Fauci kom ekkert á óvart að Trump smitaðist Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2020 11:12 Anthony Fauci þegar hann bar vitni fyrir þingnefnd um viðbrögð alríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum í síðasta mánuði. Vísir/Getty Veikindi Donalds Trump Bandaríkjaforseta af völdum kórónuveirunnar komu Anthony Fauci, helsta sóttvarnasérfræðingi Bandaríkjastjórnar, ekki ögn á óvart eftir að hann sé Trump taka þátt í viðburði í Hvíta húsinu þar sem sóttvarnatilmæli voru virt að vettugi. Í viðtali lýsir Fauci hótunum sem hann og fjölskylda hans hafa fengið frá því að hann varð að andliti sóttvarnaaðgerða í landinu. Trump greindist smitaður af kórónuveirunni 1. október og dvaldi í þrjár nætur á sjúkrahúsi þar sem hann fékk meðal annars tilraunalyf. Fjöldi starfsmanna Hvíta hússins og þingmanna repúblikana sýktust um sama leyti en margir þeirra höfðu verið viðstaddir viðburð í Hvíta húsinu viku fyrr þar sem Trump kynnti Amy Coney Barrett sem hæstaréttardómaraefni sitt. Fáir virtu sóttvarnareglur á viðburðinum. Í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur í gær var Fauci spurður hvort það hafi komið honum á óvart að Trump smitaðist. „Alls ekki,“ svaraði Fauci. „Ég óttaðist að hann ætti eftir að veikjast þegar ég sá hann í algerlega varhugarverðum aðstæðum í mannfjölda, enginn aðskilnaður á milli fólks og nánast enginn með grímu. Þegar ég sá það í sjónvarpinu sagði ég „Hamingjan hjálpi mér. Ekkert gott getur komið út úr þessu, þetta hlýtur að verða vandamál“ Og það var og, þetta reyndist vera ofurdreifaraviðburður,“ sagði Fauci sem er yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Takmarka aðgang fjölmiðla að Fauci Trump forseti hefur frá upphafi faraldursins reynt að gera sem minnst úr hættunni af honum og heldur því enn áfram þrátt fyrir að á þriðja hundrað þúsunds manns hafi nú látist í honum. Forsetinn hefur einnig markvisst grafið undan tilmælum eigin ríkisstjórnar um að fólk noti grímu og gæti að félagsforðun. Sóttvarnasérfræðingar ríkisstjórnarinnar reyndu lengi vel að styggja ekki forsetann með því að bera til baka rangar fullyrðingar hans um faraldurinn, þar á meðal Fauci. Undanfarið hefur Fauci þó gengið ákveðnar fram og ekki veigrað sér við að andmæla forsetanum, meðal annars þegar framboð Trump sleit ummæli hans úr samhengi í kosningaauglýsingu. „Ég lýsi ekki yfir stuðningi við neinn frambjóðanda, né mun ég nokkru sinni gera það. Hér er ég og þeir setja mig í miðja kosningaauglýsingu sem mér fannst svívirðilegt,“ segir Fauci í viðtalinu. Trump sakaði Fauci í kjölfarið um að vera „demókrati“ þrátt fyrir að sóttvarnasérfræðingurinn hafi unnið að lýðheilsumálum í fimm áratugi og í stjórnartíð forseta úr báðum flokkum. Viðurkennir Fauci fúslega að Hvíta húsið takmarki verulega viðtöl sem hann veitir fjölmiðlum. Það hafi hafnað óskum fjölmargra þátta sem óskuðu eftir að fá Fauci sem viðmælanda. Once an avid runner, Dr. Anthony Fauci, now 79, power walks. Since receiving death threats, he is now accompanied by a security detail. https://t.co/lbtcL5htQS pic.twitter.com/Q3KG0kV0rV— 60 Minutes (@60Minutes) October 18, 2020 Fær „raunverulegar og trúverðugar“ hótanir Áhersla Fauci á réttar upplýsingar um sóttvarnaaðgerðir hefur farið fyrir brjóstið á Trump forseta sem hefur ítrekað vegið að lækninum í ræðu og riti. Fauci hefur þannig orðið að grýlu margra þeirra sem amast gegn sóttvarnaaðgerðum yfirvalda í Bandaríkjunum. Af þeim ástæðum hafa Fauci borist hótanir, þar á meðal líflátshótanir, og fjölskylda hans hefur verið áreitt. Lífverðir fylgja honum nú hvert fótmál. „Það er dapurlegt, sú staðreynd að lýðheilsuskilaboð til að bjarga mannslífum skuli vekja slíkt hatur og andúð á mér að það leiðir til raunverulegra og trúverðugra hótana gegn lífi mínu og öryggi. Það truflar mig samt minna en að konan mín og börn séu áreitt,“ segir Fauci. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ósáttur við að hafa verið slitinn úr samhengi í auglýsingu Trumps 11. október 2020 23:00 Segir Hvíta húsið hafa boðið upp á „ofurdreifingu“ veirunnar Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, gagnrýnir ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að hafa haldið viðburð í síðasta mánuði, sem talið er að hafi verið gróðrarstía kórónuveirunnar. 9. október 2020 23:43 Trump sagður ljúga meðvitað um kórónuveiruna Alvarleiki kórónuveirufaraldursins var Donald Trump Bandaríkjaforseta fullljós í vetur á sama tíma og hann sagði almenningi að veiran væri ekki hættulegri en hefðbundin flensa. 9. september 2020 16:47 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Veikindi Donalds Trump Bandaríkjaforseta af völdum kórónuveirunnar komu Anthony Fauci, helsta sóttvarnasérfræðingi Bandaríkjastjórnar, ekki ögn á óvart eftir að hann sé Trump taka þátt í viðburði í Hvíta húsinu þar sem sóttvarnatilmæli voru virt að vettugi. Í viðtali lýsir Fauci hótunum sem hann og fjölskylda hans hafa fengið frá því að hann varð að andliti sóttvarnaaðgerða í landinu. Trump greindist smitaður af kórónuveirunni 1. október og dvaldi í þrjár nætur á sjúkrahúsi þar sem hann fékk meðal annars tilraunalyf. Fjöldi starfsmanna Hvíta hússins og þingmanna repúblikana sýktust um sama leyti en margir þeirra höfðu verið viðstaddir viðburð í Hvíta húsinu viku fyrr þar sem Trump kynnti Amy Coney Barrett sem hæstaréttardómaraefni sitt. Fáir virtu sóttvarnareglur á viðburðinum. Í viðtali við fréttaskýringarþáttinn 60 mínútur í gær var Fauci spurður hvort það hafi komið honum á óvart að Trump smitaðist. „Alls ekki,“ svaraði Fauci. „Ég óttaðist að hann ætti eftir að veikjast þegar ég sá hann í algerlega varhugarverðum aðstæðum í mannfjölda, enginn aðskilnaður á milli fólks og nánast enginn með grímu. Þegar ég sá það í sjónvarpinu sagði ég „Hamingjan hjálpi mér. Ekkert gott getur komið út úr þessu, þetta hlýtur að verða vandamál“ Og það var og, þetta reyndist vera ofurdreifaraviðburður,“ sagði Fauci sem er yfirmaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna. Takmarka aðgang fjölmiðla að Fauci Trump forseti hefur frá upphafi faraldursins reynt að gera sem minnst úr hættunni af honum og heldur því enn áfram þrátt fyrir að á þriðja hundrað þúsunds manns hafi nú látist í honum. Forsetinn hefur einnig markvisst grafið undan tilmælum eigin ríkisstjórnar um að fólk noti grímu og gæti að félagsforðun. Sóttvarnasérfræðingar ríkisstjórnarinnar reyndu lengi vel að styggja ekki forsetann með því að bera til baka rangar fullyrðingar hans um faraldurinn, þar á meðal Fauci. Undanfarið hefur Fauci þó gengið ákveðnar fram og ekki veigrað sér við að andmæla forsetanum, meðal annars þegar framboð Trump sleit ummæli hans úr samhengi í kosningaauglýsingu. „Ég lýsi ekki yfir stuðningi við neinn frambjóðanda, né mun ég nokkru sinni gera það. Hér er ég og þeir setja mig í miðja kosningaauglýsingu sem mér fannst svívirðilegt,“ segir Fauci í viðtalinu. Trump sakaði Fauci í kjölfarið um að vera „demókrati“ þrátt fyrir að sóttvarnasérfræðingurinn hafi unnið að lýðheilsumálum í fimm áratugi og í stjórnartíð forseta úr báðum flokkum. Viðurkennir Fauci fúslega að Hvíta húsið takmarki verulega viðtöl sem hann veitir fjölmiðlum. Það hafi hafnað óskum fjölmargra þátta sem óskuðu eftir að fá Fauci sem viðmælanda. Once an avid runner, Dr. Anthony Fauci, now 79, power walks. Since receiving death threats, he is now accompanied by a security detail. https://t.co/lbtcL5htQS pic.twitter.com/Q3KG0kV0rV— 60 Minutes (@60Minutes) October 18, 2020 Fær „raunverulegar og trúverðugar“ hótanir Áhersla Fauci á réttar upplýsingar um sóttvarnaaðgerðir hefur farið fyrir brjóstið á Trump forseta sem hefur ítrekað vegið að lækninum í ræðu og riti. Fauci hefur þannig orðið að grýlu margra þeirra sem amast gegn sóttvarnaaðgerðum yfirvalda í Bandaríkjunum. Af þeim ástæðum hafa Fauci borist hótanir, þar á meðal líflátshótanir, og fjölskylda hans hefur verið áreitt. Lífverðir fylgja honum nú hvert fótmál. „Það er dapurlegt, sú staðreynd að lýðheilsuskilaboð til að bjarga mannslífum skuli vekja slíkt hatur og andúð á mér að það leiðir til raunverulegra og trúverðugra hótana gegn lífi mínu og öryggi. Það truflar mig samt minna en að konan mín og börn séu áreitt,“ segir Fauci.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Ósáttur við að hafa verið slitinn úr samhengi í auglýsingu Trumps 11. október 2020 23:00 Segir Hvíta húsið hafa boðið upp á „ofurdreifingu“ veirunnar Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, gagnrýnir ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að hafa haldið viðburð í síðasta mánuði, sem talið er að hafi verið gróðrarstía kórónuveirunnar. 9. október 2020 23:43 Trump sagður ljúga meðvitað um kórónuveiruna Alvarleiki kórónuveirufaraldursins var Donald Trump Bandaríkjaforseta fullljós í vetur á sama tíma og hann sagði almenningi að veiran væri ekki hættulegri en hefðbundin flensa. 9. september 2020 16:47 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fleiri fréttir Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Sjá meira
Segir Hvíta húsið hafa boðið upp á „ofurdreifingu“ veirunnar Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna, gagnrýnir ríkisstjórn Donalds Trumps Bandaríkjaforseta harðlega fyrir að hafa haldið viðburð í síðasta mánuði, sem talið er að hafi verið gróðrarstía kórónuveirunnar. 9. október 2020 23:43
Trump sagður ljúga meðvitað um kórónuveiruna Alvarleiki kórónuveirufaraldursins var Donald Trump Bandaríkjaforseta fullljós í vetur á sama tíma og hann sagði almenningi að veiran væri ekki hættulegri en hefðbundin flensa. 9. september 2020 16:47