Snjóflóðasafni í Flateyrarhöfn myndi stafa hætta af snjóflóðum Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2020 07:59 Starfshópurinn sæi fyrir sér safnið svona. Varðskipið Ægir myndi þá vera við bryggju í Flateyrarhöfn. Starfshópur um Snjóflóðasafn á Flateyri Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar telur að Snjóflóðasafni um borð í varðskipinu Ægi, sem staðsett yrði í Flateyrarhöfn, myndi stafa hætta af snjóflóðum. Auk þess sé hafnarpláss við bryggjuna á Flateyri of takmarkað til að hægt sé að koma varðskipinu þar fyrir. Þetta kemur fram í umsögn hafnarstjórnar og segir frá í fundargerð bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Var þar verið að fjallað um hugmyndir starfshóps um uppbyggingu Snjóflóðasafns á Flateyri, undir forystu Eyþórs Jóvinssonar, þar sem óskað er samtals við sveitarfélagið um að finna varðskipinu Ægi staðsetningu á Flateyri fyrir Snjóflóðasafn. Starfshópurinn óskaði þar meðal annars eftir tímabundna eða varanlega eftirgjöf af hafnargjöldum og/eða öðrum kostnaði. Eyþór Jóvinsson fer fyrir starfshópnum en hann rekur Gömlu bókabúðina á Flateyri auk þess sem hann leiðir reglulegar snjóflóðagöngur um þorpið. Landhelgisgæslan tekið vel í hugmyndina Vísir fjallaði um hugmyndirnar um miðjan mánuðinn þar sem kom fram að hugmyndir starfshópsins gengju einnig út á að nýta plássið um borð í Ægi undir gisti- og veitingaþjónustu. Sagði að Landhelgisgæslan hefði tekið vel í hugmyndina enda hafi skipið ekki verið í notkun undanfarin ár og glæsilegu hlutverki þess innan Landhelgisgæslunnar lokið. Skipið er nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vísaði beiðni starfshópsins sem hafnarstjórnar sem hefur nú skilað umsögn sinni. Þar segir að hafnarstjórn fagni „áhugaverðri hugmynd“, en telji að hafnarpláss við bryggjuna á Flateyri sé of takmarkað til að hægt sé að koma varðskipinu fyrir þar. „Þá er höfnin enn óvarin fyrir snjóflóðum, vinna við nýtt hættumat stendur enn yfir og því ekki tímabært að taka ákvarðanir um framkvæmdir við höfnina. Auk þess telur hafnarstjórn að ekki sé hægt að fara í framkvæmdir sem til þyrfti til að koma varðskipinu fyrir án fjárhagslegrar aðkomu annarra opinberra aðila,“ segir í umsögninni. Bæjarráð hefur þó falið Birgi Gunnarssyni, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, að vinna málið áfram. Ísafjarðarbær Söfn Landhelgisgæslan Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar telur að Snjóflóðasafni um borð í varðskipinu Ægi, sem staðsett yrði í Flateyrarhöfn, myndi stafa hætta af snjóflóðum. Auk þess sé hafnarpláss við bryggjuna á Flateyri of takmarkað til að hægt sé að koma varðskipinu þar fyrir. Þetta kemur fram í umsögn hafnarstjórnar og segir frá í fundargerð bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Var þar verið að fjallað um hugmyndir starfshóps um uppbyggingu Snjóflóðasafns á Flateyri, undir forystu Eyþórs Jóvinssonar, þar sem óskað er samtals við sveitarfélagið um að finna varðskipinu Ægi staðsetningu á Flateyri fyrir Snjóflóðasafn. Starfshópurinn óskaði þar meðal annars eftir tímabundna eða varanlega eftirgjöf af hafnargjöldum og/eða öðrum kostnaði. Eyþór Jóvinsson fer fyrir starfshópnum en hann rekur Gömlu bókabúðina á Flateyri auk þess sem hann leiðir reglulegar snjóflóðagöngur um þorpið. Landhelgisgæslan tekið vel í hugmyndina Vísir fjallaði um hugmyndirnar um miðjan mánuðinn þar sem kom fram að hugmyndir starfshópsins gengju einnig út á að nýta plássið um borð í Ægi undir gisti- og veitingaþjónustu. Sagði að Landhelgisgæslan hefði tekið vel í hugmyndina enda hafi skipið ekki verið í notkun undanfarin ár og glæsilegu hlutverki þess innan Landhelgisgæslunnar lokið. Skipið er nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vísaði beiðni starfshópsins sem hafnarstjórnar sem hefur nú skilað umsögn sinni. Þar segir að hafnarstjórn fagni „áhugaverðri hugmynd“, en telji að hafnarpláss við bryggjuna á Flateyri sé of takmarkað til að hægt sé að koma varðskipinu fyrir þar. „Þá er höfnin enn óvarin fyrir snjóflóðum, vinna við nýtt hættumat stendur enn yfir og því ekki tímabært að taka ákvarðanir um framkvæmdir við höfnina. Auk þess telur hafnarstjórn að ekki sé hægt að fara í framkvæmdir sem til þyrfti til að koma varðskipinu fyrir án fjárhagslegrar aðkomu annarra opinberra aðila,“ segir í umsögninni. Bæjarráð hefur þó falið Birgi Gunnarssyni, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, að vinna málið áfram.
Ísafjarðarbær Söfn Landhelgisgæslan Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira