Innlent

Allir í­búarnir fimm út­skrifaðir úr ein­angrun

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hluti starfsfólksins sem sinnti Covid-sjúklingum á Eir.
Hluti starfsfólksins sem sinnti Covid-sjúklingum á Eir. Eir

Allir fimm íbúar hjúkrunarheimilisins Eirar sem greindust með kórónuveiruna í lok september hafa verið útskrifaðir úr einangrun. Þeir eru við góða heilsu, að því er fram kemur í tilkynningu frá Eir. 

Íbúarnir voru allir fluttir á sameiginlega einangrunardeild innan hjúkrunarheimilisins við greiningu. Starfsfólk af öllum sviðum heimilisins, auk Covid-göngudeildar og smitsjúkdómadeildar Landspítala, kom að meðhöndlun þeirra. 

Fram kemur í tilkynningu hjúkrunarheimilisins að það sé stolt af starfsfólki sínu. Þá hafi starfsfólk úr bakvarðasveit verið kærkomin viðbót í hópinn sem fyrir var. 

Nokkuð hefur borið á því að íbúar hjúkrunarheimila greinist með kórónuveiruna í bylgju faraldursins sem nú gengur yfir. Nokkrir íbúar á hjúkrunarheimilum Hrafnistu hafa greinst með veiruna á síðustu vikum, auk íbúanna á Eir. 


Tengdar fréttir

Nauðsynlegt að opna sérstaka Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila

Verri árangur hefur náðst í þriðju bylgju kórónuveirufaraldursins þegar kemur að hjúkrunarheimilum að sögn forstjóra Hrafnistu. Samtök fyrirtækja í velferðaþjónustu telja nauðsynlegt að koma á fót sérstakri Covid-19 deild fyrir smitaða íbúa hjúkrunarheimila sem hafa lítil eða engin einkenni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×