Portúgalski körfuknattleiksmaðurinn Miguel Cardoso er genginn til liðs við Val og mun leika með liðinu í Dominos deildinni í vetur.
Miguel er 27 ára gamall og lék síðast með Almansa á Spáni en hann hefur einnig leikið í Frakklandi auk heimalandsins þar sem hann ólst upp hjá Porto en hefur leikið fyrir Benfica og Vitoria í efstu deild Portúgals.
Í tilkynningu Vals segir að hann leiki stöðu leikstjórnanda en Miguel á 12 landsleiki að baki fyrir Portúgal. Nokkrir þeirra gegn Íslandi.
Hann er væntanlegur til landsins á næstu dögum en stefnt er að því að hefja leik á ný í Dominos deildinni þann 3.nóvember næstkomandi.