Innlent

Þjófnaðir og akstur undir áhrifum

Telma Tómasson skrifar
Það var fremur rólegt á lögregluvaktinni í gærkvöldi og nótt.
Það var fremur rólegt á lögregluvaktinni í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm

Lögregluvaktin á höfuðborgarsvæðinu var heldur róleg í gærkvöldi og nótt, þó voru höfð afskipti af nokkrum ökumönnum undir áhrifum og þjófum sem staðnir voru að búðarhnupli.

Fjórir ökumenn voru stöðvaðir grunaðir um akstur undir áhrifum fíkniefna eða áfengis, tveir sviptir ökuréttindum og einn missti réttindin til bráðabirgða.

Laust eftir klukkan níu í gærkvöldi barst svo tilkynning um að ekið hefði verið á kyrrstæða bifreið, en að sá sem tjóninu olli hefði ekið af vettvangi.

Vitni náði skráningarnúmeri bifreiðar hans og var haft samband við eigandann. Kom í ljós að ökumaðurinn er 17 ára og fór lögregla í heimsókn til piltsins og foreldra hans. Tilkynning var einnig send til Barnaverndar.

Tilkynnt var um hnupl í tveimur verslunum í Reykjavík og þá rannsakar lögreglan þjófnað í veitingasölu í Breiðholti. Þar var farið inn í aðstöðu starfsmanna og yfirhöfnum stolið sem í voru bíllyklar og önnur verðmæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×