Er stjórnsýslan í algjörum molum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar 19. október 2020 09:00 Nýlega bárust fregnir af því að ákveðið hefur verið að falla frá þeirri aðgerð að leggja á urðunarskatt. Samt hefur þetta verið í aðgerðaráætlun stjórnvalda frá 2018 og samráð farið fram við Samband Íslenskra Sveitafélaga og Sorpu. Ekki virðist hafa verið nægilegur vilji inni í Fjármál og efnahags- og Umhverfis og auðlinda-ráðuneytunum til þess að framfylgja málinu alla leið. Hér er atburðarásin, eða að minnsta kosti sú sem er sýnileg á vef alþingis. Yfirlit yfir feril málsins: -Urðunarskattur var hluti af aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum sem var fyrst gefin út í september 2018. -SÍS var gefinn kostur á því að koma að ábendingum um þann hluta frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020 sem fjallaði um urðunarskatt áður en það var lagt fram á Alþingi og lagðist sambandið eindregið gegn frumvarpinu, sjá þá umsögn hér. Sú umsögn er dagsett 28. ágúst 2019. -Þegar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020 var lagt fram 11. september 2019 skiluðu SÍS og Sorpa inn umsögn sérstaklega um urðunarskattinn. Sjá umsögn SÍS hér. Sjá umsögn Sorpu hér. SÍS tók sérstaklega fram í umsögn sinni að ekki hefði verið brugðist við athugasemdum þess frá 28. ágúst 2019. -Vegna gagnrýni SÍS og Sorpu ákvað meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar að skila inn nefndarálitisem ráðlagði brottfall ákvæðisins um urðunarskatt. Einnig beindi meirihlutinn því til fjármála- og efnahagsráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis að vinna að gerð nýs frumvarps til breytingar á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta þar sem lögfest verði innheimta urðunarskatts, að teknu tilliti til framangreindra atriða. Í nefndaráliti kemur fram: Mikilvægt er að þessari vinnu verði hraðað og að haft verði samráð við sveitarfélögin og Sorpu um lagabreytingarnar. -Önnur útgáfa af aðgeðaráætlun í loftslagsmálum var gefin út júní 2020 þar sem kemur fram útfærsla á urðunarskatti. -Í byrjun október 2020 var tilkynnt að ekkert verði af urðunarskatti, 4 mánuðum eftir að aðgerðaráætlunin kemur fram. Fráfallið getur virst ekki svo alvarlegt í fyrstu. Þetta skilur “bara” eftir sig gat í aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum upp á 28 þúsund CO2 ígildi á ári. Til samanburðar þá losaði urðun sorps 214 þúsund CO2 ígildi árið 2018. Munum að allur sá árangur sem ekki næst fyrir árið 2030 mun komandi kynslóð þurfa að bæta upp fyrir á áratugnum á eftir vegna þess að Ísland stefnir að kolefnishlutleysi 2040. En það er ekki nóg með það. Umrædd ákvörðun ríkisstjórnar er fordæmisgefandi og það vekur áhyggjur um að fleiri aðgerðir í aðgerðaáætluninni verði ekki að veruleika af svipuðum ástæðum. Í úttekt Capacent á stjórnsýslu í loftslagsmálum sem unnin var í samvinnu við loftslagsráð segir “Framkvæmdavald á öllum stjórnsýslustigum gegnir lykilhlutverki en stórauka þarf samstillingu milli og innan stjórnsýslustiga og getu til að virkja framfaravilja, nýsköpunarkraft og samheldni þeirra sem landið byggja” Úttektin kom út í júní 2020 og lýsir vandamálinu. Fráfall frá urðunarskatti er því líklega sýnidæmi af því sem koma skal verði ekki átak innan stjórnsýslunnar. Með því að setja fram aðgerðaráætlun sem síðan ekki ríkir samstaða um er almenningi gefið falskt öryggi. Ímynd stjórnvalda bendir til að málefnið skipti þau máli en gjörðirnar sýna annað. Verður fleiri málefnum leyft að staðna og síðan fallið frá þeim vegna þess að ekki er nægilegt samstarf milli stjórnsýslustiga? Það er augljóst að hér skortir einfaldlega vilja og málefnið er ekki hátt í forgangsröðinni. Aðgerðaráætlunin eins og hún er nú er ekki nógu metnaðarfull að mati Ungra umhverfissinna (UU), Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) og Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Sjá umsögn hér. Í ljósi þess er enn mikilvægara að allar aðgerðir sem í henni eru verði að veruleika. Annað er vanvirðing við okkur öll. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skattar og tollar Umhverfismál Sorpa Stjórnsýsla Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Nýlega bárust fregnir af því að ákveðið hefur verið að falla frá þeirri aðgerð að leggja á urðunarskatt. Samt hefur þetta verið í aðgerðaráætlun stjórnvalda frá 2018 og samráð farið fram við Samband Íslenskra Sveitafélaga og Sorpu. Ekki virðist hafa verið nægilegur vilji inni í Fjármál og efnahags- og Umhverfis og auðlinda-ráðuneytunum til þess að framfylgja málinu alla leið. Hér er atburðarásin, eða að minnsta kosti sú sem er sýnileg á vef alþingis. Yfirlit yfir feril málsins: -Urðunarskattur var hluti af aðgerðaráætlun Íslands í loftslagsmálum sem var fyrst gefin út í september 2018. -SÍS var gefinn kostur á því að koma að ábendingum um þann hluta frumvarps til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020 sem fjallaði um urðunarskatt áður en það var lagt fram á Alþingi og lagðist sambandið eindregið gegn frumvarpinu, sjá þá umsögn hér. Sú umsögn er dagsett 28. ágúst 2019. -Þegar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna fjárlaga fyrir árið 2020 var lagt fram 11. september 2019 skiluðu SÍS og Sorpa inn umsögn sérstaklega um urðunarskattinn. Sjá umsögn SÍS hér. Sjá umsögn Sorpu hér. SÍS tók sérstaklega fram í umsögn sinni að ekki hefði verið brugðist við athugasemdum þess frá 28. ágúst 2019. -Vegna gagnrýni SÍS og Sorpu ákvað meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar að skila inn nefndarálitisem ráðlagði brottfall ákvæðisins um urðunarskatt. Einnig beindi meirihlutinn því til fjármála- og efnahagsráðuneytis og umhverfis- og auðlindaráðuneytis að vinna að gerð nýs frumvarps til breytingar á lögum um umhverfis- og auðlindaskatta þar sem lögfest verði innheimta urðunarskatts, að teknu tilliti til framangreindra atriða. Í nefndaráliti kemur fram: Mikilvægt er að þessari vinnu verði hraðað og að haft verði samráð við sveitarfélögin og Sorpu um lagabreytingarnar. -Önnur útgáfa af aðgeðaráætlun í loftslagsmálum var gefin út júní 2020 þar sem kemur fram útfærsla á urðunarskatti. -Í byrjun október 2020 var tilkynnt að ekkert verði af urðunarskatti, 4 mánuðum eftir að aðgerðaráætlunin kemur fram. Fráfallið getur virst ekki svo alvarlegt í fyrstu. Þetta skilur “bara” eftir sig gat í aðgerðaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum upp á 28 þúsund CO2 ígildi á ári. Til samanburðar þá losaði urðun sorps 214 þúsund CO2 ígildi árið 2018. Munum að allur sá árangur sem ekki næst fyrir árið 2030 mun komandi kynslóð þurfa að bæta upp fyrir á áratugnum á eftir vegna þess að Ísland stefnir að kolefnishlutleysi 2040. En það er ekki nóg með það. Umrædd ákvörðun ríkisstjórnar er fordæmisgefandi og það vekur áhyggjur um að fleiri aðgerðir í aðgerðaáætluninni verði ekki að veruleika af svipuðum ástæðum. Í úttekt Capacent á stjórnsýslu í loftslagsmálum sem unnin var í samvinnu við loftslagsráð segir “Framkvæmdavald á öllum stjórnsýslustigum gegnir lykilhlutverki en stórauka þarf samstillingu milli og innan stjórnsýslustiga og getu til að virkja framfaravilja, nýsköpunarkraft og samheldni þeirra sem landið byggja” Úttektin kom út í júní 2020 og lýsir vandamálinu. Fráfall frá urðunarskatti er því líklega sýnidæmi af því sem koma skal verði ekki átak innan stjórnsýslunnar. Með því að setja fram aðgerðaráætlun sem síðan ekki ríkir samstaða um er almenningi gefið falskt öryggi. Ímynd stjórnvalda bendir til að málefnið skipti þau máli en gjörðirnar sýna annað. Verður fleiri málefnum leyft að staðna og síðan fallið frá þeim vegna þess að ekki er nægilegt samstarf milli stjórnsýslustiga? Það er augljóst að hér skortir einfaldlega vilja og málefnið er ekki hátt í forgangsröðinni. Aðgerðaráætlunin eins og hún er nú er ekki nógu metnaðarfull að mati Ungra umhverfissinna (UU), Stúdentaráðs Háskóla Íslands (SHÍ) og Landssamtaka íslenskra stúdenta (LÍS). Sjá umsögn hér. Í ljósi þess er enn mikilvægara að allar aðgerðir sem í henni eru verði að veruleika. Annað er vanvirðing við okkur öll. Höfundur er formaður Ungra umhverfissinna.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun