Vill reka bófana úr bænum Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2020 08:01 Guðni Sveinsson er fyrrverandi lögregluþjónn. Hann vill hrekja bófana úr bænum sem hann segir að sé svo gott sem á valdi óttans. Elías bæjarstjóri segir það rétt að löggæsla mætti vera meiri á Siglufirði. „Ég er ekkert að bulla þetta. Ef ég ætti nýjustu tæki, GPS-tæki, hefði ég átt pening hefði ég látið nýlegt slíkt tæki í sætið og rakið gps. staðsetninguna. Vantar svona hugmyndaflug í lögguna,“ segir Siglfirðingurinn Guðni Sveinsson í samtali við Vísi. Guðni var á árum áður lögregluþjónn á Siglufirði og veit því um hvað hann er að tala. Hypjið ykkur úr bænum Guðni segir að gripdeildir undanfarna daga hafi vakið upp verulegan ótta í hinu litla samfélagi sem Siglufjörður er. Sjálfur skrifaði hann athyglisverðan pistil sem hann birti á Facebook-samfélaginu Siglfirðingar, fyrr og nú – Sögur og myndir. Hann segist gera það til að hrella innbrotsþjófa sem hafa farið um bæjarfélagið og hrellt bæjarbúa. Einn hafði verið handtekinn grunaður um innbrot en Guðna grunaði að fleiri væru að verki. Pistil sinn kallar hann Siglufjarðarbófinn nr. 2. Jamm þegar ég heyrði að búið væri að handtaka meintan Siglufjarðar bófa og hvar hann var handtekinn þá grunaði mig að þarna væru minnst þrír eða fjórir einstaklingar á ferðinni. Jamm til þessa að fá grun minn staðfestan útbjó ég umslag og bunka af pappír inní umslagið svipað og þar væru seðlar og einn 1000 króna seðli sem gægðist upp úr umslaginu og skrifaði 100.000 kall utan á umslagið og setti þetta í hanskahólfið á bílnum mínum hér fyrir utan. Ég setti líka orðsendingu á miða inni í umslagið þar sem stóð nú veit ég að þið eruð fleiri og þið munuð nást fyrir helgi kveðja Guðni. Jamm svo í morgun er ég ætlaði af stað á mínum fjalla jappa var búið að rífa og tæta upp úr öllum hólfum í bílnum og umslagið góða horfið. Jamm bófarnir mínir endilega notið nú 1000 kallinn til að hypja ykkur úr bænum. Hef aldrei séð eða heyrt um lélegri bófa á ævinni. Ráfandi um nótt á mannlausum götum bæjar sem ber 1200 manns auðvitað sést til ykkar og þið náist fljótlega. Farið aftur heim til ykkar og skammist ykkar drengir. Bófarnir nota tækifærið þegar minni löggæsla er Guðni segist hafa það á tilfinningunni að þeir þrjótar sem nú herji á samfélagið lesi skrif sín á þeim vettvangi. „Ég held að þeir séu fleiri en einn. Ég náði ekki í neinn, ég er bara að stríða þeim. Ég hef engan áhuga á að láta rústa bílnum mínum, fór að skrifa á netið, veit að þetta pirrar þá. Guðni Sveinsson vill leggja gildru fyrir bófana. Ekki sé við það búandi að kónar vaði um Siglufjörð að nóttu til og haldi bæjarfélaginu óttaslegnu.Facebook Ég er sit hér við tölvuna, gamalmenni sem leiðist það að þessir menn gangi hér um bæinn. Ég ber sterkar tilfinningar til Siglufjarðar. Nú telst heppni ef sést lögreglubíl,“ segir Guðni sem telur einsýnt að bófarnir, sem hann kallar svo, sæti færist þegar minni löggæsla er í hinum minni bæjarfélögum. Vísir hefur greint frá innbrotum sem átt hafa sér stað að undanförnu í bænum. „Ég er bara að reyna að verja mitt og mína. En þessir menn fara bara inn á fólk um miðja nótt. Fólk er farið að læsa húsum sínum sem aldrei hefur verið. Ég hef áhyggjur af þessu. Margir sem eru hræddir,“ segir Guðni. Hann vill ekki gera sig að neinu aðalatriði málsins. Nær væri að heyra í bæjarstjóranum. Margir skelkaðir þó bærinn sé ekki á valdi óttans Vísir tók hann á orðinu með það og setti sig í samband við Elías Pétursson, bæjarstjóra. Hann segir ljóst að einhverjir hafi staðið fyrir gripdeildum á Siglufirði undanfarna daga. „Sem byrjaði með að einhver gægðist inn um glugga, einhver að reyna að komast inn í hús án þess að brjótast inn. Svo tók málið nýja stefnu. Það var sannanlega brotist inn í grunnskólann og það var aðili handtekinn af lögreglu. þetta er meira en maður var að vona að yrði. þegar svona gerist grípur um sig einhver, ég vil kannski ekki segja ótti, en þetta er ekki það sem fólk vill hafa í bæjarfélaginu sínu. Fólk er vart um sig,“ segir Elías. Elías bæjarstjóri vill ekki kannast við að bærinn sé á valdi óttans. en vissulega séu margir skelkaðir eftir atburði undanfarinna daga.Fjallabyggð Hann segir ljóst að eftir að samgöngur breyttust til hins betra hafi hið opinbera, með réttu eða röngu, gripið tækifærið. Lögreglan hafi fjarlægst Siglufjörð en þar á árum áður var meiri nærvera laganna varða. Nú er lögregluliðið með stórt svæði sem það þarf að sinna; Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði og sé lögreglan stödd á Dalvík þá séu einir 34 kílómetrar þar á milli. „Minna viðbragð en verið hefur. Augljóslega. Við erum með lögreglustöð á Siglufirði en hún er bara mönnuð að hluta. Og ekki að nóttu til.“ Fólk farið að læsa húsum sínum Elías vill ekki ganga svo langt að segja Siglfirðinga á valdi óttans. „Ég upplifi það ekki þannig en auðvitað stressast fólk upp. Og er áfram um að þetta klárist sem fyrst.“ Elías segist vitaskuld ekki geta þvertekið fyrir að einhverjir séu skelkaðir en andinn í bænum er ekki þannig að þar ríki skelfingarástand. En það er vissulega slæmt ef fólk telur orðið nauðsynlegt að læsa húsum sínum. Þannig hafi það ekki verið. „Ég kem úr enn minna þorpi, þar sem maður læsti í raun aldrei. Öryggistilfinning er hluti af þessu landsbyggðarlífi, rólegheit og öryggi og þarna er verið að höggva í það. Augljóst.“ Bæjarstjórinn segir jafnframt að í litlu samfélagi sé betur tekið eftir því þegar innbrot eru en í Reykjavík. „Þar væri líklega ekki verið að fjalla um þetta á þennan hátt. sem ég tel plús fyrir landsbyggðina. Hlunnindi í fámenninu.“ Fjallabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Öskraði þegar hanskaklædd hönd kom inn um glugga á Siglufirði Hann virðist hafa haldið áfram í nótt, þjófurinn sem lögreglan í Fjallabyggð varaði við í gær. Fjölskylda á Siglufirði varð nærri því fyrir barðinu á honum í nótt hanskaklædd hönd koma inn um glugga er þau sátu og horfðu á sjónvarpið. 7. október 2020 13:16 Lögreglan hvetur fólk til að læsa og vera á varðbergi Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í gærkvöldi tilkynningar um aðila sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. 6. október 2020 15:39 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
„Ég er ekkert að bulla þetta. Ef ég ætti nýjustu tæki, GPS-tæki, hefði ég átt pening hefði ég látið nýlegt slíkt tæki í sætið og rakið gps. staðsetninguna. Vantar svona hugmyndaflug í lögguna,“ segir Siglfirðingurinn Guðni Sveinsson í samtali við Vísi. Guðni var á árum áður lögregluþjónn á Siglufirði og veit því um hvað hann er að tala. Hypjið ykkur úr bænum Guðni segir að gripdeildir undanfarna daga hafi vakið upp verulegan ótta í hinu litla samfélagi sem Siglufjörður er. Sjálfur skrifaði hann athyglisverðan pistil sem hann birti á Facebook-samfélaginu Siglfirðingar, fyrr og nú – Sögur og myndir. Hann segist gera það til að hrella innbrotsþjófa sem hafa farið um bæjarfélagið og hrellt bæjarbúa. Einn hafði verið handtekinn grunaður um innbrot en Guðna grunaði að fleiri væru að verki. Pistil sinn kallar hann Siglufjarðarbófinn nr. 2. Jamm þegar ég heyrði að búið væri að handtaka meintan Siglufjarðar bófa og hvar hann var handtekinn þá grunaði mig að þarna væru minnst þrír eða fjórir einstaklingar á ferðinni. Jamm til þessa að fá grun minn staðfestan útbjó ég umslag og bunka af pappír inní umslagið svipað og þar væru seðlar og einn 1000 króna seðli sem gægðist upp úr umslaginu og skrifaði 100.000 kall utan á umslagið og setti þetta í hanskahólfið á bílnum mínum hér fyrir utan. Ég setti líka orðsendingu á miða inni í umslagið þar sem stóð nú veit ég að þið eruð fleiri og þið munuð nást fyrir helgi kveðja Guðni. Jamm svo í morgun er ég ætlaði af stað á mínum fjalla jappa var búið að rífa og tæta upp úr öllum hólfum í bílnum og umslagið góða horfið. Jamm bófarnir mínir endilega notið nú 1000 kallinn til að hypja ykkur úr bænum. Hef aldrei séð eða heyrt um lélegri bófa á ævinni. Ráfandi um nótt á mannlausum götum bæjar sem ber 1200 manns auðvitað sést til ykkar og þið náist fljótlega. Farið aftur heim til ykkar og skammist ykkar drengir. Bófarnir nota tækifærið þegar minni löggæsla er Guðni segist hafa það á tilfinningunni að þeir þrjótar sem nú herji á samfélagið lesi skrif sín á þeim vettvangi. „Ég held að þeir séu fleiri en einn. Ég náði ekki í neinn, ég er bara að stríða þeim. Ég hef engan áhuga á að láta rústa bílnum mínum, fór að skrifa á netið, veit að þetta pirrar þá. Guðni Sveinsson vill leggja gildru fyrir bófana. Ekki sé við það búandi að kónar vaði um Siglufjörð að nóttu til og haldi bæjarfélaginu óttaslegnu.Facebook Ég er sit hér við tölvuna, gamalmenni sem leiðist það að þessir menn gangi hér um bæinn. Ég ber sterkar tilfinningar til Siglufjarðar. Nú telst heppni ef sést lögreglubíl,“ segir Guðni sem telur einsýnt að bófarnir, sem hann kallar svo, sæti færist þegar minni löggæsla er í hinum minni bæjarfélögum. Vísir hefur greint frá innbrotum sem átt hafa sér stað að undanförnu í bænum. „Ég er bara að reyna að verja mitt og mína. En þessir menn fara bara inn á fólk um miðja nótt. Fólk er farið að læsa húsum sínum sem aldrei hefur verið. Ég hef áhyggjur af þessu. Margir sem eru hræddir,“ segir Guðni. Hann vill ekki gera sig að neinu aðalatriði málsins. Nær væri að heyra í bæjarstjóranum. Margir skelkaðir þó bærinn sé ekki á valdi óttans Vísir tók hann á orðinu með það og setti sig í samband við Elías Pétursson, bæjarstjóra. Hann segir ljóst að einhverjir hafi staðið fyrir gripdeildum á Siglufirði undanfarna daga. „Sem byrjaði með að einhver gægðist inn um glugga, einhver að reyna að komast inn í hús án þess að brjótast inn. Svo tók málið nýja stefnu. Það var sannanlega brotist inn í grunnskólann og það var aðili handtekinn af lögreglu. þetta er meira en maður var að vona að yrði. þegar svona gerist grípur um sig einhver, ég vil kannski ekki segja ótti, en þetta er ekki það sem fólk vill hafa í bæjarfélaginu sínu. Fólk er vart um sig,“ segir Elías. Elías bæjarstjóri vill ekki kannast við að bærinn sé á valdi óttans. en vissulega séu margir skelkaðir eftir atburði undanfarinna daga.Fjallabyggð Hann segir ljóst að eftir að samgöngur breyttust til hins betra hafi hið opinbera, með réttu eða röngu, gripið tækifærið. Lögreglan hafi fjarlægst Siglufjörð en þar á árum áður var meiri nærvera laganna varða. Nú er lögregluliðið með stórt svæði sem það þarf að sinna; Dalvík, Ólafsfirði og Siglufirði og sé lögreglan stödd á Dalvík þá séu einir 34 kílómetrar þar á milli. „Minna viðbragð en verið hefur. Augljóslega. Við erum með lögreglustöð á Siglufirði en hún er bara mönnuð að hluta. Og ekki að nóttu til.“ Fólk farið að læsa húsum sínum Elías vill ekki ganga svo langt að segja Siglfirðinga á valdi óttans. „Ég upplifi það ekki þannig en auðvitað stressast fólk upp. Og er áfram um að þetta klárist sem fyrst.“ Elías segist vitaskuld ekki geta þvertekið fyrir að einhverjir séu skelkaðir en andinn í bænum er ekki þannig að þar ríki skelfingarástand. En það er vissulega slæmt ef fólk telur orðið nauðsynlegt að læsa húsum sínum. Þannig hafi það ekki verið. „Ég kem úr enn minna þorpi, þar sem maður læsti í raun aldrei. Öryggistilfinning er hluti af þessu landsbyggðarlífi, rólegheit og öryggi og þarna er verið að höggva í það. Augljóst.“ Bæjarstjórinn segir jafnframt að í litlu samfélagi sé betur tekið eftir því þegar innbrot eru en í Reykjavík. „Þar væri líklega ekki verið að fjalla um þetta á þennan hátt. sem ég tel plús fyrir landsbyggðina. Hlunnindi í fámenninu.“
Jamm þegar ég heyrði að búið væri að handtaka meintan Siglufjarðar bófa og hvar hann var handtekinn þá grunaði mig að þarna væru minnst þrír eða fjórir einstaklingar á ferðinni. Jamm til þessa að fá grun minn staðfestan útbjó ég umslag og bunka af pappír inní umslagið svipað og þar væru seðlar og einn 1000 króna seðli sem gægðist upp úr umslaginu og skrifaði 100.000 kall utan á umslagið og setti þetta í hanskahólfið á bílnum mínum hér fyrir utan. Ég setti líka orðsendingu á miða inni í umslagið þar sem stóð nú veit ég að þið eruð fleiri og þið munuð nást fyrir helgi kveðja Guðni. Jamm svo í morgun er ég ætlaði af stað á mínum fjalla jappa var búið að rífa og tæta upp úr öllum hólfum í bílnum og umslagið góða horfið. Jamm bófarnir mínir endilega notið nú 1000 kallinn til að hypja ykkur úr bænum. Hef aldrei séð eða heyrt um lélegri bófa á ævinni. Ráfandi um nótt á mannlausum götum bæjar sem ber 1200 manns auðvitað sést til ykkar og þið náist fljótlega. Farið aftur heim til ykkar og skammist ykkar drengir.
Fjallabyggð Lögreglumál Tengdar fréttir Öskraði þegar hanskaklædd hönd kom inn um glugga á Siglufirði Hann virðist hafa haldið áfram í nótt, þjófurinn sem lögreglan í Fjallabyggð varaði við í gær. Fjölskylda á Siglufirði varð nærri því fyrir barðinu á honum í nótt hanskaklædd hönd koma inn um glugga er þau sátu og horfðu á sjónvarpið. 7. október 2020 13:16 Lögreglan hvetur fólk til að læsa og vera á varðbergi Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í gærkvöldi tilkynningar um aðila sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. 6. október 2020 15:39 Mest lesið Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Innlent Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Innlent Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Öskraði þegar hanskaklædd hönd kom inn um glugga á Siglufirði Hann virðist hafa haldið áfram í nótt, þjófurinn sem lögreglan í Fjallabyggð varaði við í gær. Fjölskylda á Siglufirði varð nærri því fyrir barðinu á honum í nótt hanskaklædd hönd koma inn um glugga er þau sátu og horfðu á sjónvarpið. 7. október 2020 13:16
Lögreglan hvetur fólk til að læsa og vera á varðbergi Lögreglunni á Norðurlandi eystra bárust í gærkvöldi tilkynningar um aðila sem hafði farið inn í nokkur hús á Siglufirði. 6. október 2020 15:39