Rúmeníu.vísir/hulda margrét Íslendingar byrjuðu seinni hálfleikinn betur og á 50. mínútu átti Kári Árnason skalla framhjá eftir hornspyrnu Gylfa. Á 58. mínútu átti Guðlaugur Victor Pálsson svakalegan sprett fram völlinn eftir aukaspyrnu Rúmena. Hann sendi boltann inn fyrir vörn Rúmeníu á Arnór Ingva sem komst í dauðafæri en Tatarusanu varði vel. Líflínan Eftir færið skokkaði Damir Skomina, dómari leiksins, út að hliðarlínu til að skoða atvik sem gerðist í vítateignum í aukaspyrnunni. Og eftir að langa yfirlegu dæmdi hann vítaspyrnu á Ragnar Sigurðsson fyrir brot á Andrei Burca. Umdeildur dómur svo ekki sé fastar að orði kveðið. Maxim fór á punktinn, skoraði af öryggi og minnkaði muninn í 2-1. Damir Skomina dæmdi umdeilda vítaspyrnu á Ragnar Sigurðsson.vísir/hulda margrét Rúmenar höfðu ekki gert sig líklega til að skora fram að vítinu og voru ekki líklegir til að skora eftir það. Þeir héldu boltanum ágætlega voru frekar bitlausir og ollu íslensku vörninni litlum vandræðum. Skot Maxims úr vítinu var eina skot Rúmeníu á markið í leiknum. Á 80. mínútu vildu Rúmenar fá vítaspyrnu eftir að boltinn fór í hönd Ragnars en að þessu sinni dæmdi Skomina ekki neitt. Tilefnið var þó meira en þegar hann dæmdi vítaspyrnuna 20 mínútum áður. Sextíu meðlimir Tólfunnar létu vel í sér heyra í kvöld.vísir/hulda margrét Íslendingar stóðust annars allar sóknir Rúmena og lönduðu sigrinum. Framundan er því úrslitaleikur um sæti á EM eftir rúman mánuð. Þessi hópur hefur skrifað marga af glæsilegustu köflunum í íslenskri fótboltasögu og ætlar að bæta enn einum við á ungverskri grundu 12. nóvember.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Sjáðu mörkin tvö sem Gylfi skoraði í fyrri hálfleik Gylfi Þór Sigurðsson kom íslenska landsliðinu í 2-0 með tveimur mörkum í fyrri hálfleik í leiknum mikilvæga á móti Rúmeníu í umspilinu fyrir Evrópumótið næsta sumar. 8. október 2020 19:11 Sjáðu vítið sem Skomina og Varsjáin gáfu Rúmenum Rúmenar minnkuðu muninn í 2-1 á móti Íslandi eftir að hafa fengið mjög vafasama vítaspyrnu frá Damir Skomina dómara. 8. október 2020 20:21
Sjáðu mörkin tvö sem Gylfi skoraði í fyrri hálfleik Gylfi Þór Sigurðsson kom íslenska landsliðinu í 2-0 með tveimur mörkum í fyrri hálfleik í leiknum mikilvæga á móti Rúmeníu í umspilinu fyrir Evrópumótið næsta sumar. 8. október 2020 19:11
Sjáðu vítið sem Skomina og Varsjáin gáfu Rúmenum Rúmenar minnkuðu muninn í 2-1 á móti Íslandi eftir að hafa fengið mjög vafasama vítaspyrnu frá Damir Skomina dómara. 8. október 2020 20:21
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti