„Ekki sanngjarnara að klára mótið en að blása það af“ Sindri Sverrisson skrifar 15. október 2020 15:31 Sigurður Heiðar Höskuldsson hefur stýrt Leikni með góðum árangri og skrifaði í sumar undir samning um að þjálfa liðið áfram næstu þrjú ár. Leiknir/Haukur Gunnarsson „Þetta er farið að verða eitthvað annað en mótið sem við byrjuðum á,“ segir Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis Reykjavík. Hann dregur í efa að sanngjarnara sé að klára Íslandsmótið í fótbolta en að blása það af núna. Sigurður segir Leiknismenn ekki mótfallna því að klára mótið en bendir á að liðin í Lengjudeildinni hafi ekki setið við sama borð síðustu daga. Lið utan höfuðborgarsvæðisins mega æfa en það mega Leiknismenn ekki vegna tilmæla sóttvarnayfirvalda. Miðað við orð sóttvarnalæknis á upplýsingafundi í dag er ekki útlit fyrir að það breytist á næstunni. Stjórn KSÍ samþykkti reglugerð í sumar þar sem segir að Íslandsmótinu skuli lokið í síðasta lagi 1. desember, og að nóg sé að 2/3 hluta leikja sé lokið til að mótið telji. Tvær umferðir eru eftir af Lengjudeildinni og KSÍ hefur ekki gefið annað út en að enn sé stefnt á að klára mótið. Eins og staðan er núna í Lengjudeildinni færu Keflavík og Leiknir upp í Pepsi Max-deildina ef ekki yrði meira spilað, en Fram sæti eftir með sárt ennið vegna lakari markatölu en Leiknir. Menn í sóttkví, sum lið mega æfa og spilað á öðrum völlum „Það verður að hafa í huga að við erum náttúrulega í þeirri stöðu að það myndi henta okkur að mótið væri blásið af. Að sama skapi finnst okkur við búnir að vinna inn fyrir því að fara upp, það er það mikið búið af mótinu. Við verðum alla vega að fara að fá svör um hvenær við megum byrja að æfa og hvenær verður spilað,“ segir Sigurður, og bætir við: Leiknismenn hafa átt góðu gengi að fagna í sumar og gætu spilað í Pepsi Max deildinni á næsta ári.stöð 2 sport „Ef ég væri í sömu stöðu og Fram væri ég eflaust brjálaður og vildi að mótið yrði klárað sama hvað. En mér finnst sanngirnin í mótinu vera að hverfa ef það verður haldið áfram. Að minnsta kosti virðist ekki sanngjarnara að klára mótið en að blása það af. Manni líður eins og að þetta sé að verða keppni í því hvaða lið er með fæsta í sóttkví og slíkt. Sum lið hafa getað verið að æfa á fullu en önnur ekki neitt, lið úti á landi þurfa að spila á öðrum völlum en þau eru vön vegna veðurs, og svo framvegis.“ Eiga eftir leiki við lið sem mega æfa að vild Leiknir á eftir tvo leiki, við Grindavík og Þór sem bæði hafa getað æft af fullum krafti undanfarið. Sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu voru hins vegar hertar 7. október. „Þetta er orðið langt tímabil, menn eru orðnir þreyttir, á fullu í skóla og slíkt, og svo koma tveir mikilvægustu leikirnir á ferlinum þeirra svo þeir þora varla að fara út úr húsi því þeir eru svo hræddir um að missa af leikjunum. Ef við hefðum spilað á móti Grindavík um daginn hefði ég verið með þrjá lykilmenn í sóttkví. Þetta er mjög óþægileg staða,“ segir Sigurður. Lengjudeildin Leiknir Reykjavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. 15. október 2020 11:32 KSÍ frestar öllum leikjum til og með 19. október Engir leikir verða á vegum Knattspyrnusambands Íslands fyrr en í fyrsta lagi 20. október. 9. október 2020 13:15 Lokastaðan ef ekki verður meira spilað: Blikar sleppa inn í Evrópukeppni Valur verður Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna í fótbolta ef að ekki verða spilaðir fleiri leikir í Pepsi Max-deildunum á leiktíðinni. 6. október 2020 13:50 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport „Holan var of djúp“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira
„Þetta er farið að verða eitthvað annað en mótið sem við byrjuðum á,“ segir Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis Reykjavík. Hann dregur í efa að sanngjarnara sé að klára Íslandsmótið í fótbolta en að blása það af núna. Sigurður segir Leiknismenn ekki mótfallna því að klára mótið en bendir á að liðin í Lengjudeildinni hafi ekki setið við sama borð síðustu daga. Lið utan höfuðborgarsvæðisins mega æfa en það mega Leiknismenn ekki vegna tilmæla sóttvarnayfirvalda. Miðað við orð sóttvarnalæknis á upplýsingafundi í dag er ekki útlit fyrir að það breytist á næstunni. Stjórn KSÍ samþykkti reglugerð í sumar þar sem segir að Íslandsmótinu skuli lokið í síðasta lagi 1. desember, og að nóg sé að 2/3 hluta leikja sé lokið til að mótið telji. Tvær umferðir eru eftir af Lengjudeildinni og KSÍ hefur ekki gefið annað út en að enn sé stefnt á að klára mótið. Eins og staðan er núna í Lengjudeildinni færu Keflavík og Leiknir upp í Pepsi Max-deildina ef ekki yrði meira spilað, en Fram sæti eftir með sárt ennið vegna lakari markatölu en Leiknir. Menn í sóttkví, sum lið mega æfa og spilað á öðrum völlum „Það verður að hafa í huga að við erum náttúrulega í þeirri stöðu að það myndi henta okkur að mótið væri blásið af. Að sama skapi finnst okkur við búnir að vinna inn fyrir því að fara upp, það er það mikið búið af mótinu. Við verðum alla vega að fara að fá svör um hvenær við megum byrja að æfa og hvenær verður spilað,“ segir Sigurður, og bætir við: Leiknismenn hafa átt góðu gengi að fagna í sumar og gætu spilað í Pepsi Max deildinni á næsta ári.stöð 2 sport „Ef ég væri í sömu stöðu og Fram væri ég eflaust brjálaður og vildi að mótið yrði klárað sama hvað. En mér finnst sanngirnin í mótinu vera að hverfa ef það verður haldið áfram. Að minnsta kosti virðist ekki sanngjarnara að klára mótið en að blása það af. Manni líður eins og að þetta sé að verða keppni í því hvaða lið er með fæsta í sóttkví og slíkt. Sum lið hafa getað verið að æfa á fullu en önnur ekki neitt, lið úti á landi þurfa að spila á öðrum völlum en þau eru vön vegna veðurs, og svo framvegis.“ Eiga eftir leiki við lið sem mega æfa að vild Leiknir á eftir tvo leiki, við Grindavík og Þór sem bæði hafa getað æft af fullum krafti undanfarið. Sóttvarnaaðgerðir á höfuðborgarsvæðinu voru hins vegar hertar 7. október. „Þetta er orðið langt tímabil, menn eru orðnir þreyttir, á fullu í skóla og slíkt, og svo koma tveir mikilvægustu leikirnir á ferlinum þeirra svo þeir þora varla að fara út úr húsi því þeir eru svo hræddir um að missa af leikjunum. Ef við hefðum spilað á móti Grindavík um daginn hefði ég verið með þrjá lykilmenn í sóttkví. Þetta er mjög óþægileg staða,“ segir Sigurður.
Lengjudeildin Leiknir Reykjavík Íslenski boltinn Tengdar fréttir „Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. 15. október 2020 11:32 KSÍ frestar öllum leikjum til og með 19. október Engir leikir verða á vegum Knattspyrnusambands Íslands fyrr en í fyrsta lagi 20. október. 9. október 2020 13:15 Lokastaðan ef ekki verður meira spilað: Blikar sleppa inn í Evrópukeppni Valur verður Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna í fótbolta ef að ekki verða spilaðir fleiri leikir í Pepsi Max-deildunum á leiktíðinni. 6. október 2020 13:50 Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport „Holan var of djúp“ Körfubolti Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti Fleiri fréttir „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ „Taka hringi á jörðinni og öskra eins og þú sért að fæða barn“ Besta spáin 2025: Skjöldurinn fer ekki neitt Besta-spáin 2025: Nýir tímar en sömu væntingar á Hlíðarenda Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Daði leggur skóna á hilluna Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Lærðu að fagna eins og verðandi feður Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira
„Ekki mikið rúm fyrir miklar tilslakanir“ Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekki mikið svigrúm til tilslakana frá þeim sóttvarnaaðgerðum sem nú eru í gildi og renna út næstkomandi mánudag. Ástæðan sé sú að faraldurinn sé ekki í rénun. 15. október 2020 11:32
KSÍ frestar öllum leikjum til og með 19. október Engir leikir verða á vegum Knattspyrnusambands Íslands fyrr en í fyrsta lagi 20. október. 9. október 2020 13:15
Lokastaðan ef ekki verður meira spilað: Blikar sleppa inn í Evrópukeppni Valur verður Íslandsmeistari karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna í fótbolta ef að ekki verða spilaðir fleiri leikir í Pepsi Max-deildunum á leiktíðinni. 6. október 2020 13:50