Harma að konur hafi sætt ítarlegri læknisskoðun á flugvellinum í Doha Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2020 15:00 Frá Hamad-alþjóðaflugvellinum í Doha. Getty/Exithamster/Barcroft Media Ríkisstjórnin í Katar harmar að konur hafi verið látnar sæta ítarlegri læknisskoðun á flugvellinum í Doha þann 2. október síðastliðinn. Læknisskoðanir á konunum voru gerðar eftir að ungabarn fannst falið í ruslatunnu á salerni á flugvellinum. Yfirvöld í Katar segjast hafa verið að leita að móður barnsins. Fyrst var greint frá málinu í áströlskum fjölmiðlum á sunnudag. Ástralska ríkisstjórnin staðfesti svo í dag að átján konum sem voru á leið með flugi frá Doha til Sydney hefði verið gert að sæta læknisskoðun á alþjóðaflugvelli borgarinnar. Þar af voru þrettán ástralskar konur en talið er fleiri konur sem komnar voru um borð í níu aðrar flugvélar hafi einnig verið gert að sæta læknisskoðun. Þjóðerni þeirra eða hversu margar þær nákvæmlega eru hefur ekki komið fram. Að því er fram kemur í frétt Guardian var farið með konurnar í sjúkrabíl. Ein lýsti því að hún hefði talið að skima ætti fyrir kórónuveirunni. Læknir þreifaði yfir kvið og neðri kvið Konurnar voru hins vegar látnar afklæðast að neðan þegar í sjúkrabílinn var komið. Kvenkyns læknir skoðaði þær síða með því að þreifa á þeim yfir kvið og neðri kvið. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, segir málið skelfilegt og óásættanlegt. Hann segir að ríkisstjórnin muni halda áfram að krefjast svara frá yfirvöldum í Katar, meðal annars til að tryggja að svona nokkuð gerist ekki aftur. Stjórnarandstaðan í Ástralíu hefur gagnrýnt viðbrögð ríkisstjórnarinnar við málinu. Segir stjórnarandstaðan að yfirvöld í Katar hafi beitt konurnar kynferðislegu ofbeldi en ástralska ríkisstjórnin hefur hingað til ekki viljað ganga svo langt í yfirlýsingum sínum. Staða kvenna í Katar löngum verið gagnrýnd Katarska ríkisstjórnin sagðist í yfirlýsingu sinni harma óþægindi kvennanna vegna málsins. Ákvörðun um að gera ítarlegar læknisskoðanir á konunum hafi verið tekin til þess að reyna að koma í veg fyrir að sá sem skildi barnið eftir í ruslatunnunni kæmist undan. Í Katar er ólöglegt að stunda kynlíf utan hjónabands. Í yfirlýsingunni heitir ríkisstjórnin því að rannsaka málið ítarlega og deila niðurstöðum þeirrar rannsóknar á alþjóðavettvangi. Staða kvenna í Katar hefur löngum verið gagnrýnd af mannréttindasamtökum. Á meðal þess sem samtökin Human Rights Watch hafa gagnrýnt er að í hegningarlögum landsins er ekki að finna ákvæði um að heimilisofbeldi eða nauðgun í hjónabandi sé refsivert. Þá kveða lög í Katar á um að eiginkona sé ábyrg fyrir því að sjá um eiginmann sinn og skuli hlýða honum. Katar Ástralía Fréttir af flugi Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira
Ríkisstjórnin í Katar harmar að konur hafi verið látnar sæta ítarlegri læknisskoðun á flugvellinum í Doha þann 2. október síðastliðinn. Læknisskoðanir á konunum voru gerðar eftir að ungabarn fannst falið í ruslatunnu á salerni á flugvellinum. Yfirvöld í Katar segjast hafa verið að leita að móður barnsins. Fyrst var greint frá málinu í áströlskum fjölmiðlum á sunnudag. Ástralska ríkisstjórnin staðfesti svo í dag að átján konum sem voru á leið með flugi frá Doha til Sydney hefði verið gert að sæta læknisskoðun á alþjóðaflugvelli borgarinnar. Þar af voru þrettán ástralskar konur en talið er fleiri konur sem komnar voru um borð í níu aðrar flugvélar hafi einnig verið gert að sæta læknisskoðun. Þjóðerni þeirra eða hversu margar þær nákvæmlega eru hefur ekki komið fram. Að því er fram kemur í frétt Guardian var farið með konurnar í sjúkrabíl. Ein lýsti því að hún hefði talið að skima ætti fyrir kórónuveirunni. Læknir þreifaði yfir kvið og neðri kvið Konurnar voru hins vegar látnar afklæðast að neðan þegar í sjúkrabílinn var komið. Kvenkyns læknir skoðaði þær síða með því að þreifa á þeim yfir kvið og neðri kvið. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, segir málið skelfilegt og óásættanlegt. Hann segir að ríkisstjórnin muni halda áfram að krefjast svara frá yfirvöldum í Katar, meðal annars til að tryggja að svona nokkuð gerist ekki aftur. Stjórnarandstaðan í Ástralíu hefur gagnrýnt viðbrögð ríkisstjórnarinnar við málinu. Segir stjórnarandstaðan að yfirvöld í Katar hafi beitt konurnar kynferðislegu ofbeldi en ástralska ríkisstjórnin hefur hingað til ekki viljað ganga svo langt í yfirlýsingum sínum. Staða kvenna í Katar löngum verið gagnrýnd Katarska ríkisstjórnin sagðist í yfirlýsingu sinni harma óþægindi kvennanna vegna málsins. Ákvörðun um að gera ítarlegar læknisskoðanir á konunum hafi verið tekin til þess að reyna að koma í veg fyrir að sá sem skildi barnið eftir í ruslatunnunni kæmist undan. Í Katar er ólöglegt að stunda kynlíf utan hjónabands. Í yfirlýsingunni heitir ríkisstjórnin því að rannsaka málið ítarlega og deila niðurstöðum þeirrar rannsóknar á alþjóðavettvangi. Staða kvenna í Katar hefur löngum verið gagnrýnd af mannréttindasamtökum. Á meðal þess sem samtökin Human Rights Watch hafa gagnrýnt er að í hegningarlögum landsins er ekki að finna ákvæði um að heimilisofbeldi eða nauðgun í hjónabandi sé refsivert. Þá kveða lög í Katar á um að eiginkona sé ábyrg fyrir því að sjá um eiginmann sinn og skuli hlýða honum.
Katar Ástralía Fréttir af flugi Mest lesið Handtekin vegna andláts föður síns Innlent Tveir flutningabílar höfnuðu utan vegar og annar á hliðinni Innlent Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Innlent Útgerðin skjóti sig í fótinn loki hún vinnslum Innlent Vara við norðan hríð í kvöld Innlent Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Erlent Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Erlent Ævintýri um allan heim biðu ungra íslenskra flugmanna Innlent Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Erlent Fölsuð verk til sýnis á Listasafni Íslands Innlent Fleiri fréttir Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Segist ætla finna orsök einhverfu fyrir september Spánverjar óska eftir umræðu um þátttöku Ísrael í Eurovision Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Sjá meira