Ekki hægt að útiloka fleiri skjálfta yfir þremur og jafnvel stærri Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. október 2020 10:39 Jarðhitasvæðið Seltún í Krýsuvík er skammt frá upptökum stóra skjálftans í gær. Vísir/Vilhelm Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir ekki hægt að útiloka að stóra skjálftanum í gær fylgi fleiri skjálftar yfir þremur að stærð og jafnvel stærri. Klukkan 10:14 í morgun varð skjálfti að stærð 3,1 sem íbúar höfuðborgarsvæðisins fundu fyrir. Samkvæmt vef Veðurstofunnar voru upptök hans 4,5 kílómetra austur af Keili. Skjálftinn er einn af hátt í 2000 eftirskjálftum stórs jarðskjálfta sem reið yfir Reykjanesskagann klukkan 13:43 í gær. Hann var 5,6 að stærð og voru upptök hans voru í Núpshlíðarhálsi. Skjálftinn fannst vel víða um land, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum. Um 1700 eftirskjálftar hafa mælst í skjálftahrinunni sem hófst í gær á Reykjanesskaga. Hrinunni er ekki lokið og nú í...Posted by Veðurstofa Íslands on Wednesday, October 21, 2020 Frá miðnætti hafa orðið á milli 700 og 800 eftirskjálftar. Tveir snarpir skjálftar urðu með kortersmillibili á sjöunda tímanum í morgun og fundust þeir meðal annars alla leið upp í Borgarfjörð. Sá fyrri sem varð klukkan 06:05 mældist 3,7 og sá síðari sem varð klukkan 06:23 mældist 3,8. Stærsti eftirskjálftinn hingað til var laust fyrir klukkan hálffjögur í gær og var hann fjórir að stærð. Svona hrinur taka nokkra daga, jafnvel vikur „Það hefur verið nokkur virkni og hún kemur í hviðum. Það virðist aðeins vera að hægja á en maður veit samt aldrei,“ segir Sigríður Magnea í viðtali við Vísi. Hún segir meirihlutann af eftirskjálftunum vera við Fagradalsfjall sem er aðeins vestar en Núpshlíðarháls. „Það er erfitt að spá með þessa skjálfta en ég held að það sé alveg óhætt að segja að það er ekki hægt að útiloka að það verði aðrir skjálftar yfir þremur að stærð og jafnvel stærri. Svona hrinur þær taka venjulega nokkra daga, jafnvel vikur, eftir svona stóra skjálfta þannig að það gildir bara áfram að fólk hugi vel að innanstokksmunum og kynni sér viðbúnað vegna jarðskjálfta og viðbrögð líka sem finna má inni á heimasíðu almannavarna,“ segir Sigríður. Ekki eru nein merki um gosóróa á skjálftasvæðinu að sögn Sigríðar. Spurð út í fréttir af því að fólk hafi fundið gaslykt aukna gaslykt í nágrenni Grænavatns á Núpshlíðarhálsi bendir Sigríður á að þarna rétt hjá sé jarðhitasvæðið Seltún í Krýsuvík. „Þar er mikill jarðhiti, bara yfirborðsvirkni. Það er ekkert óeðlilegt þegar jörðin hristist svona mikið þá losni svolítið um í jarðlögunum og þá geti jarðhitavirknin aukist að einhverju leyti og þar af leiðandi geti fólk fundið frekar gaslykt. Þetta tengist bara hreyfingunum í jarðskorpunni,“ segir Sigríður. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Sjá meira
Sigríður Magnea Óskarsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir ekki hægt að útiloka að stóra skjálftanum í gær fylgi fleiri skjálftar yfir þremur að stærð og jafnvel stærri. Klukkan 10:14 í morgun varð skjálfti að stærð 3,1 sem íbúar höfuðborgarsvæðisins fundu fyrir. Samkvæmt vef Veðurstofunnar voru upptök hans 4,5 kílómetra austur af Keili. Skjálftinn er einn af hátt í 2000 eftirskjálftum stórs jarðskjálfta sem reið yfir Reykjanesskagann klukkan 13:43 í gær. Hann var 5,6 að stærð og voru upptök hans voru í Núpshlíðarhálsi. Skjálftinn fannst vel víða um land, meðal annars á höfuðborgarsvæðinu, á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum. Um 1700 eftirskjálftar hafa mælst í skjálftahrinunni sem hófst í gær á Reykjanesskaga. Hrinunni er ekki lokið og nú í...Posted by Veðurstofa Íslands on Wednesday, October 21, 2020 Frá miðnætti hafa orðið á milli 700 og 800 eftirskjálftar. Tveir snarpir skjálftar urðu með kortersmillibili á sjöunda tímanum í morgun og fundust þeir meðal annars alla leið upp í Borgarfjörð. Sá fyrri sem varð klukkan 06:05 mældist 3,7 og sá síðari sem varð klukkan 06:23 mældist 3,8. Stærsti eftirskjálftinn hingað til var laust fyrir klukkan hálffjögur í gær og var hann fjórir að stærð. Svona hrinur taka nokkra daga, jafnvel vikur „Það hefur verið nokkur virkni og hún kemur í hviðum. Það virðist aðeins vera að hægja á en maður veit samt aldrei,“ segir Sigríður Magnea í viðtali við Vísi. Hún segir meirihlutann af eftirskjálftunum vera við Fagradalsfjall sem er aðeins vestar en Núpshlíðarháls. „Það er erfitt að spá með þessa skjálfta en ég held að það sé alveg óhætt að segja að það er ekki hægt að útiloka að það verði aðrir skjálftar yfir þremur að stærð og jafnvel stærri. Svona hrinur þær taka venjulega nokkra daga, jafnvel vikur, eftir svona stóra skjálfta þannig að það gildir bara áfram að fólk hugi vel að innanstokksmunum og kynni sér viðbúnað vegna jarðskjálfta og viðbrögð líka sem finna má inni á heimasíðu almannavarna,“ segir Sigríður. Ekki eru nein merki um gosóróa á skjálftasvæðinu að sögn Sigríðar. Spurð út í fréttir af því að fólk hafi fundið gaslykt aukna gaslykt í nágrenni Grænavatns á Núpshlíðarhálsi bendir Sigríður á að þarna rétt hjá sé jarðhitasvæðið Seltún í Krýsuvík. „Þar er mikill jarðhiti, bara yfirborðsvirkni. Það er ekkert óeðlilegt þegar jörðin hristist svona mikið þá losni svolítið um í jarðlögunum og þá geti jarðhitavirknin aukist að einhverju leyti og þar af leiðandi geti fólk fundið frekar gaslykt. Þetta tengist bara hreyfingunum í jarðskorpunni,“ segir Sigríður.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Sjá meira