Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Vésteinn Örn Pétursson skrifar

Ríflega fimmtíu sjúklingar liggja núá Landspítalanum með COVID-19 en hópsýkingin sem kom upp á Landakoti hefur mikil áhrif á starfsemi spítalans. Í fréttatímanum okkar klukkan 18:30 ræðum við við Guðlaugu Rakel Guðjónsdóttur, framkvæmdastjóra meðferðarsviðs Landspítalans, um þá erfið stöðu sem upp er komin á spítalanum.

Þá heyrum viðí Birni Leifssyni eiganda World Class sem segir iðkendur líkamsræktarstöðvanna þjást af æfingarskömm.

Við segjum frá hertum sóttvarnaraðgerðum víða um Evrópu og ræðum við konu sem lifði snjóflóðiðá Flateyri af fyrir tuttugu og fimm árum. Hún segir sárin gróa seint.

Þetta og fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30, í beinni útsendingu á samtengdum rásum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×