Hönnunargalli í kerfi neyðarlínunnar hefur verið lagaður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2020 22:29 Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar hefur verið lagaður. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem olli því að símtal um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi skilaði sér ekki til lögreglu, var lagaður nú á áttunda tímanum að sögn ríkislögreglustjóra. Karlmaður á fertugsaldri lést í eldsvoðanum ásamt þremur hundum sínum. Einstaklingur sem varð var við eldinn hringdi í neyðarlínuna á föstudagskvöld en enginn hjá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra svaraði símtalinu, sem hafði verið áframsent frá neyðarlínunni. Innhringjandinn gafst upp eftir 57 sekúndur. „Þar er mikið að gera og símtalinu ekki svarað og símhringjandi gefst upp og slítur símtalinu eftir tæpa mínútu og við finnum síðan ekki spor um símtalið í kerfinu,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, í fréttatíma RÚV nú klukkan tíu. Rataði ekki á málalista Hún segir að dagurinn hafi farið í að reyna að finna út úr því hvað hafi gerst. Margir samverkandi þættir hafi stuðlað að því að mistökin hafi átt sér stað. Símtalinu var, eins og áður segir, svarað hjá neyðarlínunni sem sendi símtalið áfram til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Því var hins vegar ekki svarað þar. Alla jafna, þegar símtölum er ekki svarað, rata símtölin á málalista og er þá hringt aftur í innhringjanda. Það gerðist hins vegar ekki í þessu tilfelli vegna galla í tölvukerfinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir vinnu við að bæta símkerfi neyðarlínunnar og ríkislögreglustjóra hafna.Vísir/Vilhelm Vinna að því að bæta símkerfi neyðarlínu og ríkislögreglustjóra Sigríður segir að mikið álag hafi verið á símkerfi neyðarlínunnar á föstudagskvöldinu og í ljós hefur komið, samkvæmt frétt RÚV, að þegar mikið álag er á símkerfinu rata símtöl ekki á málalista. Undanfarið hefur staðið yfir sameiginleg vinna hjá neyðarlínunni og ríkislögreglustjóra við að bæta símkerfið. „Við erum akkúrat að reyna að fyrirbyggja þessi tvöföldu símtöl, að það sé fyrst hringt inn til neyðarlínu og svo flutt yfir til lögreglu. Þannig að við frekar reynum að svara einu sinni og það samstarf er að þéttast núna mjög og verður tilraunaverkefni strax í næstu viku. Við erum að gera allt sem ið getum til að þetta geti ekki endurtekið sig,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34 Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20 Lést í húsbílabrunanum Líkamsleifar sem taldar eru af manni á fertugsaldri fundist í rústum húsbíls sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu. Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum í nótt eða framan af degi að hafa samband. 10. október 2020 22:46 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Sjá meira
Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem olli því að símtal um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi skilaði sér ekki til lögreglu, var lagaður nú á áttunda tímanum að sögn ríkislögreglustjóra. Karlmaður á fertugsaldri lést í eldsvoðanum ásamt þremur hundum sínum. Einstaklingur sem varð var við eldinn hringdi í neyðarlínuna á föstudagskvöld en enginn hjá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra svaraði símtalinu, sem hafði verið áframsent frá neyðarlínunni. Innhringjandinn gafst upp eftir 57 sekúndur. „Þar er mikið að gera og símtalinu ekki svarað og símhringjandi gefst upp og slítur símtalinu eftir tæpa mínútu og við finnum síðan ekki spor um símtalið í kerfinu,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, í fréttatíma RÚV nú klukkan tíu. Rataði ekki á málalista Hún segir að dagurinn hafi farið í að reyna að finna út úr því hvað hafi gerst. Margir samverkandi þættir hafi stuðlað að því að mistökin hafi átt sér stað. Símtalinu var, eins og áður segir, svarað hjá neyðarlínunni sem sendi símtalið áfram til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Því var hins vegar ekki svarað þar. Alla jafna, þegar símtölum er ekki svarað, rata símtölin á málalista og er þá hringt aftur í innhringjanda. Það gerðist hins vegar ekki í þessu tilfelli vegna galla í tölvukerfinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir vinnu við að bæta símkerfi neyðarlínunnar og ríkislögreglustjóra hafna.Vísir/Vilhelm Vinna að því að bæta símkerfi neyðarlínu og ríkislögreglustjóra Sigríður segir að mikið álag hafi verið á símkerfi neyðarlínunnar á föstudagskvöldinu og í ljós hefur komið, samkvæmt frétt RÚV, að þegar mikið álag er á símkerfinu rata símtöl ekki á málalista. Undanfarið hefur staðið yfir sameiginleg vinna hjá neyðarlínunni og ríkislögreglustjóra við að bæta símkerfið. „Við erum akkúrat að reyna að fyrirbyggja þessi tvöföldu símtöl, að það sé fyrst hringt inn til neyðarlínu og svo flutt yfir til lögreglu. Þannig að við frekar reynum að svara einu sinni og það samstarf er að þéttast núna mjög og verður tilraunaverkefni strax í næstu viku. Við erum að gera allt sem ið getum til að þetta geti ekki endurtekið sig,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri.
Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34 Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20 Lést í húsbílabrunanum Líkamsleifar sem taldar eru af manni á fertugsaldri fundist í rústum húsbíls sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu. Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum í nótt eða framan af degi að hafa samband. 10. október 2020 22:46 Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Snjóar sunnan- og vestanlands í kvöld Veður Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Sjá meira
Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34
Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20
Lést í húsbílabrunanum Líkamsleifar sem taldar eru af manni á fertugsaldri fundist í rústum húsbíls sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu. Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum í nótt eða framan af degi að hafa samband. 10. október 2020 22:46