Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur unnið að smitrakningu á Akureyri vegna smits sem kom upp í gærkvöldi sem tengist veitingastaðnum Berlín við Skipagötu.
Lögreglan óskar eftir því við viðskiptavini staðarins sem voru á staðnum síðastliðinn laugardag frá ellefu fyrir hádegi til klukkan tvö eftir hádegi að þeir hafi samband við lögreglu.
Um þrjátíu manns eru í einangrun vegna Covid-19 á Akureyri og opnað hefur verið farsóttarhús í Hafnarstræti, stutt frá miðbæ Akureyrar.