Skelltu sér í æfingabúðir út á land þrátt fyrir tilmælin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2020 11:14 Margrét Sturlaugsdóttir og Birgir þegar gengið var frá ráðningu hennar í ágúst í fyrra. Stjarnan Leikmenn meistaraflokks kvenna í körfubolta hjá Stjörnunni í Garðabæ lögðu land undir fót á föstudaginn. Leiðin lá á Reyki í Hrútafirði þar sem Margrét Sturlaugsdóttir þjálfari hafði skipulagt skólabúðir með æfingaívafi. Formaður meistaraflokksráðsins fagnar framtakinu sem þó sé ekki á vegum Stjörnunnar heldur Margrétar þjálfara. Fréttastofu hafa borist ábendingar um ferðina vegna tilmæla frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra að fólk á höfuðborgarsvæðinu héldi sig heima nema brýn nauðsyn kræfi. Þá liggur íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu að mestu leyti niðri vegna sömu tilmæla. Fólk um allt land hefur farið í skólabúðir á Reyki sem allajafna eru hjá 7. bekkjum grunnskóla.Skólabúðir.is Birgir Kaldal Kristmannsson er formaður meistarflokksráðs kvenna. Hann segir engan feluleik í kringum ferð stelpnanna sem sé að hans mati frábært framtak. Alls öryggis sé gætt og engar athugasemdir hafi verið gerðar svo hann viti af lögreglu eða almannavörnum. Ellefu stelpur plús Margrét „Margrét kom með hugmyndina og það var brjálæðislega vel tekið í hana, bæði af foreldrum og leikmönnum,“ segir Birgir. Stærstur hluti meistaraflokksins er á framhaldsskólaaldri þar sem fjarkennsla er víða í gangi þessa dagana vegna kórónuveirunnar. Hugmyndin hafi verið sett fram sem skólabúðir með æfingaívafi. „Auðvitað eru þær að æfa, þær hafa aðstöðu til þess. Þær eru þarna í góðu yfirlæti í sinni búbblu. Keyrðu á staðinn í einum rikk og eru ekki að hitta neina,“ segir Birgir. Margrét Sturlaugsdóttir þjálfaði Breiðablik áður en hún tók við Stjörnuliðinu.Vísir/Daníel Þór Tólf að meðtöldum Margréti þjálfara hafi lagt upp í ferðina, þær sem áttu þess kost. Engin skylda var að mæta í ferðina og sumir leikmenn áttu ekki heimangengt. Sumir séu enn í grunnskóla og aðrir þurfi að mæta í vinnu. Þá hafi nokkrir verið yfir helgina og þurft að mæta aftur til borgarinnar í dag. Aðrar halda áfram skóla- og æfingabúðum inn í vikuna. „Fyrir utan að þetta eru stelpur í meistaraflokki þá kemur Stjarnan ekkert að þessu. Við erum ekki að borga neitt eða skipuleggja,“ segir Birgir. Stelpurnar og foreldrar þeirra hafi tekið á sig kostnaðinn. Bendir á Þingvallaferðir Hann hafi heyrt af efasemdaröddum um ferðina í ljósi tilmæla lögreglu varðandi íþróttastarf og að fólk héldi sig á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla á Blönduósi hafi sett sig í samband við Margréti þjálfara eftir komuna á Reyki en ekki gert neinar athugasemdir. Þá hafi Margrét verið í einhverju sambandi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fyrir brottför og látið vita af fyrirhugaðri ferð. Að neðan má sjá tilmæli almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra sem minnt hefur verið á. • Hvetjum alla á höfuðborgarsvæðinu til að vera eins mikið heimavið og kostur er. • Ekki vera á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu nema nauðsyn sé til. • Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu geri hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum. • Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti keppnisferðum út á land. • Verjum viðkvæma hópa og takmörkum heimsóknir til einstaklinga í áhættuhópum eins og hægt er. • Takmörkun fjölda í búðum – einn fari að versla frá heimili ef kostur er • Hvatt er til þess að þeir sem standi fyrir viðburðum á höfuðborgarsvæðinu fresti þeim • Klúbbar, kórar, hlaupahópar, hjólahópar og aðrir hópar sem koma saman geri hlé á starfsemi sinni. • Allir staðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningur á erindi herði allar sínar sóttvarnaraðgerðir, takmarki eins og hægt er fjölda, tryggi að allir geti sótthreinsað hendur við innganga, sótthreinsi snertifleti og gæti vel að hægt sé að virða fjarlægðarmörk. • Allir sem finni fyrir hinum minnstu einkennum haldi sig heima, fari í sýnatöku og líti á að þeir séu í einangrun þar til neikvæð niðurstaða úr sýnatöku liggi fyrir. „Ég myndi frekar horfa á fólkið sem fór á Þingvelli, þar sem er hópamyndun,“ segir Birgir. Vísar hann til fjölda fólks í höfuðborginni sem nýtti góða veðrið um helgina og skellti sér í bíltúr. „Þar er alls engin búbbla.“ Hann fagnar framtakinu Margrétar og stelpnanna. „Gæti ekki verið meiri búbbla“ „Persónulega finnst mér þetta bara frábært framtak hjá Margréti að fara með þeim. Ég heyri að foreldrarnir eru himinlifandi með þessa ferð. Þær eru í góðu yfirlæti og atlæti, voru í leikjum, gönguferðum og spila körfubolta. Meira að segja fótbolta líka, og eru núna að læra.“ Allar hafi verið með grímur á leiðinni norður, þær fái máltíð þrisvar á dag á staðnum, hver með sinn sprittbrúsa, sængurföt og handklæði. „Þetta gæti ekki verið meiri búbbla. Ég er ógeðslega ánægður að liðið mitt sé ekki að hitta aðra,“ segir Birgir og vísar til viðvarandi smithættu í samfélaginu - sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Og nái að halda æfingum gangandi um leið. „Ef það væru fleiri staðir eins og Reykir þá skil ég ekki af hverju fleiri gera þetta ekki.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild kvenna Stjarnan Garðabær Húnaþing vestra Tengdar fréttir 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu spiluðu á Akranesi í gær 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu fóru í gær á Akranes til þess að spila golf. Bæjarstjóri Akraness segir miður að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi ekki farið eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda að fara ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið nema brýna nauðsyn beri til. 11. október 2020 12:34 Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
Leikmenn meistaraflokks kvenna í körfubolta hjá Stjörnunni í Garðabæ lögðu land undir fót á föstudaginn. Leiðin lá á Reyki í Hrútafirði þar sem Margrét Sturlaugsdóttir þjálfari hafði skipulagt skólabúðir með æfingaívafi. Formaður meistaraflokksráðsins fagnar framtakinu sem þó sé ekki á vegum Stjörnunnar heldur Margrétar þjálfara. Fréttastofu hafa borist ábendingar um ferðina vegna tilmæla frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra að fólk á höfuðborgarsvæðinu héldi sig heima nema brýn nauðsyn kræfi. Þá liggur íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu að mestu leyti niðri vegna sömu tilmæla. Fólk um allt land hefur farið í skólabúðir á Reyki sem allajafna eru hjá 7. bekkjum grunnskóla.Skólabúðir.is Birgir Kaldal Kristmannsson er formaður meistarflokksráðs kvenna. Hann segir engan feluleik í kringum ferð stelpnanna sem sé að hans mati frábært framtak. Alls öryggis sé gætt og engar athugasemdir hafi verið gerðar svo hann viti af lögreglu eða almannavörnum. Ellefu stelpur plús Margrét „Margrét kom með hugmyndina og það var brjálæðislega vel tekið í hana, bæði af foreldrum og leikmönnum,“ segir Birgir. Stærstur hluti meistaraflokksins er á framhaldsskólaaldri þar sem fjarkennsla er víða í gangi þessa dagana vegna kórónuveirunnar. Hugmyndin hafi verið sett fram sem skólabúðir með æfingaívafi. „Auðvitað eru þær að æfa, þær hafa aðstöðu til þess. Þær eru þarna í góðu yfirlæti í sinni búbblu. Keyrðu á staðinn í einum rikk og eru ekki að hitta neina,“ segir Birgir. Margrét Sturlaugsdóttir þjálfaði Breiðablik áður en hún tók við Stjörnuliðinu.Vísir/Daníel Þór Tólf að meðtöldum Margréti þjálfara hafi lagt upp í ferðina, þær sem áttu þess kost. Engin skylda var að mæta í ferðina og sumir leikmenn áttu ekki heimangengt. Sumir séu enn í grunnskóla og aðrir þurfi að mæta í vinnu. Þá hafi nokkrir verið yfir helgina og þurft að mæta aftur til borgarinnar í dag. Aðrar halda áfram skóla- og æfingabúðum inn í vikuna. „Fyrir utan að þetta eru stelpur í meistaraflokki þá kemur Stjarnan ekkert að þessu. Við erum ekki að borga neitt eða skipuleggja,“ segir Birgir. Stelpurnar og foreldrar þeirra hafi tekið á sig kostnaðinn. Bendir á Þingvallaferðir Hann hafi heyrt af efasemdaröddum um ferðina í ljósi tilmæla lögreglu varðandi íþróttastarf og að fólk héldi sig á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla á Blönduósi hafi sett sig í samband við Margréti þjálfara eftir komuna á Reyki en ekki gert neinar athugasemdir. Þá hafi Margrét verið í einhverju sambandi við almannavarnadeild ríkislögreglustjóra fyrir brottför og látið vita af fyrirhugaðri ferð. Að neðan má sjá tilmæli almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra sem minnt hefur verið á. • Hvetjum alla á höfuðborgarsvæðinu til að vera eins mikið heimavið og kostur er. • Ekki vera á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu nema nauðsyn sé til. • Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu geri hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum. • Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti keppnisferðum út á land. • Verjum viðkvæma hópa og takmörkum heimsóknir til einstaklinga í áhættuhópum eins og hægt er. • Takmörkun fjölda í búðum – einn fari að versla frá heimili ef kostur er • Hvatt er til þess að þeir sem standi fyrir viðburðum á höfuðborgarsvæðinu fresti þeim • Klúbbar, kórar, hlaupahópar, hjólahópar og aðrir hópar sem koma saman geri hlé á starfsemi sinni. • Allir staðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningur á erindi herði allar sínar sóttvarnaraðgerðir, takmarki eins og hægt er fjölda, tryggi að allir geti sótthreinsað hendur við innganga, sótthreinsi snertifleti og gæti vel að hægt sé að virða fjarlægðarmörk. • Allir sem finni fyrir hinum minnstu einkennum haldi sig heima, fari í sýnatöku og líti á að þeir séu í einangrun þar til neikvæð niðurstaða úr sýnatöku liggi fyrir. „Ég myndi frekar horfa á fólkið sem fór á Þingvelli, þar sem er hópamyndun,“ segir Birgir. Vísar hann til fjölda fólks í höfuðborginni sem nýtti góða veðrið um helgina og skellti sér í bíltúr. „Þar er alls engin búbbla.“ Hann fagnar framtakinu Margrétar og stelpnanna. „Gæti ekki verið meiri búbbla“ „Persónulega finnst mér þetta bara frábært framtak hjá Margréti að fara með þeim. Ég heyri að foreldrarnir eru himinlifandi með þessa ferð. Þær eru í góðu yfirlæti og atlæti, voru í leikjum, gönguferðum og spila körfubolta. Meira að segja fótbolta líka, og eru núna að læra.“ Allar hafi verið með grímur á leiðinni norður, þær fái máltíð þrisvar á dag á staðnum, hver með sinn sprittbrúsa, sængurföt og handklæði. „Þetta gæti ekki verið meiri búbbla. Ég er ógeðslega ánægður að liðið mitt sé ekki að hitta aðra,“ segir Birgir og vísar til viðvarandi smithættu í samfélaginu - sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu. Og nái að halda æfingum gangandi um leið. „Ef það væru fleiri staðir eins og Reykir þá skil ég ekki af hverju fleiri gera þetta ekki.“
• Hvetjum alla á höfuðborgarsvæðinu til að vera eins mikið heimavið og kostur er. • Ekki vera á ferðinni til eða frá höfuðborgarsvæðinu nema nauðsyn sé til. • Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu geri hlé á æfingum og keppni í öllum íþróttum. • Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu fresti keppnisferðum út á land. • Verjum viðkvæma hópa og takmörkum heimsóknir til einstaklinga í áhættuhópum eins og hægt er. • Takmörkun fjölda í búðum – einn fari að versla frá heimili ef kostur er • Hvatt er til þess að þeir sem standi fyrir viðburðum á höfuðborgarsvæðinu fresti þeim • Klúbbar, kórar, hlaupahópar, hjólahópar og aðrir hópar sem koma saman geri hlé á starfsemi sinni. • Allir staðir á höfuðborgarsvæðinu þar sem almenningur á erindi herði allar sínar sóttvarnaraðgerðir, takmarki eins og hægt er fjölda, tryggi að allir geti sótthreinsað hendur við innganga, sótthreinsi snertifleti og gæti vel að hægt sé að virða fjarlægðarmörk. • Allir sem finni fyrir hinum minnstu einkennum haldi sig heima, fari í sýnatöku og líti á að þeir séu í einangrun þar til neikvæð niðurstaða úr sýnatöku liggi fyrir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dominos-deild kvenna Stjarnan Garðabær Húnaþing vestra Tengdar fréttir 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu spiluðu á Akranesi í gær 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu fóru í gær á Akranes til þess að spila golf. Bæjarstjóri Akraness segir miður að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi ekki farið eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda að fara ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið nema brýna nauðsyn beri til. 11. október 2020 12:34 Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05 Mest lesið Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram Erlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Fordæma árás á sjúkraliða Erlent Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Innlent Fleiri fréttir Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Sjá meira
26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu spiluðu á Akranesi í gær 26 kylfingar frá höfuðborgarsvæðinu fóru í gær á Akranes til þess að spila golf. Bæjarstjóri Akraness segir miður að íbúar höfuðborgarsvæðisins hafi ekki farið eftir tilmælum sóttvarnayfirvalda að fara ekki út fyrir höfuðborgarsvæðið nema brýna nauðsyn beri til. 11. október 2020 12:34
Stöðva allt íþróttastarf á höfuðborgarsvæðinu Íþróttafélög á höfuðborgarsvæðinu ættu að gera hlé á öllum æfingum og keppni til og með 19. október samkvæmt tilmælum sóttvarnalæknis og almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra. 8. október 2020 12:05