Nafn mannsins sem lést í húsbílabruna í Grafningi Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. október 2020 14:37 Einar Jónsson var fæddur árið 1982. Hann var ókvæntur og barnlaus. Lögreglan Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur með rannsókn sinni staðfest að líkamsleifar manns sem lést í bruna í húsbíl í Grafningi síðasta föstudag séu af Einari Jónssyni, fæddum 21. ágúst 1982. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Einar var með lögheimili að Akraseli 5 í Reykjavík. Hann var ókvæntur og barnlaus. Þá segir í tilkynningu lögreglu að krufning hafi farið fram í gær. Af bráðabirgðaniðurstöðum hennar megi ráða að Einar hafi látist af völdum súrefnisskorts vegna brunans í bílnum. Endanlegrar niðurstöðu þeirra rannsókna sem fylgja krufningunni, sem og niðurstöðu rannsóknar tæknideildar um eldsupptök, er nú beðið. „Sú vinna er tímafrek og fyrir liggur að hún muni taka einhverjar vikur. Ekki er að vænta frekari upplýsinga frá lögreglu um rannsóknina að sinni,“ segir í tilkynningu. Fram hefur komið að þrír hundar Einars brunnu inni með honum þegar eldur kom upp í húsbílnum í landi Torfastaða í Grafningi á föstudag. Þá var einnig greint frá því í kjölfar brunans að enginn hjá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra hefði svarað áframsendu símtali vegna brunans frá Neyðarlínunni á föstudagskvöld. Innhringjandi gafst upp eftir 57 sekúndur. Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem sagður var hafa valdið því að símtalið skilaði sér ekki til lögreglu, var lagaður á mánudag. Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Lögregla og Neyðarlína í nánara samstarf Búið er að ganga úr skugga um að allar ábendingar sem berast Neyðarlínu og fjarskiptamiðstöð lögreglu fari réttar boðleiðir, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Unnið er að breyttu verklagi og nánara samstarfi milli lögreglu og neyðarvarða. 13. október 2020 19:01 Hönnunargalli í kerfi neyðarlínunnar hefur verið lagaður Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem olli því að símtal um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi skilaði sér ekki til lögreglu, hefur verið lagaður að sögn ríkislögreglustjóra. 12. október 2020 22:29 Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur með rannsókn sinni staðfest að líkamsleifar manns sem lést í bruna í húsbíl í Grafningi síðasta föstudag séu af Einari Jónssyni, fæddum 21. ágúst 1982. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Einar var með lögheimili að Akraseli 5 í Reykjavík. Hann var ókvæntur og barnlaus. Þá segir í tilkynningu lögreglu að krufning hafi farið fram í gær. Af bráðabirgðaniðurstöðum hennar megi ráða að Einar hafi látist af völdum súrefnisskorts vegna brunans í bílnum. Endanlegrar niðurstöðu þeirra rannsókna sem fylgja krufningunni, sem og niðurstöðu rannsóknar tæknideildar um eldsupptök, er nú beðið. „Sú vinna er tímafrek og fyrir liggur að hún muni taka einhverjar vikur. Ekki er að vænta frekari upplýsinga frá lögreglu um rannsóknina að sinni,“ segir í tilkynningu. Fram hefur komið að þrír hundar Einars brunnu inni með honum þegar eldur kom upp í húsbílnum í landi Torfastaða í Grafningi á föstudag. Þá var einnig greint frá því í kjölfar brunans að enginn hjá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra hefði svarað áframsendu símtali vegna brunans frá Neyðarlínunni á föstudagskvöld. Innhringjandi gafst upp eftir 57 sekúndur. Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem sagður var hafa valdið því að símtalið skilaði sér ekki til lögreglu, var lagaður á mánudag.
Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Lögregla og Neyðarlína í nánara samstarf Búið er að ganga úr skugga um að allar ábendingar sem berast Neyðarlínu og fjarskiptamiðstöð lögreglu fari réttar boðleiðir, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Unnið er að breyttu verklagi og nánara samstarfi milli lögreglu og neyðarvarða. 13. október 2020 19:01 Hönnunargalli í kerfi neyðarlínunnar hefur verið lagaður Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem olli því að símtal um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi skilaði sér ekki til lögreglu, hefur verið lagaður að sögn ríkislögreglustjóra. 12. október 2020 22:29 Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Lögregla og Neyðarlína í nánara samstarf Búið er að ganga úr skugga um að allar ábendingar sem berast Neyðarlínu og fjarskiptamiðstöð lögreglu fari réttar boðleiðir, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Unnið er að breyttu verklagi og nánara samstarfi milli lögreglu og neyðarvarða. 13. október 2020 19:01
Hönnunargalli í kerfi neyðarlínunnar hefur verið lagaður Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem olli því að símtal um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi skilaði sér ekki til lögreglu, hefur verið lagaður að sögn ríkislögreglustjóra. 12. október 2020 22:29
Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34