Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2020 08:01 Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck skiptust á skoðunum. Getty Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. Noregur á öfugt við Ísland ekki lengur möguleika á að komast á EM en liðið tapaði í undanúrslitum umspilsins gegn Serbíu, 2-1. Um mikið áfall var að ræða fyrir Norðmenn sem hafa sett stefnuna hátt með menn eins og Erling Haaland, Martin Ödegaard og Sörloth, sem leikur með RB Leipzig, í sínum röðum. Eftir tapið ákvað Lagerbäck að skipta landsliðshópnum í fimm manna vinnuhópa og fá þá til að svara saman spurningum sem snerust um hugarfar manna í leiknum, hvernig liðið spilaði vörn og hvernig sókn. Norðmenn völtuðu svo yfir Rúmena, 4-0, í Þjóðadeildinni og leikmenn töluðu í kjölfarið um í viðtölum hve svekkjandi væri að hafa ekki spilað svona vel gegn Serbum. Setti út á leikstíl Lagerbäcks Kvöldið fyrir þriðja og síðasta landsleikinn í þessari törn, gegn Norður-Írlandi, átti hver vinnuhópur að funda með Lagerbäck og aðstoðarþjálfaranum Per Joar Hansen, og ræða um sín svör. Það var þá sem að upp úr sauð, strax á fyrsta fundinum þegar framherjar norska liðsins stigu inn í herbergi þjálfaranna. Erling Haaland og Alexander Sörloth voru í framherjavinnuhópnumGetty/Liam McBurney Samkvæmt Verdens Gang hafði Sörloth ýmislegt út á leikstíl og skipulag norska liðsins að setja, í leiknum við Serbíu. Taldi hann að Norðmenn hefðu þurft að búa sig betur undir 3-4-1-2 kerfi Serba og vera sóknarsinnaðri í leiknum. Rifrildi Sörloth og þjálfaranna heyrðist vel fram á gang og svo fór að aðrir vinnuhópar fengu engan fund með þjálfaranum. Þess í stað safnaðist allur leikmannahópurinn saman til óundirbúins fundar með þjálfurunum. Sörloth og Lagerbäck rifust þá fyrir framan allan hópinn og þjálfarinn reynslumikli spurði hinn 24 ára gamla framherja hvort að hann hefði svo mikið sem horft á leikinn við Serbíu í endursýningu. Það hafði Sörloth ekki gert og Lagerbäck spurði hvernig hann gæti þá verið svona yfirlýsingaglaður um hvað gera hefði átt í leiknum. Sjálfur hefði hann horft á nokkrar endursýningar. Hvernig vogar þú þér að segja nokkuð? Rifrildið hélt áfram í dágóða stund áður en Lagerbäck og Hansen gengu í burtu og leikmenn fengu tíma til að tala saman. Var Sörloth þá beðinn um að róa sig svo að hann yrði ekki sendur heim. Þegar þjálfararnir komu aftur hélt rifrildið þó áfram og Lagerbäck vísaði í dýrkeypt klúður Sörloth gegn Kýpur 2018. „Hvernig vogar þú þér, sem klúðraðir fyrir opnu marki á Kýpur fyrir tveimur árum síðan, að segja nokkuð?“ VG hefur eftir einum af heimildarmönnum sínum sem vitni urðu að rifrildinu að hann hefði aldrei séð annað eins. Menn hefðu verið í áfalli. Fyrirliðinn Stefan Johansen reyndi að róa menn niður og benda á að daginn eftir væri leikur við Norður-Íra. Að lokum fór hver til síns herbergis á hótelinu. Daginn eftir tilkynnti Lagerbäck byrjunarlið kvöldsins og var Sörloth ekki í því. Framherjinn bað hópinn afsökunar á því að menn skyldu þurfa að verða vitni að rifrildi hans við þjálfarana og lofaði að leggja sig allan fram fyrir liðið. Hann kom inn á á 65. mínútu, í 1-0 sigri norska liðsins. Fótbolti Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. Noregur á öfugt við Ísland ekki lengur möguleika á að komast á EM en liðið tapaði í undanúrslitum umspilsins gegn Serbíu, 2-1. Um mikið áfall var að ræða fyrir Norðmenn sem hafa sett stefnuna hátt með menn eins og Erling Haaland, Martin Ödegaard og Sörloth, sem leikur með RB Leipzig, í sínum röðum. Eftir tapið ákvað Lagerbäck að skipta landsliðshópnum í fimm manna vinnuhópa og fá þá til að svara saman spurningum sem snerust um hugarfar manna í leiknum, hvernig liðið spilaði vörn og hvernig sókn. Norðmenn völtuðu svo yfir Rúmena, 4-0, í Þjóðadeildinni og leikmenn töluðu í kjölfarið um í viðtölum hve svekkjandi væri að hafa ekki spilað svona vel gegn Serbum. Setti út á leikstíl Lagerbäcks Kvöldið fyrir þriðja og síðasta landsleikinn í þessari törn, gegn Norður-Írlandi, átti hver vinnuhópur að funda með Lagerbäck og aðstoðarþjálfaranum Per Joar Hansen, og ræða um sín svör. Það var þá sem að upp úr sauð, strax á fyrsta fundinum þegar framherjar norska liðsins stigu inn í herbergi þjálfaranna. Erling Haaland og Alexander Sörloth voru í framherjavinnuhópnumGetty/Liam McBurney Samkvæmt Verdens Gang hafði Sörloth ýmislegt út á leikstíl og skipulag norska liðsins að setja, í leiknum við Serbíu. Taldi hann að Norðmenn hefðu þurft að búa sig betur undir 3-4-1-2 kerfi Serba og vera sóknarsinnaðri í leiknum. Rifrildi Sörloth og þjálfaranna heyrðist vel fram á gang og svo fór að aðrir vinnuhópar fengu engan fund með þjálfaranum. Þess í stað safnaðist allur leikmannahópurinn saman til óundirbúins fundar með þjálfurunum. Sörloth og Lagerbäck rifust þá fyrir framan allan hópinn og þjálfarinn reynslumikli spurði hinn 24 ára gamla framherja hvort að hann hefði svo mikið sem horft á leikinn við Serbíu í endursýningu. Það hafði Sörloth ekki gert og Lagerbäck spurði hvernig hann gæti þá verið svona yfirlýsingaglaður um hvað gera hefði átt í leiknum. Sjálfur hefði hann horft á nokkrar endursýningar. Hvernig vogar þú þér að segja nokkuð? Rifrildið hélt áfram í dágóða stund áður en Lagerbäck og Hansen gengu í burtu og leikmenn fengu tíma til að tala saman. Var Sörloth þá beðinn um að róa sig svo að hann yrði ekki sendur heim. Þegar þjálfararnir komu aftur hélt rifrildið þó áfram og Lagerbäck vísaði í dýrkeypt klúður Sörloth gegn Kýpur 2018. „Hvernig vogar þú þér, sem klúðraðir fyrir opnu marki á Kýpur fyrir tveimur árum síðan, að segja nokkuð?“ VG hefur eftir einum af heimildarmönnum sínum sem vitni urðu að rifrildinu að hann hefði aldrei séð annað eins. Menn hefðu verið í áfalli. Fyrirliðinn Stefan Johansen reyndi að róa menn niður og benda á að daginn eftir væri leikur við Norður-Íra. Að lokum fór hver til síns herbergis á hótelinu. Daginn eftir tilkynnti Lagerbäck byrjunarlið kvöldsins og var Sörloth ekki í því. Framherjinn bað hópinn afsökunar á því að menn skyldu þurfa að verða vitni að rifrildi hans við þjálfarana og lofaði að leggja sig allan fram fyrir liðið. Hann kom inn á á 65. mínútu, í 1-0 sigri norska liðsins.
Fótbolti Þjóðadeild UEFA EM 2020 í fótbolta Mest lesið Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Kannski er ég orðinn frekur“ Handbolti Orri Freyr er Orri óstöðvandi Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Feyenoord pakkaði Bayern saman Brest mátti þola tap í Þýskalandi Þægilegt hjá Skyttunum Man City glutraði niður tveggja marka forystu Landsliðsþjálfarinn Arnar var í stúkunni þegar Hákon mætti á Anfield Cole Palmer er stolt lítillar þjóðar í Karabíska hafinu „Held ég hafi þurft á því að halda“ Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Monaco með mikilvægan sigur á Aston Villa Ótrúleg endurkoma Börsunga Torsóttur sigur toppliðsins Grealish eftirsóttur: Færir hann sig um set í Manchester? KSÍ boðar unga varnarmenn á séræfingar Hefur skoðanir á því hvar Arnar eigi að hefjast handa með landsliðið Víkingur spilar heimaleik sinn í Helsinki Telma mætt til skosks stórveldis Meistarar City halda áfram að bæta við sig „Of snemmt að kalla Liverpool besta lið í heimi“ Spilar ekki á meðan glugginn er opinn Petit baðst afsökunar á að „drepa“ Pat Rice „Ég myndi deyja fyrir Liverpool“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti