Staða vímuefnaneytenda það slæm að skelfilegt ástand í íbúðinni kom lítið á óvart Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. október 2020 19:00 Hópur fólks í virkri neyslu hélt til í húsi sem kviknaði í fyrir helgi og voru tveir þeirra með kórónuveirusmit. Leita þurfti að hátt í tuttugu manns til að taka af þeim sýni. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – Félags fanga, hefur áhyggjur af stöðu fíkla í heimsfaraldrinum og kallar eftir frekari úrræðum. „Staða virkra vímuefnaneytenda, heimilislausra og fyrrverandi fanga er mjög slæm. Þeir búa við skert aðgengi að almennri heilbrigðisþjónustu og það eru engar meðferðir í boði fyrir þennan hóp,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi Þóroddsson gagnrýnir stjórnvöld fyrir úrræðaleysi. Hann kallar eftir fjölgun neyslurýma og annarra úrræða. Vísir/Sigurjón Síbrotagæsla í kjölfar brunans Ástandið í íbúðinni var afar slæmt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og ljóst að þar var mikil óregla. Eldsupptök eru ókunn, en tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinnur að rannsókn málsins. Ein kona hefur verið færð í síbrotagæslu vegna gruns um aðild að brunanum auk annarra brota. Hún er á meðal þeirra sem héldu til í húsnæðinu en lögregla þurfti að hafa uppi á hátt í tuttugu manns til þess að taka af þeim sýni í kjölfar málsins. Hér er búið að hreinsa upp það mesta úr íbúðinni, þó enn séu að finna sprautur og poka utan af fíkniefnum.Vísir/Sigurjón Mikilvægt að fjölga neyslurýmum Guðmundur Ingi segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft mikil áhrif á fólk í neyslu. Vísbendingar séu um að neyslan sé orðin harðari, efnin dýrari og erfiðara sé fyrir það að leita sér almennrar heilbrigðisþjónustu. Hann segir opnun þriðja farsóttahússins þó vera jákvætt skref og bendir á að Reykjavíkurborg hafi staðið sína plikt að undanförnu – sem stjórnvöld og önnur sveitarfélög þurfi að taka sér til fyrirmyndar. Ástandið í íbúðinni hafi verið sorglegt en komi þó lítið á óvart í ljósi stöðunnar. „Þetta kemur ekkert á óvart. Það er algjör mýta að við á Íslandi eigum bestu meðferðarstöðvar í heimi. Við eigum ekki meðferðir fyrir þennan hóp og það er alveg kominn tími á að rannsaka það, og gera rannsóknir á hvað virkar og hvað virkar ekki. Við getum ekki verið að henda mörg hundruð milljónum á ári í bara eitthvað.“ Fjölga þurfi neyslurýmum og úrræðum sem fólk geti meðal annars leitað í í faraldrinum. „Í dag er skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp. Hann er ekki að nýta sér fjarfundabúnað og kannski ekki að huga mjög vel að sóttvörnum. Þannig að staðan hefur versnað.“ Um er að ræða leiguíbúð við Samtún í Reykjavík. Mikil óregla hafði verið í íbúðinni og lögregla reglulega kölluð til vegna hávaða. Vísir/Sigurjón Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Reykjavík Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Hópur fólks í virkri neyslu hélt til í húsi sem kviknaði í fyrir helgi og voru tveir þeirra með kórónuveirusmit. Leita þurfti að hátt í tuttugu manns til að taka af þeim sýni. Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu – Félags fanga, hefur áhyggjur af stöðu fíkla í heimsfaraldrinum og kallar eftir frekari úrræðum. „Staða virkra vímuefnaneytenda, heimilislausra og fyrrverandi fanga er mjög slæm. Þeir búa við skert aðgengi að almennri heilbrigðisþjónustu og það eru engar meðferðir í boði fyrir þennan hóp,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur Ingi Þóroddsson gagnrýnir stjórnvöld fyrir úrræðaleysi. Hann kallar eftir fjölgun neyslurýma og annarra úrræða. Vísir/Sigurjón Síbrotagæsla í kjölfar brunans Ástandið í íbúðinni var afar slæmt eins og sjá má á meðfylgjandi myndum og ljóst að þar var mikil óregla. Eldsupptök eru ókunn, en tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vinnur að rannsókn málsins. Ein kona hefur verið færð í síbrotagæslu vegna gruns um aðild að brunanum auk annarra brota. Hún er á meðal þeirra sem héldu til í húsnæðinu en lögregla þurfti að hafa uppi á hátt í tuttugu manns til þess að taka af þeim sýni í kjölfar málsins. Hér er búið að hreinsa upp það mesta úr íbúðinni, þó enn séu að finna sprautur og poka utan af fíkniefnum.Vísir/Sigurjón Mikilvægt að fjölga neyslurýmum Guðmundur Ingi segir kórónuveirufaraldurinn hafa haft mikil áhrif á fólk í neyslu. Vísbendingar séu um að neyslan sé orðin harðari, efnin dýrari og erfiðara sé fyrir það að leita sér almennrar heilbrigðisþjónustu. Hann segir opnun þriðja farsóttahússins þó vera jákvætt skref og bendir á að Reykjavíkurborg hafi staðið sína plikt að undanförnu – sem stjórnvöld og önnur sveitarfélög þurfi að taka sér til fyrirmyndar. Ástandið í íbúðinni hafi verið sorglegt en komi þó lítið á óvart í ljósi stöðunnar. „Þetta kemur ekkert á óvart. Það er algjör mýta að við á Íslandi eigum bestu meðferðarstöðvar í heimi. Við eigum ekki meðferðir fyrir þennan hóp og það er alveg kominn tími á að rannsaka það, og gera rannsóknir á hvað virkar og hvað virkar ekki. Við getum ekki verið að henda mörg hundruð milljónum á ári í bara eitthvað.“ Fjölga þurfi neyslurýmum og úrræðum sem fólk geti meðal annars leitað í í faraldrinum. „Í dag er skert aðgengi að heilbrigðisþjónustu fyrir þennan hóp. Hann er ekki að nýta sér fjarfundabúnað og kannski ekki að huga mjög vel að sóttvörnum. Þannig að staðan hefur versnað.“ Um er að ræða leiguíbúð við Samtún í Reykjavík. Mikil óregla hafði verið í íbúðinni og lögregla reglulega kölluð til vegna hávaða. Vísir/Sigurjón
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Reykjavík Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira