Fótbolti

Cloé Lacasse valin leikmaður umferðarinnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cloé Lacasse með skotskóna sína.
Cloé Lacasse með skotskóna sína. Instagram/@cloe_lacasse

Hin íslensk-kanadíska knattspyrnukona Cloé Lacasse átti frábæran leik með Benfica á dögunum og var valin besti leikmaður annarrar umferðar í portúgölsku deildinni.

Cloé Lacasse var með eitt mark og fjó

rar stoðsendingar þegar Benfica liðið vann 9-1 sigur á Atl. Ouriense.

Cloé lagði upp mark fyrir þrjá liðsfélaga sína en hún átti tvær stoðsendingar á fyrirliðann Darlene og ein á þær hina hollensku Joline Amani og hina portúgölsku Carlotu Cristo.

Cloé skoraði eina markið sitt á 82. mínútu leiksins en þá var hún búin að gefa allar fjórar stoðsendingarnar sínar.

Cloé Lacasse skoraði tvö mörk í fyrsta leik tímabilsins og er alls með þrjú mörk og fjórar stoðsendingar í fyrstu tveimur umferðunum.

Cloé skoraði 25 mörk í 20 leikjum á sínu fyrsta tímabili með Benfica eftir að hafa skorað 11 mörk í 12 leikjum með ÍBV í Pepsi Max deildinni sumarið 2019.

Cloé fékk íslenskan ríkisborgarrétt í júní 2019 en hefur þó ekki enn verið valin í íslenska landsliðið þar sem KSÍ fær ekki keppnisleyfi fyrir hana hjá Alþjóða knattspyrnusambandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×