Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi Atli Ísleifsson skrifar 20. október 2020 09:42 Frá vettvangi í Albertslund í morgun. EPA/Nils Meilvang Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi í morgun. Ekstra bladet greinir frá þessu og birtir myndir af vettvangi þar sem sjá má Madsen sitjandi í grasi í vegarkanti í Albertslund, úthverfi Kaupmannahafnar, um 400 til 500 metrum frá fangelsinu. Virðist því sem að Madsen hafi tekist að komast út úr Herstedvester-fangelsinu. Hann hefur nú verið handtekinn. Er hann sagður hafa komist út með því að hóta því að sprengja sjálfan sig í loft upp. Peter Madsen afplánar nú lífstíðardóm vegna morðsins á sænsku blaðakonunni Kim Wall árið 2017. Getty Ekstra bladet greindi frá mikilli lögregluaðgerð við Nyvej og sjá mátti á myndum tvo vopnaða lögreglumenn miða byssum sínum á Madsen. Sprengjusveit lögreglu var sögð vera á staðnum. Blaðið segir frá því að Madsen virðist hafa verið með eitthvað sem líktist belti umhverfis mittið. Vej er spærret af og politiet massivt til stede i AlbertslundPosted by Ekstra Bladet on Tuesday, 20 October 2020 Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall . Madsen hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit á hafsbotni. Lögregla segir frá því á Twitter að maður hafi verið handtekinn eftir flótta úr fangelsinu. Þar er þó ekki gefið upp um hvern ræðir. Vi arbejder aktuelt på Nyvej i Albertslund, hvor en mand er anholdt efter forsøg på fangeflugt. Vi har undersøgelser på stedet, som er afspærret. Efterkom venligst vores anvisninger. Vi kan p.t. ikke give yderligere info mere følger senere. #politidk— Vestegnens Politi (@VestegnsPoliti) October 20, 2020 Um 150 fangar eru nú í Herstedvester fangelsinu, margir einhverjir harðsvíruðustu glæpamenn Danmerkur. Ekstra Bladet segir frá því að Madsen hafi áður verið haldið í einangrun vegna gruns um að hann hafi ætlað sér að reyna að flýja. Jenny Curpen, eiginkona Madsen síðan í janúar, kveðst í samtali við blaðið ekki vilja tjá sig um fréttir dagsins. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Peter Madsen viðurkennir loks að hafa drepið Kim Wall Danski kafbátasmiðurinn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur loks viðurkennt að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbát hans í Køgeflóa tíunda dag ágústmánaðar 2017. 9. september 2020 08:52 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi í morgun. Ekstra bladet greinir frá þessu og birtir myndir af vettvangi þar sem sjá má Madsen sitjandi í grasi í vegarkanti í Albertslund, úthverfi Kaupmannahafnar, um 400 til 500 metrum frá fangelsinu. Virðist því sem að Madsen hafi tekist að komast út úr Herstedvester-fangelsinu. Hann hefur nú verið handtekinn. Er hann sagður hafa komist út með því að hóta því að sprengja sjálfan sig í loft upp. Peter Madsen afplánar nú lífstíðardóm vegna morðsins á sænsku blaðakonunni Kim Wall árið 2017. Getty Ekstra bladet greindi frá mikilli lögregluaðgerð við Nyvej og sjá mátti á myndum tvo vopnaða lögreglumenn miða byssum sínum á Madsen. Sprengjusveit lögreglu var sögð vera á staðnum. Blaðið segir frá því að Madsen virðist hafa verið með eitthvað sem líktist belti umhverfis mittið. Vej er spærret af og politiet massivt til stede i AlbertslundPosted by Ekstra Bladet on Tuesday, 20 October 2020 Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall . Madsen hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit á hafsbotni. Lögregla segir frá því á Twitter að maður hafi verið handtekinn eftir flótta úr fangelsinu. Þar er þó ekki gefið upp um hvern ræðir. Vi arbejder aktuelt på Nyvej i Albertslund, hvor en mand er anholdt efter forsøg på fangeflugt. Vi har undersøgelser på stedet, som er afspærret. Efterkom venligst vores anvisninger. Vi kan p.t. ikke give yderligere info mere følger senere. #politidk— Vestegnens Politi (@VestegnsPoliti) October 20, 2020 Um 150 fangar eru nú í Herstedvester fangelsinu, margir einhverjir harðsvíruðustu glæpamenn Danmerkur. Ekstra Bladet segir frá því að Madsen hafi áður verið haldið í einangrun vegna gruns um að hann hafi ætlað sér að reyna að flýja. Jenny Curpen, eiginkona Madsen síðan í janúar, kveðst í samtali við blaðið ekki vilja tjá sig um fréttir dagsins.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Peter Madsen viðurkennir loks að hafa drepið Kim Wall Danski kafbátasmiðurinn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur loks viðurkennt að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbát hans í Køgeflóa tíunda dag ágústmánaðar 2017. 9. september 2020 08:52 Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Sjá meira
Peter Madsen viðurkennir loks að hafa drepið Kim Wall Danski kafbátasmiðurinn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur loks viðurkennt að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbát hans í Køgeflóa tíunda dag ágústmánaðar 2017. 9. september 2020 08:52