Miðað við 300 þúsund manna þjóð er ótrúlegt hve góður fótboltinn á Íslandi er Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. október 2020 11:31 Erin McLeod í leik með Stjörnunni gegn ÍBV í lok ágúst. Garðbæingar unnu leikinn, 1-0. vísir/hulda margrét Erin McLeod, markvörður Stjörnunnar í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, ræðir um dvöl sína á Íslandi í viðtali við heimasíðu FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins. McLeod kom til Stjörnunnar á láni frá Orlando Pride í Bandaríkjunum um miðjan ágúst. Sú kanadíska hefur leikið átta leiki með Garðbæingum í Pepsi Max-deildinni. Í viðtalinu segir McLeod að hún hafi þurft að spila eftir að hafa glímt við meiðsli í um ár og Ísland hafi komið inn í myndina vegna kærustu sinnar, Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. „Við heimsóttum Ísland í desember - ég mæli með því að fólk heimsæki landið að sumri til - og þá áttum við viðræður við Stjörnuna, uppeldisfélag Gunnhildar. Svo þegar ég skoðaði þetta, að ég átti möguleika á að koma hingað, það voru fá kórónuveirutilfelli á Íslandi og fékk tækifæri til að kynnast fjölskyldu kærustu minnar, var þetta ekki spurning. Og þetta hefur verið dásamlegt,“ sagði McLeod. McLeod hefur farið á fjögur heimsmeistaramót og tvenna Ólympíuleika með kanadíska landsliðinu.vísir/hulda margrét Hin 37 ára McLeod, sem hefur leikið 118 leiki fyrir kanadíska landsliðið og farið með því á fjölmörg stórmót, talar afar vel um Ísland í viðtalinu, hversu góður fótboltinn hér á landi er og hrósar umhverfinu í kringum hann. „Miðað við 300 þúsund manna þjóð er ótrúlegt hversu góður fótboltinn er. Að mörgu leyti er Ísland stórkostlegt. Ég ber mikla virðingu fyrir því hvernig þetta land lítur, ekki einungis á kvennaíþróttir, heldur kynjamál almennt. Fyrir nokkrum árum var feðrum gert að fara í fæðingarorlof og launamunur kynjanna er einn sá minnsti í heiminum. Það sama er með árangurstengdar greiðslur [íslensku landsliðanna], konur fá það sama og karlar. Það er margt sem önnur lönd, m.a. Kanada, geta lært af Íslandi,“ sagði McLeod. „Ég held að heildarmyndin sé það sem heilli erlenda leikmenn sem koma hingað að spila. Allir tala frábæra ensku, og margir leiðrétta málfræðina mína, og þér líður eins og þú sért heima hjá þér. Þú getur klárað æfingu, keyrt svo í 30-40 mínútur og skoðað stórkostlega náttúru. Ég hef fundið að því meiri áherslu sem ég legg á að ná jafnvægi í vinnu og starfi því betur spila ég.“ Allt viðtalið við Erin McLeod má lesa með því að smella hér. Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
Erin McLeod, markvörður Stjörnunnar í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta, ræðir um dvöl sína á Íslandi í viðtali við heimasíðu FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins. McLeod kom til Stjörnunnar á láni frá Orlando Pride í Bandaríkjunum um miðjan ágúst. Sú kanadíska hefur leikið átta leiki með Garðbæingum í Pepsi Max-deildinni. Í viðtalinu segir McLeod að hún hafi þurft að spila eftir að hafa glímt við meiðsli í um ár og Ísland hafi komið inn í myndina vegna kærustu sinnar, Gunnhildar Yrsu Jónsdóttur. „Við heimsóttum Ísland í desember - ég mæli með því að fólk heimsæki landið að sumri til - og þá áttum við viðræður við Stjörnuna, uppeldisfélag Gunnhildar. Svo þegar ég skoðaði þetta, að ég átti möguleika á að koma hingað, það voru fá kórónuveirutilfelli á Íslandi og fékk tækifæri til að kynnast fjölskyldu kærustu minnar, var þetta ekki spurning. Og þetta hefur verið dásamlegt,“ sagði McLeod. McLeod hefur farið á fjögur heimsmeistaramót og tvenna Ólympíuleika með kanadíska landsliðinu.vísir/hulda margrét Hin 37 ára McLeod, sem hefur leikið 118 leiki fyrir kanadíska landsliðið og farið með því á fjölmörg stórmót, talar afar vel um Ísland í viðtalinu, hversu góður fótboltinn hér á landi er og hrósar umhverfinu í kringum hann. „Miðað við 300 þúsund manna þjóð er ótrúlegt hversu góður fótboltinn er. Að mörgu leyti er Ísland stórkostlegt. Ég ber mikla virðingu fyrir því hvernig þetta land lítur, ekki einungis á kvennaíþróttir, heldur kynjamál almennt. Fyrir nokkrum árum var feðrum gert að fara í fæðingarorlof og launamunur kynjanna er einn sá minnsti í heiminum. Það sama er með árangurstengdar greiðslur [íslensku landsliðanna], konur fá það sama og karlar. Það er margt sem önnur lönd, m.a. Kanada, geta lært af Íslandi,“ sagði McLeod. „Ég held að heildarmyndin sé það sem heilli erlenda leikmenn sem koma hingað að spila. Allir tala frábæra ensku, og margir leiðrétta málfræðina mína, og þér líður eins og þú sért heima hjá þér. Þú getur klárað æfingu, keyrt svo í 30-40 mínútur og skoðað stórkostlega náttúru. Ég hef fundið að því meiri áherslu sem ég legg á að ná jafnvægi í vinnu og starfi því betur spila ég.“ Allt viðtalið við Erin McLeod má lesa með því að smella hér.
Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira