Fauci kom ekkert á óvart að Trump smitaðist Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2020 11:12 Anthony Fauci þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd um viðbrögð alríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum í síðasta mánuði. Vísir/Getty Veikindi Donalds Trump Bandaríkjaforseta af völdum kórónuveirunnar komu Anthony Fauci, helsta sóttvarnasérfræðingi Bandaríkjastjórnar, ekki ögn á óvart eftir að hann sé Trump taka þátt í viðburði í Hvíta húsinu þar sem sóttvarnatilmæli voru virt að vettugi. Í viðtali lýsir Fauci hótunum sem hann og fjölskylda hans hafa fengið frá því að hann varð að andliti sóttvarnaaðgerða í landinu. Trump greindist smitaður af kórónuveirunni 1. október og dvaldi í þrjár nætur á sjúkrahúsi þar sem hann fékk meðal annars tilraunalyf. Fjöldi starfsmanna Hvíta hússins og þingmanna repúblikana sýktust um sama leyti en margir þeirra höfðu verið viðstaddir viðburð í Hvíta húsinu viku fyrr þar sem Trump kynnti Amy Coney Barrett sem hæstaréttardómaraefni sitt. Fáir virtu sóttvarnareglur á viðburðinum. Í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur í gær var Fauci spurður hvort það hafi komið honum á óvart að Trump smitaðist. „Alls ekki,“ svaraði Fauci. „Ég óttaðist að hann ætti eftir að veikjast þegar ég sá hann í algerlega varhugarverðum aðstæðum í mannfjölda, enginn aðskilnaður á milli fólks og nánast enginn með grímu. Þegar ég sá það í sjónvarpinu sagði ég „Hamingjan hjálpi mér. Ekkert gott getur komið út úr þessu, þetta hlýtur að verða vandamál“ Og það var og, þetta reyndist vera ofurdreifaraviðburður,“ sagði Fauci sem er yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Takmarka aðgang fjölmiðla að Fauci Trump forseti hefur frá upphafi faraldursins reynt að gera sem minnst úr hættunni af honum og heldur því enn áfram þrátt fyrir að á þriðja hundrað þúsunds manns hafi nú látist í honum. Forsetinn hefur einnig markvisst grafið undan tilmælum eigin ríkisstjórnar um að fólk noti grímu og gæti að félagsforðun. Sóttvarnasérfræðingar ríkisstjórnarinnar reyndu lengi vel að styggja ekki forsetann með því að bera til baka rangar fullyrðingar hans um faraldurinn, þar á meðal Fauci. Undanfarið hefur Fauci þó gengið ákveðnar fram og ekki veigrað sér við að andmæla forsetanum, meðal annars þegar framboð Trump sleit ummæli hans úr samhengi í kosningaauglýsingu. „Ég lýsi ekki yfir stuðningi við neinn frambjóðanda, né mun ég nokkru sinni gera það. Hér er ég og þeir setja mig í miðja kosningaauglýsingu sem mér fannst svívirðilegt,“ segir Fauci í viðtalinu. Trump sakaði Fauci í kjölfarið um að vera „demókrati“ þrátt fyrir að sóttvarnasérfræðingurinn hafi unnið að lýðheilsumálum í fimm áratugi og í stjórnartíð forseta úr báðum flokkum. Viðurkennir Fauci fúslega að Hvíta húsið takmarki verulega viðtöl sem hann veitir fjölmiðlum. Það hafi hafnað óskum fjölmargra þátta sem óskuðu eftir að fá Fauci sem viðmælanda. Once an avid runner, Dr. Anthony Fauci, now 79, power walks. Since receiving death threats, he is now accompanied by a security detail. https://t.co/lbtcL5htQS pic.twitter.com/Q3KG0kV0rV— 60 Minutes (@60Minutes) October 18, 2020 Fær „raunverulegar og trúverðugar“ hótanir Áhersla Fauci á réttar upplýsingar um sóttvarnaaðgerðir hefur farið fyrir brjóstið á Trump forseta sem hefur ítrekað vegið að lækninum í ræðu og riti. Fauci hefur þannig orðið að grýlu margra þeirra sem amast gegn sóttvarnaaðgerðum yfirvalda í Bandaríkjunum. Af þeim ástæðum hafa Fauci borist hótanir, þar á meðal líflátshótanir, og fjölskylda hans hefur verið áreitt. Lífverðir fylgja honum nú hvert fótmál. „Það er dapurlegt, sú staðreynd að lýðheilsuskilaboð til að bjarga mannslífum skuli vekja slíkt hatur og andúð á mér að það leiðir til raunverulegra og trúverðugra hótana gegn lífi mínu og öryggi. Það truflar mig samt minna en að konan mín og börn séu áreitt,“ segir Fauci. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ósáttur við að hafa verið slitinn úr samhengi í auglýsingu Trumps 11. október 2020 23:00 Segir Hvíta húsið hafa boðið upp á „ofurdreifingu“ veirunnar Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, gagnrýnir ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að hafa haldið viðburð í síðasta mánuði, sem talið er að hafi verið gróðrarstía kórónuveirunnar. 9. október 2020 23:43 Trump sagður ljúga meðvitað um kórónuveiruna Alvarleiki kórónuveirufaraldursins var Donald Trump Bandaríkjaforseta fullljós í vetur á sama tíma og hann sagði almenningi að veiran væri ekki hættulegri en hefðbundin flensa. 9. september 2020 16:47 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Veikindi Donalds Trump Bandaríkjaforseta af völdum kórónuveirunnar komu Anthony Fauci, helsta sóttvarnasérfræðingi Bandaríkjastjórnar, ekki ögn á óvart eftir að hann sé Trump taka þátt í viðburði í Hvíta húsinu þar sem sóttvarnatilmæli voru virt að vettugi. Í viðtali lýsir Fauci hótunum sem hann og fjölskylda hans hafa fengið frá því að hann varð að andliti sóttvarnaaðgerða í landinu. Trump greindist smitaður af kórónuveirunni 1. október og dvaldi í þrjár nætur á sjúkrahúsi þar sem hann fékk meðal annars tilraunalyf. Fjöldi starfsmanna Hvíta hússins og þingmanna repúblikana sýktust um sama leyti en margir þeirra höfðu verið viðstaddir viðburð í Hvíta húsinu viku fyrr þar sem Trump kynnti Amy Coney Barrett sem hæstaréttardómaraefni sitt. Fáir virtu sóttvarnareglur á viðburðinum. Í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur í gær var Fauci spurður hvort það hafi komið honum á óvart að Trump smitaðist. „Alls ekki,“ svaraði Fauci. „Ég óttaðist að hann ætti eftir að veikjast þegar ég sá hann í algerlega varhugarverðum aðstæðum í mannfjölda, enginn aðskilnaður á milli fólks og nánast enginn með grímu. Þegar ég sá það í sjónvarpinu sagði ég „Hamingjan hjálpi mér. Ekkert gott getur komið út úr þessu, þetta hlýtur að verða vandamál“ Og það var og, þetta reyndist vera ofurdreifaraviðburður,“ sagði Fauci sem er yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Takmarka aðgang fjölmiðla að Fauci Trump forseti hefur frá upphafi faraldursins reynt að gera sem minnst úr hættunni af honum og heldur því enn áfram þrátt fyrir að á þriðja hundrað þúsunds manns hafi nú látist í honum. Forsetinn hefur einnig markvisst grafið undan tilmælum eigin ríkisstjórnar um að fólk noti grímu og gæti að félagsforðun. Sóttvarnasérfræðingar ríkisstjórnarinnar reyndu lengi vel að styggja ekki forsetann með því að bera til baka rangar fullyrðingar hans um faraldurinn, þar á meðal Fauci. Undanfarið hefur Fauci þó gengið ákveðnar fram og ekki veigrað sér við að andmæla forsetanum, meðal annars þegar framboð Trump sleit ummæli hans úr samhengi í kosningaauglýsingu. „Ég lýsi ekki yfir stuðningi við neinn frambjóðanda, né mun ég nokkru sinni gera það. Hér er ég og þeir setja mig í miðja kosningaauglýsingu sem mér fannst svívirðilegt,“ segir Fauci í viðtalinu. Trump sakaði Fauci í kjölfarið um að vera „demókrati“ þrátt fyrir að sóttvarnasérfræðingurinn hafi unnið að lýðheilsumálum í fimm áratugi og í stjórnartíð forseta úr báðum flokkum. Viðurkennir Fauci fúslega að Hvíta húsið takmarki verulega viðtöl sem hann veitir fjölmiðlum. Það hafi hafnað óskum fjölmargra þátta sem óskuðu eftir að fá Fauci sem viðmælanda. Once an avid runner, Dr. Anthony Fauci, now 79, power walks. Since receiving death threats, he is now accompanied by a security detail. https://t.co/lbtcL5htQS pic.twitter.com/Q3KG0kV0rV— 60 Minutes (@60Minutes) October 18, 2020 Fær „raunverulegar og trúverðugar“ hótanir Áhersla Fauci á réttar upplýsingar um sóttvarnaaðgerðir hefur farið fyrir brjóstið á Trump forseta sem hefur ítrekað vegið að lækninum í ræðu og riti. Fauci hefur þannig orðið að grýlu margra þeirra sem amast gegn sóttvarnaaðgerðum yfirvalda í Bandaríkjunum. Af þeim ástæðum hafa Fauci borist hótanir, þar á meðal líflátshótanir, og fjölskylda hans hefur verið áreitt. Lífverðir fylgja honum nú hvert fótmál. „Það er dapurlegt, sú staðreynd að lýðheilsuskilaboð til að bjarga mannslífum skuli vekja slíkt hatur og andúð á mér að það leiðir til raunverulegra og trúverðugra hótana gegn lífi mínu og öryggi. Það truflar mig samt minna en að konan mín og börn séu áreitt,“ segir Fauci.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ósáttur við að hafa verið slitinn úr samhengi í auglýsingu Trumps 11. október 2020 23:00 Segir Hvíta húsið hafa boðið upp á „ofurdreifingu“ veirunnar Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, gagnrýnir ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að hafa haldið viðburð í síðasta mánuði, sem talið er að hafi verið gróðrarstía kórónuveirunnar. 9. október 2020 23:43 Trump sagður ljúga meðvitað um kórónuveiruna Alvarleiki kórónuveirufaraldursins var Donald Trump Bandaríkjaforseta fullljós í vetur á sama tíma og hann sagði almenningi að veiran væri ekki hættulegri en hefðbundin flensa. 9. september 2020 16:47 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Segir Hvíta húsið hafa boðið upp á „ofurdreifingu“ veirunnar Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, gagnrýnir ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að hafa haldið viðburð í síðasta mánuði, sem talið er að hafi verið gróðrarstía kórónuveirunnar. 9. október 2020 23:43
Trump sagður ljúga meðvitað um kórónuveiruna Alvarleiki kórónuveirufaraldursins var Donald Trump Bandaríkjaforseta fullljós í vetur á sama tíma og hann sagði almenningi að veiran væri ekki hættulegri en hefðbundin flensa. 9. september 2020 16:47