Mega nota afturbrennara á orustuþotum í flugtaki Kristján Már Unnarsson skrifar 19. október 2020 22:30 F-15 Eagle herþota með logandi afturbrennara í flugtaksbruni á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku. U.S. Air Force/Mikayla Whiteley. Kvartanir íbúa á Akureyri vegna hávaða frá bandarískum F-15 Eagle orustuþotum í aðflugsæfingum yfir Akureyrarflugvelli í síðustu viku hafa vakið spurningar um hvaða takmarkanir hafa verið settar á notkun afturbrennara á þotunum, sem eru helsti hávaðavaldurinn, og hvort þær nái einnig til Keflavíkurflugvallar. „Almennu tilmælin eru þau að afturbrennarar séu eingöngu notaðir í undantekningartilvikum þegar þoturnar eru í loftinu, hvar sem er á landinu,“ svarar Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. „Aftur á móti er heimilt að nota þá í flugtaki enda þurfa vélarnar gjarnan á þeim að halda við slíkar aðstæður. Þá eru þeir notaðir fyrstu metrana og oft á tíðum er slökkt á þeim vel áður en brautarenda er náð,“ segir Ásgeir. Hér má sjá og heyra þoturnar nota afturbrennara í flugtaksbruni á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku í myndbandi frá Bandaríkjaher: Áður en flugsveitin kom til landsins hafði verið tilkynnt að auk hefðbundinnar loftrýmisgæslu væri gert ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllunum á Akureyri og á Egilsstöðum til 16.október ef veður leyfði. En geta Héraðsbúar átt von á þotunum úr þessu? „Ólíklegt er að æfingar fari fram við Egilsstaði en ekki útilokað,“ svarar Ásgeir. Afturbrennarar á þessum herþotum stórauka afl hreyflanna og gefa þeim færi á að komast á meira en tvöfaldan hljóðhraða. Þannig nær F-15 þotan 3.000 kílómetra hraða eða Mach 2,5. Með afturbrennaranum nær þotan einnig óvenju öflugu klifri, eða 50 þúsundum fetum á mínútu, sem jafnast á við eldflaugar. Hljóðdrunurnar sem heyrðust frá þotunum í klifrinu yfir Eyjafirði í síðustu viku minntu raunar á drunurnar sem heyrast á Canaveral-höfða þegar geimflaugum er skotið þaðan út í geim, eins og heyra má á þessu myndbandi: NATO Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Reykjanesbær Suðurnesjabær Eyjafjarðarsveit Varnarmál Tengdar fréttir Kaninn lofar að gera svona aldrei aftur yfir Akureyri Landhelgisgæslan hefur komið athugasemdum á framfæri við bandaríska flugherinn eftir að herþotur í aðflugsæfingum á Akureyrarflugvelli settu afturbrennarann á þannig að Eyjafjörður nötraði undan hávaðanum. 17. október 2020 22:32 Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. 15. október 2020 22:26 Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Kvartanir íbúa á Akureyri vegna hávaða frá bandarískum F-15 Eagle orustuþotum í aðflugsæfingum yfir Akureyrarflugvelli í síðustu viku hafa vakið spurningar um hvaða takmarkanir hafa verið settar á notkun afturbrennara á þotunum, sem eru helsti hávaðavaldurinn, og hvort þær nái einnig til Keflavíkurflugvallar. „Almennu tilmælin eru þau að afturbrennarar séu eingöngu notaðir í undantekningartilvikum þegar þoturnar eru í loftinu, hvar sem er á landinu,“ svarar Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. „Aftur á móti er heimilt að nota þá í flugtaki enda þurfa vélarnar gjarnan á þeim að halda við slíkar aðstæður. Þá eru þeir notaðir fyrstu metrana og oft á tíðum er slökkt á þeim vel áður en brautarenda er náð,“ segir Ásgeir. Hér má sjá og heyra þoturnar nota afturbrennara í flugtaksbruni á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku í myndbandi frá Bandaríkjaher: Áður en flugsveitin kom til landsins hafði verið tilkynnt að auk hefðbundinnar loftrýmisgæslu væri gert ráð fyrir aðflugsæfingum á varaflugvöllunum á Akureyri og á Egilsstöðum til 16.október ef veður leyfði. En geta Héraðsbúar átt von á þotunum úr þessu? „Ólíklegt er að æfingar fari fram við Egilsstaði en ekki útilokað,“ svarar Ásgeir. Afturbrennarar á þessum herþotum stórauka afl hreyflanna og gefa þeim færi á að komast á meira en tvöfaldan hljóðhraða. Þannig nær F-15 þotan 3.000 kílómetra hraða eða Mach 2,5. Með afturbrennaranum nær þotan einnig óvenju öflugu klifri, eða 50 þúsundum fetum á mínútu, sem jafnast á við eldflaugar. Hljóðdrunurnar sem heyrðust frá þotunum í klifrinu yfir Eyjafirði í síðustu viku minntu raunar á drunurnar sem heyrast á Canaveral-höfða þegar geimflaugum er skotið þaðan út í geim, eins og heyra má á þessu myndbandi:
NATO Bandaríkin Keflavíkurflugvöllur Akureyri Fréttir af flugi Reykjanesbær Suðurnesjabær Eyjafjarðarsveit Varnarmál Tengdar fréttir Kaninn lofar að gera svona aldrei aftur yfir Akureyri Landhelgisgæslan hefur komið athugasemdum á framfæri við bandaríska flugherinn eftir að herþotur í aðflugsæfingum á Akureyrarflugvelli settu afturbrennarann á þannig að Eyjafjörður nötraði undan hávaðanum. 17. október 2020 22:32 Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. 15. október 2020 22:26 Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Kaninn lofar að gera svona aldrei aftur yfir Akureyri Landhelgisgæslan hefur komið athugasemdum á framfæri við bandaríska flugherinn eftir að herþotur í aðflugsæfingum á Akureyrarflugvelli settu afturbrennarann á þannig að Eyjafjörður nötraði undan hávaðanum. 17. október 2020 22:32
Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. 15. október 2020 22:26
Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04