Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni útsendingu

Kristín Ólafsdóttir skrifar

Í kvöldfréttum okkar sem verða að þessu sinni klukkan sex út af landsleik karlaliða Íslands og Rúmeníu í knattspyrnu fjöllum við um hraða útbreiðslu kórónuveirunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ríflega fimm hundruð manns hafa greinst með veiruna síðastliðna viku. 

Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir segir að aðgerðir verði hertar ef útbreiðsla farsóttarinnar eykst. Tuttugu og þrír liggja á Landspítala vegna Covid-19.

Yfir þúsund nemendur og kennarar í grunn- og leikskólum Reykjavíkur eru í sóttkví. Alls hafa greinst 55 smit hjá nemendum og starfsfólki í skólum Reykjavíkurborgar að undanförnu. Formaður félags grunnskólakennara vill að gripið sé til harðari sóttvarnaraðgerða í skólunum. Við ræðum við Helga Grímsson, sviðsstjóra skóla- og frístundssviðs, í beinni útsendingu.

Þá fjöllum við um kappræður varaforsetaefnanna í Bandaríkjunum í nótt og hittum heimilishænur.

Uppfært klukkan 18:35

Fréttum er lokið en hægt er að horfa á landsleik Íslands og Rúmeníu í knattspyrnu í sjónvarpinu á Stöð 2 og Stöð 2 Sport. Þá er hægt að horfa á netinu líka. 

Leiðbeiningar um hvernig það er gert má finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×