Innlent

Lögreglan varar við skæðum gíslatökuforritum

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Þeir sem standa á bak við forritin senda tölvunotendum þau með það fyrir augum að fjárkúga viðkomandi.
Þeir sem standa á bak við forritin senda tölvunotendum þau með það fyrir augum að fjárkúga viðkomandi. Getty

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu birti í dag færslu á Facebook-síðu sinni þar sem varað er við gíslatökuforritum. Um er að ræða forrit sem tölvunotendur eru ginntir til að hlaða niður í gegn um netið og geta læst tölvu viðkomandi.

Í myndbandi með færslunni sést þegar maður fær tölvupóst með viðhengi. Þegar viðhengið er opnað fara að renna á hann tvær grímur og ógrynni skuggalegra glugga opnast. Síðan sést tilkynning um að tölvunni hafi verið læst og að gögnum mannsins verði eytt nema hann reiði fram háa fjárhæð í formi rafmyntar.

Lögreglan minnir fólk þá á að taka reglulega öryggisafrit af mikilvægum gögnum sem það kann að geyma á tækjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×