Fótbolti

Víðir segir landsliðið sýna hvað hægt sé að gera með samstöðu

Sindri Sverrisson skrifar
Víðir Reynisson fylgdi íslenska karlalandsliðinu í fótbolta meðal annars á HM í Rússlandi.
Víðir Reynisson fylgdi íslenska karlalandsliðinu í fótbolta meðal annars á HM í Rússlandi. vísir/vilhelm

Framganga íslenska landsliðsins gegn Rúmeníu í gærkvöld vakti aðdáun Víðis Reynissonar sem vill að íslenska þjóðin sýni sams konar samstöðu og strákarnir gerðu innan vallar.

„Liðið sýndi okkur gott fordæmi,“ sagði Víðir í samtali við Nadine Guðrúnu Yaghi.

Íslenska liðið vann 2-1 sigur og gladdi sinn gamla öryggisstjóra en Víðir ferðaðist um árabil með íslensku landsliðunum og varð vitni að ævintýrum þeirra sem öryggisfulltrúi KSÍ.

Klippa: Víðir Reynisson um landsliðið

Á kórónuveiruárinu 2020 hefur Víðir hins vegar gegnt starfi yfirlögregluþjóns almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, eins og flestum er kunnugt. Sem slíkur hefur hann staðið í ströngu, ekki síst síðustu daga eftir útbreiðslu veirunnar á höfuðborgarsvæðinu.

„Strákarnir börðust allan tímann og sýndu okkur hvað hægt er að gera með samstöðu. Þetta voru skýr skilaboð og fínt nesti inn í vikuna. Mér leið allavega mjög vel í gærkvöldi,“ sagði Víðir.


Tengdar fréttir

Aron Einar sáttur í leiks­lok: Gamla bandið komið saman aftur

Landsliðsfyrirliðinn var eðlilega mjög sáttur eftir 2-1 sigur Íslands á Rúmeníu. Hann var sáttur með frammistöðu liðsins en var duglegur að minna á að þetta væri fyrri hálfleikur og sá síðari færi fram í Ungverjalandi í nóvember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×