Arnar nýtur sín í skemmtilegu umhverfi hjá KA en vill betri aðstöðu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. október 2020 15:01 Arnar Grétarsson gerði ekkert endilega fyrir því að vera áfram með KA en snerist svo hugur. vísir/getty Arnar Grétarsson kveðst ánægður með að halda áfram sem þjálfari KA en í dag var greint frá því að hann hefði skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Hann hefur kunnað vel sig þá mánuði sem hann hefur starfað hjá KA en gerði ekki endilega ráð fyrir því að gera áframhaldandi samning við félagið. „Þetta er bara nýskeð. Eins og ég hef alltaf sagt ætluðum við að setjast niður þegar við værum komnir á öruggan stað í deildinni og athuga hvort það væri ekki grundvöllur fyrir áframhaldi. Við byrjuðum að ræða saman í byrjun vikunnar. Þetta tók ekki langan tíma því ég held að báðir aðilar hafi verið sáttir við samstarfið,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í dag. Arnar tók við KA af Óla Stefáni Flóventssyni í júlí. Hann hefur stýrt KA í þrettán leikjum í Pepsi Max-deildinni; þrír þeirra hafa unnist, níu endað með jafntefli og aðeins einn tapast. KA er í 7. sæti deildarinnar. Vinnur með skemmtilegu fólki „Ég held að ég hafi sagt það í byrjun, að þegar ég kom hingað og skrifaði undir, átti ég ekki von á því að vera lengur en þennan þrjá og hálfa mánuð. En svo breytast hlutirnir þegar þú kynnist fólki. Fyrir mig skiptir miklu máli að vinna með skemmtilegu fólki og í skemmtilegu umhverfi og það er þannig hjá KA. Og það gerði það að verkum að ég ákvað að vera áfram. Það er fyrst og fremst vegna fólksins sem ég er að vinna með,“ sagði Arnar. „Ég hef haft mjög gaman að þessum tíma þótt það sé ekki auðvelt að vera ekki með fjölskylduna með sér. Maður þekkir það eftir að hafa verið erlendis en núna ertu nær og það er hægt að skjótast á milli þótt það sé aldrei eins.“ Eina leiðin að fá gervigrasvöll Arnar segir að aðstöðuleysi hái KA og vonast til að liðið geti fengið heimavöll með gervigrasi sem allra fyrst. „Aðstöðuleysi KA kom mér töluvert á óvart. Ég veit að það er verið að vinna í því á fullu bak við tjöldin að reyna að koma þeim hlutum í lag. Að mínu viti er eina leiðin fyrir lið á Akureyri að fá gervigrasvöll sem hægt er að nota allt árið um kring. Að vera með venjulegan völl er of erfitt og eiginlega ekki hægt. Maður krossleggur fingur að við gætum verið komnir með völl á næsta ári,“ sagði Arnar. Spennandi ungir strákar í KA Hann segir KA-menn séu ekki farnir að hugsa mikið út í næsta tímabil, en þó eitthvað. „Markmiðið er að styrkja hópinn og fá leikmenn inn. Við höfum aðeins farið í gegnum það og það verða eflaust einhverjar breytingar. Það eru mjög margir spennandi ungir strákar í KA og verið að setja upp skemmtilegt umhverfi fyrir þá, þar sem þeir geta æft eins og atvinnumenn. Markmiðið er að styrkja hópinn og gera betur en í ár,“ sagði Arnar. „En þetta mót er ekki einu sinni búið og það er svolítið í það næsta. Þetta eru skrítnir tímar. Maður veit ekkert hvenær, eða hvort, þessir síðustu fjórir leikir fara fram.“ Vill bæta sóknarleikinn Eins og áður sagði hefur KA gengið vel undir stjórn Arnars. Liðið hefur spilað sterkan varnarleik og sóknin hefur orðið betri eftir því sem liðið hefur á tímabilið. „Ég er sáttur með mjög margt en það eru hlutir sem við þurfum að vinna í, að skapa enn fleiri færi og nýta færin betur. Við erum mjög sáttir með vinnusemina í liðinu og holninguna á því í nánast öllum leikjum. Við erum líka alltaf að verða betri í umskiptum, þegar þú vinnur boltann eða tapar honum,“ sagði Arnar að endingu. Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Arnar Grétarsson kveðst ánægður með að halda áfram sem þjálfari KA en í dag var greint frá því að hann hefði skrifað undir tveggja ára samning við félagið. Hann hefur kunnað vel sig þá mánuði sem hann hefur starfað hjá KA en gerði ekki endilega ráð fyrir því að gera áframhaldandi samning við félagið. „Þetta er bara nýskeð. Eins og ég hef alltaf sagt ætluðum við að setjast niður þegar við værum komnir á öruggan stað í deildinni og athuga hvort það væri ekki grundvöllur fyrir áframhaldi. Við byrjuðum að ræða saman í byrjun vikunnar. Þetta tók ekki langan tíma því ég held að báðir aðilar hafi verið sáttir við samstarfið,“ sagði Arnar í samtali við Vísi í dag. Arnar tók við KA af Óla Stefáni Flóventssyni í júlí. Hann hefur stýrt KA í þrettán leikjum í Pepsi Max-deildinni; þrír þeirra hafa unnist, níu endað með jafntefli og aðeins einn tapast. KA er í 7. sæti deildarinnar. Vinnur með skemmtilegu fólki „Ég held að ég hafi sagt það í byrjun, að þegar ég kom hingað og skrifaði undir, átti ég ekki von á því að vera lengur en þennan þrjá og hálfa mánuð. En svo breytast hlutirnir þegar þú kynnist fólki. Fyrir mig skiptir miklu máli að vinna með skemmtilegu fólki og í skemmtilegu umhverfi og það er þannig hjá KA. Og það gerði það að verkum að ég ákvað að vera áfram. Það er fyrst og fremst vegna fólksins sem ég er að vinna með,“ sagði Arnar. „Ég hef haft mjög gaman að þessum tíma þótt það sé ekki auðvelt að vera ekki með fjölskylduna með sér. Maður þekkir það eftir að hafa verið erlendis en núna ertu nær og það er hægt að skjótast á milli þótt það sé aldrei eins.“ Eina leiðin að fá gervigrasvöll Arnar segir að aðstöðuleysi hái KA og vonast til að liðið geti fengið heimavöll með gervigrasi sem allra fyrst. „Aðstöðuleysi KA kom mér töluvert á óvart. Ég veit að það er verið að vinna í því á fullu bak við tjöldin að reyna að koma þeim hlutum í lag. Að mínu viti er eina leiðin fyrir lið á Akureyri að fá gervigrasvöll sem hægt er að nota allt árið um kring. Að vera með venjulegan völl er of erfitt og eiginlega ekki hægt. Maður krossleggur fingur að við gætum verið komnir með völl á næsta ári,“ sagði Arnar. Spennandi ungir strákar í KA Hann segir KA-menn séu ekki farnir að hugsa mikið út í næsta tímabil, en þó eitthvað. „Markmiðið er að styrkja hópinn og fá leikmenn inn. Við höfum aðeins farið í gegnum það og það verða eflaust einhverjar breytingar. Það eru mjög margir spennandi ungir strákar í KA og verið að setja upp skemmtilegt umhverfi fyrir þá, þar sem þeir geta æft eins og atvinnumenn. Markmiðið er að styrkja hópinn og gera betur en í ár,“ sagði Arnar. „En þetta mót er ekki einu sinni búið og það er svolítið í það næsta. Þetta eru skrítnir tímar. Maður veit ekkert hvenær, eða hvort, þessir síðustu fjórir leikir fara fram.“ Vill bæta sóknarleikinn Eins og áður sagði hefur KA gengið vel undir stjórn Arnars. Liðið hefur spilað sterkan varnarleik og sóknin hefur orðið betri eftir því sem liðið hefur á tímabilið. „Ég er sáttur með mjög margt en það eru hlutir sem við þurfum að vinna í, að skapa enn fleiri færi og nýta færin betur. Við erum mjög sáttir með vinnusemina í liðinu og holninguna á því í nánast öllum leikjum. Við erum líka alltaf að verða betri í umskiptum, þegar þú vinnur boltann eða tapar honum,“ sagði Arnar að endingu.
Pepsi Max-deild karla KA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira