Magnaður Rashford gerði þrennu er Man Utd gekk frá Leipzig 28. október 2020 21:55 Marcus Rashford er að gera það gott innan vallar sem utan þessa dagana. Nick Potts/Getty Images Eftir frábæran sigur gegn Paris Saint-Germain í París í fyrstu umferð þá fengu lærisveinar Ole Gunnar Solskjær öflugt lið RB Leipzig frá Þýskalandi í heimsókn á Old Trafford í kvöld. Fór það svo að Manchester United vann þægilegan 5-0 sigur og er komið í góða stöðu á toppi riðilsins. Leikurinn byrjaði frekar hægt og bæði lið tóku ekki óþarfa áhættur. Athygli vakti að Paul Pogba og Donny Van de Beek voru í byrjunarliði Man United en liðinu var stillt upp í 4-4-2 leikkerfi með tígulmiðju. Mason Greenwood kom heimamönnum yfir á 21. mínútu með frábæru skoti úr þröngu færi eftir sendingu Paul Pogba. Gummi Ben lýsti leiknum á Stöð 2 Sport 4 virtist sannfærður að um rangstöðu væri að ræða en svo reyndist ekki og staðan því 1-0 fyrir United. Þannig var hún allt þangað til aðeins rúmar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum. Varamaðurinn Marcus Rashford gerði þá út um leikinn. Fyrst skoraði hann eftir frábæra sendingu Bruno Fernandes inn fyrir vörn Leipzig. Aðstoðardómari leiksins flaggaði Rashford rangstæðan en í endursýningu sást að Rashford var á eigin vallarhelming þegar Bruno gaf boltann og Rashford gat því ekki verið rangstæður. Staðan því orðin 2-0 og skömmu síðar var hún 3-0 þökk sé öðru marki Rashford. Negldi hann boltanum þá í netið eftir sendingu frá hinum brasilíska Fred. Rashford hefði getað tryggt þrennu sína með vítaspyrnu þegar þrjár mínútur lifðu leiks en Anthony Martial fór hins vegar á punktinn. Skoraði Frakkinn af öryggi og Man United 4-0 yfir þegar lítið var eftir af leiknum. 3 - Marcus Rashford is only the second Man Utd player to score a hat-trick as a substitute after Ole Gunnar Solskjaer versus Nottingham Forest in February 1999 in the Premier League. Super. pic.twitter.com/DVEfo9HHZw— OptaJoe (@OptaJoe) October 28, 2020 Rashford bætti hins vegar við þriðja marki sínu og fimmta marki United í uppbótatíma eftir frábæran sprett Martial. Afgreiðslur Rashford í hæsta gæðaflokki í kvöld og lokatölur á Old Trafford 5-0 heimamönnum í vil. Meistaradeild Evrópu Fótbolti Tengdar fréttir Chelsea og PSG unnu bæði góða sigra á útivelli Chelsea þarf á sigri að halda gegn Krasnodar, nýliðunum í Meistaradeildinni, eftir jafnteflið við Sevilla í 1. umferð riðlakeppninnar. 28. október 2020 20:00
Eftir frábæran sigur gegn Paris Saint-Germain í París í fyrstu umferð þá fengu lærisveinar Ole Gunnar Solskjær öflugt lið RB Leipzig frá Þýskalandi í heimsókn á Old Trafford í kvöld. Fór það svo að Manchester United vann þægilegan 5-0 sigur og er komið í góða stöðu á toppi riðilsins. Leikurinn byrjaði frekar hægt og bæði lið tóku ekki óþarfa áhættur. Athygli vakti að Paul Pogba og Donny Van de Beek voru í byrjunarliði Man United en liðinu var stillt upp í 4-4-2 leikkerfi með tígulmiðju. Mason Greenwood kom heimamönnum yfir á 21. mínútu með frábæru skoti úr þröngu færi eftir sendingu Paul Pogba. Gummi Ben lýsti leiknum á Stöð 2 Sport 4 virtist sannfærður að um rangstöðu væri að ræða en svo reyndist ekki og staðan því 1-0 fyrir United. Þannig var hún allt þangað til aðeins rúmar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum. Varamaðurinn Marcus Rashford gerði þá út um leikinn. Fyrst skoraði hann eftir frábæra sendingu Bruno Fernandes inn fyrir vörn Leipzig. Aðstoðardómari leiksins flaggaði Rashford rangstæðan en í endursýningu sást að Rashford var á eigin vallarhelming þegar Bruno gaf boltann og Rashford gat því ekki verið rangstæður. Staðan því orðin 2-0 og skömmu síðar var hún 3-0 þökk sé öðru marki Rashford. Negldi hann boltanum þá í netið eftir sendingu frá hinum brasilíska Fred. Rashford hefði getað tryggt þrennu sína með vítaspyrnu þegar þrjár mínútur lifðu leiks en Anthony Martial fór hins vegar á punktinn. Skoraði Frakkinn af öryggi og Man United 4-0 yfir þegar lítið var eftir af leiknum. 3 - Marcus Rashford is only the second Man Utd player to score a hat-trick as a substitute after Ole Gunnar Solskjaer versus Nottingham Forest in February 1999 in the Premier League. Super. pic.twitter.com/DVEfo9HHZw— OptaJoe (@OptaJoe) October 28, 2020 Rashford bætti hins vegar við þriðja marki sínu og fimmta marki United í uppbótatíma eftir frábæran sprett Martial. Afgreiðslur Rashford í hæsta gæðaflokki í kvöld og lokatölur á Old Trafford 5-0 heimamönnum í vil.
Meistaradeild Evrópu Fótbolti Tengdar fréttir Chelsea og PSG unnu bæði góða sigra á útivelli Chelsea þarf á sigri að halda gegn Krasnodar, nýliðunum í Meistaradeildinni, eftir jafnteflið við Sevilla í 1. umferð riðlakeppninnar. 28. október 2020 20:00
Chelsea og PSG unnu bæði góða sigra á útivelli Chelsea þarf á sigri að halda gegn Krasnodar, nýliðunum í Meistaradeildinni, eftir jafnteflið við Sevilla í 1. umferð riðlakeppninnar. 28. október 2020 20:00