Telur ótækt að spilakassar hafi verið teknir út úr reglugerð um hertar aðgerðir Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. október 2020 21:32 Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn. Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn telur ótækt að spilakassar standi enn opnir í ljósi smithættu, einkum fyrir spilafíkla sem dvelji yfirleitt lengi við kassana. Formaðurinn hefur tilkynnt málið til lögreglu og furðar sig á því að reglugerð heilbrigðisráðherra um hertar kórónuveiruaðgerðir kveði aðeins á um lokun spilasala en ekki spilakassa. Hertar kórónuveiruaðgerðir tóku gildi á landinu öllu á mánudag. Í reglugerð heilbrigðisráðherra er kveðið á um lokun ýmissar starfsemi; líkamsræktarstöðva, skemmtistaða og spilasala. Í sambærilegri reglugerð ráðherra um hert samkomubann í mars var sérstaklega kveðið á um að spilakassar, auk spilasala, skyldu loka. „Við í Samtökum áhugafólks um spilafíkn reiknuðum með að það sama væri uppi á teningnum núna. En við nánari athugun kemur í ljós að búið er að taka út orðið spilakassar,“ segir Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn í samtali við Vísi. „En á flestum stöðum eru tveir eða fleiri spilakassar, hvort sem um ræðir söluturn, veitingahús eða áningarstað.“ Alma segir að svo virðist sem Háskóli Íslands hafi lokað flestum spilakössum sínum í ljósi hertra aðgerða, enda flestir þeirra kassar í sérstökum spilasölum. Spilakassar Íslandsspila, sameignarfélags í eigu Rauða krossins, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og SÁÁ, standa hins vegar enn opnir víðast hvar. „Rauði krossinn, Landsbjörg og SÁÁ virðast einhvern veginn reyna að teygja hugtakið eins langt og mögulegt getur talist. Sérstaklega í ljósi þess að þessi samtök, sérstaklega Rauði krossinn og Landsbjörg, eru þau samtök sem almenningur setur undir hugtakið almannavarnir. Og maður skyldi ætla að þegar almenningur er beðinn um að taka þátt í almannavörnum, að þá geri Rauði krossinn, Landsbjörg og SÁÁ það líka,“ segir Alma. SpilakassarFoto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson „Þetta eru í rauninni fíklar sem eru ekki þarna að spila af því að það er val og við erum þá í rauninni að útsetja þennan hóp fyrir smitum. Það er þekkt að, og þetta er eitthvað sem Rauði kross Íslands á að vita, að þetta er ekki hópur sem hefur getu og hæfni til að sinna sóttvörnum.“ Alma segir Samtök áhugafólks um spilafíkn túlka reglugerð ráðherra á þann veg að loka ætti öllum spilakössum. Annað skjóti skökku við. Hún hefur tilkynnt um málið, sem hún telur brot á sóttvarnarreglum, fyrir hönd samtakanna í gegnum tilkynningarhnapp á Covid.is. Hún kveðst vita til þess að fleiri hafi sent inn sambærilegar tilkynningar. „Menn eru kannski ekki alveg með réttu ráði þegar þeir eru í spilakössum. Menn eru ekki að fara í kassana í tíu, fimmtán mínútur. Menn eru þarna í margar klukkustundir í mikilli nálægð við aðra sem eru á staðnum,“ segir Alma. Bannið gildi aðeins um spilasali Kristín Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins, sem á stærstan hlut í Íslandsspilum, segir að málið hafi ítrekað komið til umræðu í stjórn Rauða krossins. Hún segir að samkvæmt gildandi reglugerð heilbrigðisráðherra sé ekki bannað að hafa spilakassana opna og þeim hafi því ekki verið lokað. Bannið gildi aðeins um spilasali. „Og eftir því sem við vitum best hefur ekkert smit greinst við spilakassana, sem betur fer. Svo er heldur ekki mikið verið að spila í kössunum, satt best að segja,“ segir Kristín. Rauði krossinn fylgist þó náið með gangi mála. Þá gæti starfsfólk Íslandsspila þess vel að spilakassarnir séu sótthreinsaðir og fyllt sé á sprittbrúsa. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjárhættuspil Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira
Formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn telur ótækt að spilakassar standi enn opnir í ljósi smithættu, einkum fyrir spilafíkla sem dvelji yfirleitt lengi við kassana. Formaðurinn hefur tilkynnt málið til lögreglu og furðar sig á því að reglugerð heilbrigðisráðherra um hertar kórónuveiruaðgerðir kveði aðeins á um lokun spilasala en ekki spilakassa. Hertar kórónuveiruaðgerðir tóku gildi á landinu öllu á mánudag. Í reglugerð heilbrigðisráðherra er kveðið á um lokun ýmissar starfsemi; líkamsræktarstöðva, skemmtistaða og spilasala. Í sambærilegri reglugerð ráðherra um hert samkomubann í mars var sérstaklega kveðið á um að spilakassar, auk spilasala, skyldu loka. „Við í Samtökum áhugafólks um spilafíkn reiknuðum með að það sama væri uppi á teningnum núna. En við nánari athugun kemur í ljós að búið er að taka út orðið spilakassar,“ segir Alma Björk Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn í samtali við Vísi. „En á flestum stöðum eru tveir eða fleiri spilakassar, hvort sem um ræðir söluturn, veitingahús eða áningarstað.“ Alma segir að svo virðist sem Háskóli Íslands hafi lokað flestum spilakössum sínum í ljósi hertra aðgerða, enda flestir þeirra kassar í sérstökum spilasölum. Spilakassar Íslandsspila, sameignarfélags í eigu Rauða krossins, Slysavarnarfélagsins Landsbjargar og SÁÁ, standa hins vegar enn opnir víðast hvar. „Rauði krossinn, Landsbjörg og SÁÁ virðast einhvern veginn reyna að teygja hugtakið eins langt og mögulegt getur talist. Sérstaklega í ljósi þess að þessi samtök, sérstaklega Rauði krossinn og Landsbjörg, eru þau samtök sem almenningur setur undir hugtakið almannavarnir. Og maður skyldi ætla að þegar almenningur er beðinn um að taka þátt í almannavörnum, að þá geri Rauði krossinn, Landsbjörg og SÁÁ það líka,“ segir Alma. SpilakassarFoto: Baldur Hrafnkell/Baldur Hrafnkell Jónsson „Þetta eru í rauninni fíklar sem eru ekki þarna að spila af því að það er val og við erum þá í rauninni að útsetja þennan hóp fyrir smitum. Það er þekkt að, og þetta er eitthvað sem Rauði kross Íslands á að vita, að þetta er ekki hópur sem hefur getu og hæfni til að sinna sóttvörnum.“ Alma segir Samtök áhugafólks um spilafíkn túlka reglugerð ráðherra á þann veg að loka ætti öllum spilakössum. Annað skjóti skökku við. Hún hefur tilkynnt um málið, sem hún telur brot á sóttvarnarreglum, fyrir hönd samtakanna í gegnum tilkynningarhnapp á Covid.is. Hún kveðst vita til þess að fleiri hafi sent inn sambærilegar tilkynningar. „Menn eru kannski ekki alveg með réttu ráði þegar þeir eru í spilakössum. Menn eru ekki að fara í kassana í tíu, fimmtán mínútur. Menn eru þarna í margar klukkustundir í mikilli nálægð við aðra sem eru á staðnum,“ segir Alma. Bannið gildi aðeins um spilasali Kristín Hjálmtýsdóttir framkvæmdastjóri Rauða krossins, sem á stærstan hlut í Íslandsspilum, segir að málið hafi ítrekað komið til umræðu í stjórn Rauða krossins. Hún segir að samkvæmt gildandi reglugerð heilbrigðisráðherra sé ekki bannað að hafa spilakassana opna og þeim hafi því ekki verið lokað. Bannið gildi aðeins um spilasali. „Og eftir því sem við vitum best hefur ekkert smit greinst við spilakassana, sem betur fer. Svo er heldur ekki mikið verið að spila í kössunum, satt best að segja,“ segir Kristín. Rauði krossinn fylgist þó náið með gangi mála. Þá gæti starfsfólk Íslandsspila þess vel að spilakassarnir séu sótthreinsaðir og fyllt sé á sprittbrúsa.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjárhættuspil Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Erlent Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Fleiri fréttir Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Sjá meira