Aron Einar: Á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik gegn Danmörku | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. október 2020 11:45 Landsliðsfyrirliðinn var verulega sáttur með sigurinn á Rúmeníu. Hann segir það þó ekki eiga að vera erfitt að gíra menn upp í leik gegn Danmörku. Vísir/Vilhelm Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, þakkar félagi sínu Al-Arabi fyrir að gefa sér leyfi að vera lengur hér á landi svo hann geti verið með íslenska liðinu gegn Danmörku í Þjóðadeild Evrópu annað kvöld. Hann ræddi við Vísi fyrir leikinn með Erik Hamrén, landsliðsþjálfara. „Bara góður, eðlilega. Mér fannst við komast vel frá þessu, vorum öflugir, byrjuðum leikinn af krafti og góður andi í hópnum. Menn eru ánægðir með að klára þetta fyrsta verkefni í þessum glugga en nú er allur fókus kominn á Danmörk á morgun,“ sagði landsliðsfyrirliðinn aðspurður hvernig andinn væri í íslenska hópnum eftir magnaðan sigur á Rúmenum á fimmtudaginn. „Mikið pælt í því og mikið hugsað út í það. Mesti fókusinn var á þessum leik [gegn Rúmenum] en það á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik á móti Danmörku sem verður stál í stál. Við ætlum okkur sigur þar, fyrsti sigurinn vonandi á móti Danmörku. Verður erfiður leikur og við þurfum að vera klárir í þennan leik og sýna hvað við getum,“ sagði Aron Einar um hvernig það væri að fara úr jafn gríðarlega mikilvægum leik og Rúmena leikurinn var í leik gegn Dönum í Þjóðadeildinni. „Mér líður vel. Líður vel eftir leikinn, smá þungur völlurinn en það eru flest allir leikmenn sem komu vel undan leiknum nema Kári [Árnason, sem meiddist gegn Rúmenum] en samt góðar fréttir af honum þannig mér líður vel og strákunum líður vel. Það er andi í hópnum eins og ég sagði áðan, menn eru ánægðir með sigurinn en við erum ekkert búnir. Verkefnið er ekki búið og þessir tveir leikir eru það sem við erum með í huga, sérstaklega Danmörk núna á morgun,“ sagði fyrirliðinn að endingu aðspurður út í hvernig sér liði bæði líkamlega og andlega enda nóg um að vera. Aron Einar varð nýverið faðir í þriðja sinn og þá leikur lið hans Al-Arabi til úrslita í bikarkeppni í Katar í dag. Klippa: Fyrirliðinn spenntur fyrir leiknum gegn Dönum Fótbolti Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, þakkar félagi sínu Al-Arabi fyrir að gefa sér leyfi að vera lengur hér á landi svo hann geti verið með íslenska liðinu gegn Danmörku í Þjóðadeild Evrópu annað kvöld. Hann ræddi við Vísi fyrir leikinn með Erik Hamrén, landsliðsþjálfara. „Bara góður, eðlilega. Mér fannst við komast vel frá þessu, vorum öflugir, byrjuðum leikinn af krafti og góður andi í hópnum. Menn eru ánægðir með að klára þetta fyrsta verkefni í þessum glugga en nú er allur fókus kominn á Danmörk á morgun,“ sagði landsliðsfyrirliðinn aðspurður hvernig andinn væri í íslenska hópnum eftir magnaðan sigur á Rúmenum á fimmtudaginn. „Mikið pælt í því og mikið hugsað út í það. Mesti fókusinn var á þessum leik [gegn Rúmenum] en það á ekki að vera erfitt að gíra menn í leik á móti Danmörku sem verður stál í stál. Við ætlum okkur sigur þar, fyrsti sigurinn vonandi á móti Danmörku. Verður erfiður leikur og við þurfum að vera klárir í þennan leik og sýna hvað við getum,“ sagði Aron Einar um hvernig það væri að fara úr jafn gríðarlega mikilvægum leik og Rúmena leikurinn var í leik gegn Dönum í Þjóðadeildinni. „Mér líður vel. Líður vel eftir leikinn, smá þungur völlurinn en það eru flest allir leikmenn sem komu vel undan leiknum nema Kári [Árnason, sem meiddist gegn Rúmenum] en samt góðar fréttir af honum þannig mér líður vel og strákunum líður vel. Það er andi í hópnum eins og ég sagði áðan, menn eru ánægðir með sigurinn en við erum ekkert búnir. Verkefnið er ekki búið og þessir tveir leikir eru það sem við erum með í huga, sérstaklega Danmörk núna á morgun,“ sagði fyrirliðinn að endingu aðspurður út í hvernig sér liði bæði líkamlega og andlega enda nóg um að vera. Aron Einar varð nýverið faðir í þriðja sinn og þá leikur lið hans Al-Arabi til úrslita í bikarkeppni í Katar í dag. Klippa: Fyrirliðinn spenntur fyrir leiknum gegn Dönum
Fótbolti Tengdar fréttir Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55 Mest lesið „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti „Erum í basli undir körfunni“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Finnur Freyr framlengdi til 2028 Körfubolti „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Körfubolti FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Handbolti Fleiri fréttir „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Sjá meira
Svona var blaðamannafundur KSÍ: Hamrén tók skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum Erik Hamrén sat fyrir svörum á blaðamannafundi fyrir leik Íslands og Danmerkur í Þjóðadeildinni. Hann tók það skýrt fram að Ísland ætli sér sigur gegn Dönum þrátt fyrir að aðalverkefnið hafi verið Rúmenía. 10. október 2020 10:55
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti