Innlent

Odd­eyrar­skóla lokað og allir í úr­vinnslu­sótt­kví eftir smit

Atli Ísleifsson skrifar
Í Oddeyrarskóla eru 195 nemendur og 45 starfsmenn.
Í Oddeyrarskóla eru 195 nemendur og 45 starfsmenn. Oddeyrarskóli

Oddeyrarskóla á Akureyri hefur verið lokað og sætir nú allt starfsfólk og nemendur úrvinnslusóttkví eftir að nemandi á miðstigi greindist með staðfest smit af Covid-19.

Starfsfólk og nemendur sæta úrvinnslusóttkví á meðan smitrakning fer fram, að því er segir í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra.

„Starfsfólk, nemendur og foreldrar þeirra eru beðnir um að fylgjast vel með því hvort fram komi einkenni sjúkdómsins og er bent á að hafa samband við heilsugæsluna ef grunur vaknar um smit. Enn er óupplýst hver uppruni smitsins er en smitrakning er hafin.

Í tilkynningu frá skólanum kemur fram að hann verður lokaður mánudaginn 19. október vegna þessa og síðan taka við haustfrí út næstu viku. Í Oddeyrarskóla eru 195 nemendur og 45 starfsmenn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×