Kvenfélagskonur ganga á milli þriggja félagsheimila Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. október 2020 12:25 Hópurinn sem lagði af stað í áheitagöngu dagsins frá Félagslundi í morgun. Allir áhugasamir mega slást í för í gönguna en áætlað er að henni ljúki um klukkan 16:00 í dag. Aðsent Kvenfélagskonur á öllum aldri úr Flóanum taka nú þátt í áheitagöngu á milli þriggja félagsheimila í sveitinni. Gangan hófst klukkan tíu í morgun. Trúss fylgir konunum. Kvenfélagskonur í Kvenfélagi Grímsneshrepps gengur áheitagöngu fyrir hálfum mánuði og söfnuðu þá einni og hálfri milljón króna. Þær gengu Sólheimahringinn, sem er um 24 kílómetra. Kvenfélagskonur í kvenfélögum Hraungerðis og Villingaholtshrepps í Flóanum fannst hugmyndin svo sniðug að þær ákváðu að herma eftir og hófst þeirra ganga í morgun, alls um tuttugu og tveggja kílómetra leið. Þær safna fyrir Sjóðinn góða eins og konurnar í Grímsnesinu gerðu en það er sjóður í Árnessýslu, sem úthlutað er út fyrir jól til þeirra sem eiga ekki fyrir nauðþurftum. Ósk Unnarsdóttir er formaður Kvenfélags Villingaholtshrepps og er ein af þeim, sem stýrir göngu dagsins. „Þetta eru 22 kílómetrar og félagsheimilin, sem við göngum á milli eru Félagslundur, Þjórsárver og Þingborg, sem eru í gömlu hreppunum þremur, sem sameinuðust í Flóahrepp. Það er frábært að geta látið gott af sér leiða með svona göngu enda er það megin markmið kvenfélaga að sinna góðgerðarmálum og það hafa verið mjög fá tækifæri til fjáraflanna á árinu út af samfélagslegum aðstæðum eins og við öll þekkjum. Þetta er tækifæri sem við getum nýtt, vera úti í náttúrunni og þá er auðvelt að halda fjarlægð og hafa allar smitvarnir í góðu lagi,“ segir Ósk Unnarsdóttir, formaður Kvenfélags Villingaholtshrepps. Allur ágóði af göngu dagsins rennur til Sjóðsins góða í Árnessýslu, sem úthlutað er út fyrir jól til þeirra sem eiga ekki fyrir nauðþurftum.Aðsent Ósk verður á trússbílnum, sem mun fylgja kvenfélagskonunum. „Trússinn ætlar að passa að vera með auka endurskinsvesti í bílnum, vera með spritt og hanska og bjóða konunum að koma upp í þegar þær vilja hvíla sig eða eitthvað þannig,“ bætir Ósk við. Áheit er hægt að leggja inn á reikning Kvenfélags Hraungerðishrepps 0152-05-262213 kt. 590592-2349 og skrifa "áheit" sem skýringu. Hægt er að leggja inn á söfnunarreikningin til 31.október. Framlög eru frjáls. Flóahreppur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Kvenfélagskonur á öllum aldri úr Flóanum taka nú þátt í áheitagöngu á milli þriggja félagsheimila í sveitinni. Gangan hófst klukkan tíu í morgun. Trúss fylgir konunum. Kvenfélagskonur í Kvenfélagi Grímsneshrepps gengur áheitagöngu fyrir hálfum mánuði og söfnuðu þá einni og hálfri milljón króna. Þær gengu Sólheimahringinn, sem er um 24 kílómetra. Kvenfélagskonur í kvenfélögum Hraungerðis og Villingaholtshrepps í Flóanum fannst hugmyndin svo sniðug að þær ákváðu að herma eftir og hófst þeirra ganga í morgun, alls um tuttugu og tveggja kílómetra leið. Þær safna fyrir Sjóðinn góða eins og konurnar í Grímsnesinu gerðu en það er sjóður í Árnessýslu, sem úthlutað er út fyrir jól til þeirra sem eiga ekki fyrir nauðþurftum. Ósk Unnarsdóttir er formaður Kvenfélags Villingaholtshrepps og er ein af þeim, sem stýrir göngu dagsins. „Þetta eru 22 kílómetrar og félagsheimilin, sem við göngum á milli eru Félagslundur, Þjórsárver og Þingborg, sem eru í gömlu hreppunum þremur, sem sameinuðust í Flóahrepp. Það er frábært að geta látið gott af sér leiða með svona göngu enda er það megin markmið kvenfélaga að sinna góðgerðarmálum og það hafa verið mjög fá tækifæri til fjáraflanna á árinu út af samfélagslegum aðstæðum eins og við öll þekkjum. Þetta er tækifæri sem við getum nýtt, vera úti í náttúrunni og þá er auðvelt að halda fjarlægð og hafa allar smitvarnir í góðu lagi,“ segir Ósk Unnarsdóttir, formaður Kvenfélags Villingaholtshrepps. Allur ágóði af göngu dagsins rennur til Sjóðsins góða í Árnessýslu, sem úthlutað er út fyrir jól til þeirra sem eiga ekki fyrir nauðþurftum.Aðsent Ósk verður á trússbílnum, sem mun fylgja kvenfélagskonunum. „Trússinn ætlar að passa að vera með auka endurskinsvesti í bílnum, vera með spritt og hanska og bjóða konunum að koma upp í þegar þær vilja hvíla sig eða eitthvað þannig,“ bætir Ósk við. Áheit er hægt að leggja inn á reikning Kvenfélags Hraungerðishrepps 0152-05-262213 kt. 590592-2349 og skrifa "áheit" sem skýringu. Hægt er að leggja inn á söfnunarreikningin til 31.október. Framlög eru frjáls.
Flóahreppur Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira