Rakningarteymið skoðaði ekki hvað fólk keypti á barnum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. október 2020 12:12 Greiðslukortafærslur hafa verið nýttar til að rekja ferðir fólks í nokkrum tilvikum, meðal annars til að finna hverjir voru útsettir fyrir smiti á Irishman Pub. Vísir/Vilhelm Ekki var farið inn í kortafærslur og skoðað hvað fólk var að kaupa þegar færslurnar voru notaðar við rakningu kórónuveirusmita. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi allsherjar- og menntamálanefndar í morgun. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, komu fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í morgun þar sem fjallað var um heimildir sóttvarnalæknis til aðgangs að persónuupplýsingum. Líkt og fram hefur komið hafa greiðslukortafærslur verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Til að mynda til að komast að því hverjir voru útsettir fyrir smiti á Irishman Pub. Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.Vísir/Vilhelm Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, segist eftir fundinn telja að meðalhófs hafi verið gætt við aðgerðirnar. „Það kom í ljós að það var ekki farið inn í kortafærslurnar sjálfar þannig að það var ekki verið að rekja hvað fólk var að kaupa. Þær voru hins vegar notaðar til að finna fólkið sem var á staðnum,“ segir Páll og ítrekar að gera þurfi greinarmun á þessu. Þá hafi forstjóri Persónuverndar greint frá því að sóttvarnaryfirvöld hafi haft tilskilið samráð við embættið í undirbúningi aðgerða. Páll segir þetta flókið og viðkvæmt úrlausnarefni. Nauðsynlegt sé að taka umræðu þegar ríkisvaldið grípur til aðgerða sem hafa áhrif á stjórnarvarin mannréttindi fólks. „Ef farið hefði verið ofan í kortafærslurnar hefði það verið fyrir mér skýrt brot á meðalhófi en að nota kortin til að sjá hverjir voru á staðnum finnst mér í ljósi aðstæðna vera innan marka þess.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Persónuvernd Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ekki var farið inn í kortafærslur og skoðað hvað fólk var að kaupa þegar færslurnar voru notaðar við rakningu kórónuveirusmita. Þetta er meðal þess sem kom fram á fundi allsherjar- og menntamálanefndar í morgun. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, og Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, komu fyrir allsherjar- og menntamálanefnd í morgun þar sem fjallað var um heimildir sóttvarnalæknis til aðgangs að persónuupplýsingum. Líkt og fram hefur komið hafa greiðslukortafærslur verið nýttar við smitrakningu í nokkrum tilvikum. Til að mynda til að komast að því hverjir voru útsettir fyrir smiti á Irishman Pub. Páll Magnússon er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.Vísir/Vilhelm Páll Magnússon, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður nefndarinnar, segist eftir fundinn telja að meðalhófs hafi verið gætt við aðgerðirnar. „Það kom í ljós að það var ekki farið inn í kortafærslurnar sjálfar þannig að það var ekki verið að rekja hvað fólk var að kaupa. Þær voru hins vegar notaðar til að finna fólkið sem var á staðnum,“ segir Páll og ítrekar að gera þurfi greinarmun á þessu. Þá hafi forstjóri Persónuverndar greint frá því að sóttvarnaryfirvöld hafi haft tilskilið samráð við embættið í undirbúningi aðgerða. Páll segir þetta flókið og viðkvæmt úrlausnarefni. Nauðsynlegt sé að taka umræðu þegar ríkisvaldið grípur til aðgerða sem hafa áhrif á stjórnarvarin mannréttindi fólks. „Ef farið hefði verið ofan í kortafærslurnar hefði það verið fyrir mér skýrt brot á meðalhófi en að nota kortin til að sjá hverjir voru á staðnum finnst mér í ljósi aðstæðna vera innan marka þess.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Persónuvernd Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira