Íbúar Louisiana búa sig undir enn eitt óveðrið Samúel Karl Ólason skrifar 9. október 2020 14:08 Skemmdirnar sem Lára olli í ágúst eru enn sýnilega víða í Louisiana. AP/Gerald Herbert Íbúar Louisiana í Bandaríkjunum undirbúa sig nú fyrir komu annars öfluga fellibyljarins á einungis sex vikum. Búist er við því að fellibylurinn Delta nái þar landi í nótt og er útlit fyrir að hann geti valdið miklum skaða. Miðað við spár veðurfræðingar er óvíst hvort Delta nái landi sem þriðja stigs fellibylur eða annars stigs en sá munur snýst að mestu um vindhraða. Burtséð frá því er Delta það stór fellibylur að hann mun valda miklum sjávarflóðum og jafnvel skyndiflóðum á landi vegna mikillar rigningar. Sjávarborð gæti til að mynda hækkað um allt að þrjá og hálfan metra. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er þetta í sjötta sinn á þessu ári sem hitabeltislægð stefnir að Louisiana. Tvær þeirra hafa áður valdið skaða. þann 27. ágúst fór fellibylurinn Lára yfir svæðið og olli miklum skaða og á fjórða tug dauðsfalla. Lára var þá fjórða stigs fellibylur. Sjá einnig: „Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn“ Útlit er fyrir að Delta sé á sömu leið og Lára og muni ná landi við landamæri Louisiana og Texas. Preparations for the arrival of Hurricane #Delta need to be rushed to completion, with tropical-storm-force winds expected to reach the coast in the next couple of hours, making preparations dangerous or impossible to complete. pic.twitter.com/au1F6bV5dS— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 9, 2020 Íbúar þar segjast þreyttir og telja að þeir hafi þjáðst nóg. Þeir hafa þó flestir undirbúið sig vel og margir hafa yfirgefið heimili sín. „Þú getur alltaf fengið nýtt hús eða nýjan bí en ekki nýtt líf,“ sagði Hilton Stroder við blaðamann AP. Hann og eiginkona hans voru þó á að festa hlera fyrir glugga heimilis þeirra og ætluðu svo að ferðast til heimilis sonar þeirra. Delta er 25. hitabeltislægðin sem hefur myndast yfir Atlantshafinu og fengið nafn þetta árið. Aldrei áður hafa svo margar lægðir fengið nafn á þessum tíma árs. Metið sem Delta sló var frá 2005, þegar 25. lægðin myndaðist þann 15. nóvember. Bandaríkin Veður Loftslagsmál Tengdar fréttir Delta hefur náð landi í Mexíkó Fellibylurinn Delta hefur náð landi í Mexíkó og þá sem annars stigs fellibylur með um 50 m/meðalvindhraða. 7. október 2020 12:43 Delta mun valda usla í Mexíkó og stefna svo á Bandaríkin Fellibylurinn Delta stefnir nú hraðbyri að ströndum Mexíkó og mun ná landi í Bandaríkjunum seinna í vikunni. 6. október 2020 13:33 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fleiri fréttir Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Sjá meira
Íbúar Louisiana í Bandaríkjunum undirbúa sig nú fyrir komu annars öfluga fellibyljarins á einungis sex vikum. Búist er við því að fellibylurinn Delta nái þar landi í nótt og er útlit fyrir að hann geti valdið miklum skaða. Miðað við spár veðurfræðingar er óvíst hvort Delta nái landi sem þriðja stigs fellibylur eða annars stigs en sá munur snýst að mestu um vindhraða. Burtséð frá því er Delta það stór fellibylur að hann mun valda miklum sjávarflóðum og jafnvel skyndiflóðum á landi vegna mikillar rigningar. Sjávarborð gæti til að mynda hækkað um allt að þrjá og hálfan metra. Samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar er þetta í sjötta sinn á þessu ári sem hitabeltislægð stefnir að Louisiana. Tvær þeirra hafa áður valdið skaða. þann 27. ágúst fór fellibylurinn Lára yfir svæðið og olli miklum skaða og á fjórða tug dauðsfalla. Lára var þá fjórða stigs fellibylur. Sjá einnig: „Það er eins og eitt þúsund skýstrókar hafi farið hér í gegn“ Útlit er fyrir að Delta sé á sömu leið og Lára og muni ná landi við landamæri Louisiana og Texas. Preparations for the arrival of Hurricane #Delta need to be rushed to completion, with tropical-storm-force winds expected to reach the coast in the next couple of hours, making preparations dangerous or impossible to complete. pic.twitter.com/au1F6bV5dS— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) October 9, 2020 Íbúar þar segjast þreyttir og telja að þeir hafi þjáðst nóg. Þeir hafa þó flestir undirbúið sig vel og margir hafa yfirgefið heimili sín. „Þú getur alltaf fengið nýtt hús eða nýjan bí en ekki nýtt líf,“ sagði Hilton Stroder við blaðamann AP. Hann og eiginkona hans voru þó á að festa hlera fyrir glugga heimilis þeirra og ætluðu svo að ferðast til heimilis sonar þeirra. Delta er 25. hitabeltislægðin sem hefur myndast yfir Atlantshafinu og fengið nafn þetta árið. Aldrei áður hafa svo margar lægðir fengið nafn á þessum tíma árs. Metið sem Delta sló var frá 2005, þegar 25. lægðin myndaðist þann 15. nóvember.
Bandaríkin Veður Loftslagsmál Tengdar fréttir Delta hefur náð landi í Mexíkó Fellibylurinn Delta hefur náð landi í Mexíkó og þá sem annars stigs fellibylur með um 50 m/meðalvindhraða. 7. október 2020 12:43 Delta mun valda usla í Mexíkó og stefna svo á Bandaríkin Fellibylurinn Delta stefnir nú hraðbyri að ströndum Mexíkó og mun ná landi í Bandaríkjunum seinna í vikunni. 6. október 2020 13:33 Mest lesið Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Erlent Eldur kom upp í seilingarfjarlægð frá gashylkjum og þvottaefni Innlent Búið að slökkva eldinn í Hlíðunum Innlent „Ég hef ekkert með einkaskóla að gera“ Innlent Bíll hafnaði á hliðinni í miðborginni Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Komugjöld á ferðamenn séu út í hött Innlent Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Innlent Snjallsímar undanskildir tollunum Erlent Fjórir slasaðir eftir alvarlegt slys Innlent Fleiri fréttir Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Sjá meira
Delta hefur náð landi í Mexíkó Fellibylurinn Delta hefur náð landi í Mexíkó og þá sem annars stigs fellibylur með um 50 m/meðalvindhraða. 7. október 2020 12:43
Delta mun valda usla í Mexíkó og stefna svo á Bandaríkin Fellibylurinn Delta stefnir nú hraðbyri að ströndum Mexíkó og mun ná landi í Bandaríkjunum seinna í vikunni. 6. október 2020 13:33