Innlent

Lög­reglan kom fálka til bjargar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Fálkinn fannst af árvöklum vegfaranda á Suðurlandsvegi.
Fálkinn fannst af árvöklum vegfaranda á Suðurlandsvegi. Facebook/Lögreglan á Suðurlandi

Lögreglan á Suðurlandi fékk í dag tilkynningu frá árvöklum vegfaranda sem hafði fundið fálka á Suðurlandsvegi sem eitthvað virtist ama að.

Íslenski fálkinn er alfriðaður og nýtur hann auk þess aukinnar verndar. Fuglinum sem fannst var komið í hendur lögreglu sem síðan kallaði til sérfræðing frá Náttúrufræðistofnun og var hann fluttur á öruggan hátt til frekari skoðunar.

„Það er ekki oft sem að fálkar koma við sögu lögreglunnar en það gerðist í dag,“ skrifar lögreglan á Suðurlandi í Facebook-færslu.

Verkefni lögreglunnar eru æði mörg og snúast ekki öll um að eiga samskipti við fólk. Lögreglumenn koma einnig að málum...

Posted by Lögreglan á Suðurlandi on Sunday, October 11, 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×