Hversu nálægt EM í Englandi verður Ísland í kvöld? Sindri Sverrisson skrifar 27. október 2020 13:32 Stigið sem Ísland náði í gegn Svíþjóð fyrir mánuði gæti reynst afar dýrmætt, sama hvernig fer í kvöld. vísir/vilhelm Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. Ísland hefur leikið fimm af átta leikjum sínum í undankeppninni og gengið svo vel að möguleikinn á að liðið komist fjórða skiptið í röð á EM er góður. Ísland vann fyrstu fjóra leiki sína og gerði svo 1-1 jafntefli við Svíþjóð í síðasta mánuði. Svíar hafa unnið fimm leiki og eru því með þriggja stiga forskot á Ísland og auk þess mun betri markatölu. Reglurnar í undankeppni EM Leikið er í níu undanriðlum. Efsta lið hvers riðils kemst beint á EM en liðið í 2. sæti gæti einnig komist beint á EM ellegar farið í umspil. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti komast beint á EM en sex lið fara í umspil um þrjú laus sæti. Ísland er til dæmis í 4. sæti núna, af liðum í 2. sæti síns riðils, og á leið í umspil miðað við þá stöðu. Fyrir ofan eru þó lið sem eiga eftir tvo „toppslagi“ en ekki einn eins og Ísland. En hversu mikla möguleika á Ísland á að komast á EM? Úrslitin í kvöld gefa skýrari mynd af því, en hafa ber í huga að Ísland á eftir útileiki við Slóvakíu og Ungverjaland eftir mánuð. Tap gegn Svíþjóð: Svíar, bronslið HM, þykja að sjálfsögðu sigurstranglegri í kvöld. Með sigri tryggir Svíþjóð sér toppsæti riðilsins, með sex stiga forskot á Ísland og betri innbyrðis úrslit. Ísland þyrfti þá að hugsa um að tryggja sér 2. sæti, sem er svo til öruggt, og safna sem flestum stigum og mörkum í baráttunni um að sleppa við umspil. Sex stig gegn Slóvakíu og Ungverjalandi gætu dugað til þess. Jafntefli við Svíþjóð: Ef Svíþjóð og Ísland gera 0-0 jafntefli er Svíþjóð með betri innbyrðis úrslit og endar ofar verði liðin jöfn að stigum. Ef liðin gera 1-1 jafntefli, eins og í Reykjavík, er Svíþjóð með mun betri heildarmarkatölu og yrði ofar ef liðin enduðu jöfn að stigum. Ef liðin gera 2-2, 3-3, 4-4 eða fleiri marka jafntefli þá endar Ísland ofar verði liðin jöfn að stigum. Ísland þyrfti samt sem áður nær örugglega að vinna leikina við Slóvakíu og Ungverjaland til að ná efsta sæti riðilsins. Sigur gegn Svíþjóð: Sigur í kvöld væri eitt mesta afrek landsliðsins frá upphafi og færi langleiðina með að skila Íslandi á EM. Þá myndi liðinu duga að ná í þrjú stig samtals úr leikjunum við Slóvakíu og Ungverjaland, til að ná efsta sætinu. Næsta Evrópumót fer fram í Englandi. Það átti upphaflega að fara fram sumarið 2021 en var frestað um eitt ár vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Tíu eftirminnilegustu landsleikirnir á ferli Söru Bjarkar Vísir fer yfir helstu vörðurnar á landsliðsferli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem bætir leikjamet íslenska kvennalandsliðsins gegn Svíþjóð í kvöld. 27. október 2020 12:01 „Verður örugglega rætt um þennan árgang sem gullkynslóð“ Sif Atladóttir er mjög spennt fyrir yngri leikmönnunum í íslenska kvennalandsliðinu og vonast til að þær komist á stærra svið fyrr en síðar. Hún kveðst nokkuð bjartsýn fyrir leikinn gegn Svíum í kvöld. 27. október 2020 09:01 „Vona að áheyrnarprufan verði á EM á Englandi 2022“ Þorkell Máni Pétursson segir að jafntefli yrðu frábær úrslit fyrir íslenska kvennalandsliðið gegn því sænska í undankeppni EM annað kvöld. 26. október 2020 15:00 Bítast um íslensku ungstirnin Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir vöktu mikla athygli með frammistöðu sinni í landsleikjunum við Lettland og Svíþjóð í síðasta mánuði. 26. október 2020 12:01 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Kvennalandslið Íslands í fótbolta getur tekið stórt skref í átt að EM í Englandi í kvöld þegar liðið mætir Svíþjóð í Gautaborg kl. 17.30. Ísland hefur leikið fimm af átta leikjum sínum í undankeppninni og gengið svo vel að möguleikinn á að liðið komist fjórða skiptið í röð á EM er góður. Ísland vann fyrstu fjóra leiki sína og gerði svo 1-1 jafntefli við Svíþjóð í síðasta mánuði. Svíar hafa unnið fimm leiki og eru því með þriggja stiga forskot á Ísland og auk þess mun betri markatölu. Reglurnar í undankeppni EM Leikið er í níu undanriðlum. Efsta lið hvers riðils kemst beint á EM en liðið í 2. sæti gæti einnig komist beint á EM ellegar farið í umspil. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti komast beint á EM en sex lið fara í umspil um þrjú laus sæti. Ísland er til dæmis í 4. sæti núna, af liðum í 2. sæti síns riðils, og á leið í umspil miðað við þá stöðu. Fyrir ofan eru þó lið sem eiga eftir tvo „toppslagi“ en ekki einn eins og Ísland. En hversu mikla möguleika á Ísland á að komast á EM? Úrslitin í kvöld gefa skýrari mynd af því, en hafa ber í huga að Ísland á eftir útileiki við Slóvakíu og Ungverjaland eftir mánuð. Tap gegn Svíþjóð: Svíar, bronslið HM, þykja að sjálfsögðu sigurstranglegri í kvöld. Með sigri tryggir Svíþjóð sér toppsæti riðilsins, með sex stiga forskot á Ísland og betri innbyrðis úrslit. Ísland þyrfti þá að hugsa um að tryggja sér 2. sæti, sem er svo til öruggt, og safna sem flestum stigum og mörkum í baráttunni um að sleppa við umspil. Sex stig gegn Slóvakíu og Ungverjalandi gætu dugað til þess. Jafntefli við Svíþjóð: Ef Svíþjóð og Ísland gera 0-0 jafntefli er Svíþjóð með betri innbyrðis úrslit og endar ofar verði liðin jöfn að stigum. Ef liðin gera 1-1 jafntefli, eins og í Reykjavík, er Svíþjóð með mun betri heildarmarkatölu og yrði ofar ef liðin enduðu jöfn að stigum. Ef liðin gera 2-2, 3-3, 4-4 eða fleiri marka jafntefli þá endar Ísland ofar verði liðin jöfn að stigum. Ísland þyrfti samt sem áður nær örugglega að vinna leikina við Slóvakíu og Ungverjaland til að ná efsta sæti riðilsins. Sigur gegn Svíþjóð: Sigur í kvöld væri eitt mesta afrek landsliðsins frá upphafi og færi langleiðina með að skila Íslandi á EM. Þá myndi liðinu duga að ná í þrjú stig samtals úr leikjunum við Slóvakíu og Ungverjaland, til að ná efsta sætinu. Næsta Evrópumót fer fram í Englandi. Það átti upphaflega að fara fram sumarið 2021 en var frestað um eitt ár vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins.
Reglurnar í undankeppni EM Leikið er í níu undanriðlum. Efsta lið hvers riðils kemst beint á EM en liðið í 2. sæti gæti einnig komist beint á EM ellegar farið í umspil. Þrjú lið með bestan árangur í 2. sæti komast beint á EM en sex lið fara í umspil um þrjú laus sæti. Ísland er til dæmis í 4. sæti núna, af liðum í 2. sæti síns riðils, og á leið í umspil miðað við þá stöðu. Fyrir ofan eru þó lið sem eiga eftir tvo „toppslagi“ en ekki einn eins og Ísland.
EM 2021 í Englandi Tengdar fréttir Tíu eftirminnilegustu landsleikirnir á ferli Söru Bjarkar Vísir fer yfir helstu vörðurnar á landsliðsferli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem bætir leikjamet íslenska kvennalandsliðsins gegn Svíþjóð í kvöld. 27. október 2020 12:01 „Verður örugglega rætt um þennan árgang sem gullkynslóð“ Sif Atladóttir er mjög spennt fyrir yngri leikmönnunum í íslenska kvennalandsliðinu og vonast til að þær komist á stærra svið fyrr en síðar. Hún kveðst nokkuð bjartsýn fyrir leikinn gegn Svíum í kvöld. 27. október 2020 09:01 „Vona að áheyrnarprufan verði á EM á Englandi 2022“ Þorkell Máni Pétursson segir að jafntefli yrðu frábær úrslit fyrir íslenska kvennalandsliðið gegn því sænska í undankeppni EM annað kvöld. 26. október 2020 15:00 Bítast um íslensku ungstirnin Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir vöktu mikla athygli með frammistöðu sinni í landsleikjunum við Lettland og Svíþjóð í síðasta mánuði. 26. október 2020 12:01 Mest lesið Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Tíu eftirminnilegustu landsleikirnir á ferli Söru Bjarkar Vísir fer yfir helstu vörðurnar á landsliðsferli Söru Bjarkar Gunnarsdóttur sem bætir leikjamet íslenska kvennalandsliðsins gegn Svíþjóð í kvöld. 27. október 2020 12:01
„Verður örugglega rætt um þennan árgang sem gullkynslóð“ Sif Atladóttir er mjög spennt fyrir yngri leikmönnunum í íslenska kvennalandsliðinu og vonast til að þær komist á stærra svið fyrr en síðar. Hún kveðst nokkuð bjartsýn fyrir leikinn gegn Svíum í kvöld. 27. október 2020 09:01
„Vona að áheyrnarprufan verði á EM á Englandi 2022“ Þorkell Máni Pétursson segir að jafntefli yrðu frábær úrslit fyrir íslenska kvennalandsliðið gegn því sænska í undankeppni EM annað kvöld. 26. október 2020 15:00
Bítast um íslensku ungstirnin Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir vöktu mikla athygli með frammistöðu sinni í landsleikjunum við Lettland og Svíþjóð í síðasta mánuði. 26. október 2020 12:01