Schumacher yngri heiðraði Hamilton | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. október 2020 15:46 Hamilton með hjálminn sem Mick Schumacher gaf honum til heiðurs þess að hafa jafnað met föður síns. Bryn Lennon/Getty Images Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes í Formúlu 1 kappakstrinum, jafnaði í dag met goðsagnarinnar Michael Schumacher er hann vann sinn 91. kappakstur í Formúlu 1. Í tilefni þess heiðraði Mick Schumacher, sonur Michael, Hamilton og gaf honum Formúlu 1 hjálm sem föður hans notaði er hann keyrði fyrir Mercedes. Þar lauk Michael ferli sínum en hann gerði garðinn frægan með Ferrari og var óumdeilanlega besti ökumaður heims á þeim tíma. Lewis Hamilton is honoured with a Michael Schumacher helmet, by his son Mick, after equalling his #F1 wins record today at the #EifelGPpic.twitter.com/TaUhQZWJPV— Sky Sports (@SkySports) October 11, 2020 „Til hamingju, þetta er magnað afrek og þetta er frá okkur öllum,“ sagði Schumacher yngri er hann rétti Hamilton hjálminn. Schumacher var að taka þátt í sinni fyrstu Formúlu 1 helgi en hann er sem stendur efstur á stigalista Formúlu 2. Talið er að hann muni feta í fótspor föður síns og keppa í Formúlu 1 strax á næsta keppnistímabili. „Þetta er mér mikill heiður. ég kann mikið að meta þetta og takk fyrir kærlega,“ sagði Hamilton. „Ég veit í rauninni ekki hvað skal segja. Þegar þú elst upp við að fylgjast með einhverjum sem þú gjörsamlega dýrkar. Bæði vegna þess hversu góðir ökumenn þeir eru og hversu lengi þeir geta haldið því áfram með liði sínu. Ég held að enginn, og sérstaklega ekki ég, hefði reiknað með því að ég myndi vera nálægt metunum hans Michael svo þetta er mikill heiður og það mun takast tíma að venjast þessu,“ sagði hrærður Hamilton við blaðamenn í kjölfarið og hélt áfram. „Það var ekki fyrr en ég kom í mark sem ég áttaði mig á að ég hefði jafnað metið. Ef það væri ekki fyrir þetta frábæra lið sem stendur við bakið á mér og ýtir mér áfram þá hefði ég aldrei náð þessu,“ sagði Hamilton að lokum. Hamilton gæti einnig jafnað met Schumachers yfir fjölda heimsmeistaratitla að lokinni leiktíðinni. Hann stefnir hraðbyr að sínum sjöunda sem eru jafn margir og Schumacher vann á ferli sínum í Formúlu 1. Formúla Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Lewis Hamilton, ökumaður Mercedes í Formúlu 1 kappakstrinum, jafnaði í dag met goðsagnarinnar Michael Schumacher er hann vann sinn 91. kappakstur í Formúlu 1. Í tilefni þess heiðraði Mick Schumacher, sonur Michael, Hamilton og gaf honum Formúlu 1 hjálm sem föður hans notaði er hann keyrði fyrir Mercedes. Þar lauk Michael ferli sínum en hann gerði garðinn frægan með Ferrari og var óumdeilanlega besti ökumaður heims á þeim tíma. Lewis Hamilton is honoured with a Michael Schumacher helmet, by his son Mick, after equalling his #F1 wins record today at the #EifelGPpic.twitter.com/TaUhQZWJPV— Sky Sports (@SkySports) October 11, 2020 „Til hamingju, þetta er magnað afrek og þetta er frá okkur öllum,“ sagði Schumacher yngri er hann rétti Hamilton hjálminn. Schumacher var að taka þátt í sinni fyrstu Formúlu 1 helgi en hann er sem stendur efstur á stigalista Formúlu 2. Talið er að hann muni feta í fótspor föður síns og keppa í Formúlu 1 strax á næsta keppnistímabili. „Þetta er mér mikill heiður. ég kann mikið að meta þetta og takk fyrir kærlega,“ sagði Hamilton. „Ég veit í rauninni ekki hvað skal segja. Þegar þú elst upp við að fylgjast með einhverjum sem þú gjörsamlega dýrkar. Bæði vegna þess hversu góðir ökumenn þeir eru og hversu lengi þeir geta haldið því áfram með liði sínu. Ég held að enginn, og sérstaklega ekki ég, hefði reiknað með því að ég myndi vera nálægt metunum hans Michael svo þetta er mikill heiður og það mun takast tíma að venjast þessu,“ sagði hrærður Hamilton við blaðamenn í kjölfarið og hélt áfram. „Það var ekki fyrr en ég kom í mark sem ég áttaði mig á að ég hefði jafnað metið. Ef það væri ekki fyrir þetta frábæra lið sem stendur við bakið á mér og ýtir mér áfram þá hefði ég aldrei náð þessu,“ sagði Hamilton að lokum. Hamilton gæti einnig jafnað met Schumachers yfir fjölda heimsmeistaratitla að lokinni leiktíðinni. Hann stefnir hraðbyr að sínum sjöunda sem eru jafn margir og Schumacher vann á ferli sínum í Formúlu 1.
Formúla Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Leik lokið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Leik lokið: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar hentu næstum því frá sér sigrinum Körfubolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira