Bleika slaufan til styrktar krabbameinsrannsóknum Sigríður Gunnarsdóttir skrifar 14. október 2020 07:00 Í október stendur Krabbameinsfélagið að venju fyrir átakinu Bleiku slaufunni en að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu hennar til krabbameinsrannsókna. Krabbameinsfélagið hefur stundað öflugar rannsóknir frá stofnun félagsins fyrir næstum 70 árum og styrkir að auki rannsóknir annarra í gegnum vísindasjóð. Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands var stofnaður í desember 2015 af Krabbameinsfélaginu og aðildarfélögum þess ásamt því að tveir eldri sjóðir, Ingibjargarsjóður og Kristínarsjóður, runnu inn í hinn nýja sjóð. Stofnfé sjóðsins voru 250 milljónir króna. Krabbameinsfélag Íslands er stærsti bakhjarl sjóðsins og veitti 112 milljónum króna til sjóðsins á árunum 2017-2019. Hlutverk sjóðsins er að styrkja íslenskar rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Sjóðurinn styrkir sérstaklega krabbameinsrannsóknir sem beinast að börnum. Alls hefur rúmlega 227 milljónum króna verið úthlutað til 30 vísindarannsókna á síðustu fjórum árum. Með tilkomu sjóðsins hafa tækifæri til krabbameinsrannsókna á Íslandi eflst til muna. Áreiðanleg fjármögnun er forsenda þess að hægt sé að halda öflugu vísindastarfi gangandi. Krabbameinsrannssóknir taka tíma og krefjast sérhæfðrar þekkingar, mannafla, og tækjakosts. Til að gefa dæmi um hvaða þættir rannsókna eru styrktir veitti sjóðurinn í vor 30 milljónum króna í laun doktorsnema, 12 milljónum í laun nýdoktora og lækna í rannsóknaleyfi, 12 milljónum í laun meistaranema, 7 milljónum í efniskostnað og 8 milljónum króna í aðkeypta þjónustu, til dæmis vegna sérhæfðra greininga á sýnum. Rannsóknirnar sem hafa hlotið styrki úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins eru fjölbreyttar og má nefna faraldsfræðirannsóknir, grunnrannsóknir, klínískar rannsóknir og rannsóknir sem brúa bilið milli þessara sviða. Hver og ein leggja rannsóknirnar sitt af mörkum fyrir framfarir í baráttunni gegn krabbameinum. Hvert og eitt okkar getur lagt lóð á vogaskálarnar með kaupum á Bleiku slaufunni. Saman vinnum við að framförum. Styðjum krabbameinsrannsóknir. Höfundur er formaður stjórnar Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands. Nánar má lesa um félagið og starfsemi á þess á heimasíðu Krabbameinsfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Halldór 04.01.2025 Halldór Heiður í tölum Gunnar Smári Egilsson Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Í október stendur Krabbameinsfélagið að venju fyrir átakinu Bleiku slaufunni en að þessu sinni rennur allur ágóði af sölu hennar til krabbameinsrannsókna. Krabbameinsfélagið hefur stundað öflugar rannsóknir frá stofnun félagsins fyrir næstum 70 árum og styrkir að auki rannsóknir annarra í gegnum vísindasjóð. Vísindasjóður Krabbameinsfélags Íslands var stofnaður í desember 2015 af Krabbameinsfélaginu og aðildarfélögum þess ásamt því að tveir eldri sjóðir, Ingibjargarsjóður og Kristínarsjóður, runnu inn í hinn nýja sjóð. Stofnfé sjóðsins voru 250 milljónir króna. Krabbameinsfélag Íslands er stærsti bakhjarl sjóðsins og veitti 112 milljónum króna til sjóðsins á árunum 2017-2019. Hlutverk sjóðsins er að styrkja íslenskar rannsóknir á orsökum krabbameina, forvörnum, meðferð og lífsgæðum sjúklinga. Sjóðurinn styrkir sérstaklega krabbameinsrannsóknir sem beinast að börnum. Alls hefur rúmlega 227 milljónum króna verið úthlutað til 30 vísindarannsókna á síðustu fjórum árum. Með tilkomu sjóðsins hafa tækifæri til krabbameinsrannsókna á Íslandi eflst til muna. Áreiðanleg fjármögnun er forsenda þess að hægt sé að halda öflugu vísindastarfi gangandi. Krabbameinsrannssóknir taka tíma og krefjast sérhæfðrar þekkingar, mannafla, og tækjakosts. Til að gefa dæmi um hvaða þættir rannsókna eru styrktir veitti sjóðurinn í vor 30 milljónum króna í laun doktorsnema, 12 milljónum í laun nýdoktora og lækna í rannsóknaleyfi, 12 milljónum í laun meistaranema, 7 milljónum í efniskostnað og 8 milljónum króna í aðkeypta þjónustu, til dæmis vegna sérhæfðra greininga á sýnum. Rannsóknirnar sem hafa hlotið styrki úr Vísindasjóði Krabbameinsfélagsins eru fjölbreyttar og má nefna faraldsfræðirannsóknir, grunnrannsóknir, klínískar rannsóknir og rannsóknir sem brúa bilið milli þessara sviða. Hver og ein leggja rannsóknirnar sitt af mörkum fyrir framfarir í baráttunni gegn krabbameinum. Hvert og eitt okkar getur lagt lóð á vogaskálarnar með kaupum á Bleiku slaufunni. Saman vinnum við að framförum. Styðjum krabbameinsrannsóknir. Höfundur er formaður stjórnar Vísindasjóðs Krabbameinsfélags Íslands. Nánar má lesa um félagið og starfsemi á þess á heimasíðu Krabbameinsfélagsins.
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt Skoðun