Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ritstjórn skrifar

Sóttvarnalæknir telur að þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins verði stærri en sú fyrsta en aldrei hafa fleiri verið í einangrun en nú. Hann ætlar að skila nýju minnisblaði til heilbrigðisráðherra á morgun. Skólastjórnendur búa sig undir að áhrifa faraldursins gæti á skólastarf allt skólaárið.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. Einnig verður rætt við formann Félags eldri borgara um áhrif faraldursins en hún segir þungt hljóð í mörgum sem kvíða einangrun í vetur.

Um níutíu prósent lífeyrisþega fengu rangar greiðslur frá Tryggingastofnun á árunum 2016 til 2019 samkvæmt nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar. Úttektin var kynnt þingmönnum í morgun og rætt verður við formann velferðarnefndar um málið.

Hátt í sextíu verslunarrými standa auð í miðbænum samkvæmt nýrri könnun. Það er margfalt meira en í Kringlunni og Smáralind. Almennt virðist verslun hins vegar ganga afar vel nema í lundabúðum en mörgum þeirra hefur verið lokað í faraldrinum. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×