Ný smit á Norðurlandi eystra virðast dreifast víða Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. október 2020 14:13 Frá Akureyri. Vísir/Vilhelm Tíu greindust með kórónuveiruna á Norðurlandi eystra síðasta sólarhringinn. Nokkrir voru utan sóttkvíar við greiningu og virðast við fyrstu sýn hafa „dreifst víða“, að því er fram kemur í færslu lögreglu á Norðurlandi eystra í dag. Þá hefur enginn greinst með veiruna í tengslum við veitingastaðinn Berlín á Akureyri eftir að starfsmaður þar reyndist smitaður. Kristján Kristjánsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, segir að aðili sem eigi sér sögu hjá lögreglu hafi gert smitrakningu erfitt fyrir. Sá hafi verið smitaður en ekki virt sóttkví. Hann sé nú kominn á réttan stað, eins og hann orði það, og vonandi verði hann ekki til frekari vandræða. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri hjá lögreglu á Norðurlandi eystra segir í samtali við Vísi að rekja megi smitin tíu sem greindust í gær til nokkurra mismunandi staða. „Þau eru ekki öll úr sama hópnum. Við rekjum þetta inn í íþróttafélag, grunnskóla, jarðarför og svo eru líka eitt eða tvö með óþekktan uppruna. Það er svona túlkunin á því að þetta hafi dreifst víða,“ segir Hermann. Þá segir hann marga hafa komið í sýnatöku í umdæminu í gær og á von á því að staðan verði eins í dag. Engir fleiri smitaðir í tengslum við Berlín Lögregla óskaði eftir því í gær að allir viðskiptavinir veitingastaðarins Berlínar á Akureyri, sem voru á staðnum laugardaginn 24. október frá 11-14, hefðu samband við lögreglu vegna smits sem þar kom upp í fyrradag. Lögregla kveðst í dag hafa fengið mikil og góð viðbrögð við þeirri ósk sinni. Fram kemur í Facebook-færslu Berlínar í gær að starfsmaður í hlutastarfi hafi greinst með veiruna eftir að hann vann eina vakt umræddan laugardag, 24. október. Allir sem unnu með viðkomandi starfsmanni voru sendir í sjö daga sóttkví og fara í sýnatöku að henni lokinni. Þeir starfsmenn sem störfuðu ekki á sömu vakt fóru í sýnatöku í gær. Þá var ákveðið að loka staðnum í dag eða þar til niðurstöður úr skimuninni liggja fyrir. Hermann segir að hann viti ekki til þess að fleiri en umræddur starfsmaður hafi greinst með veiruna eftir skimanir í gær. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Tengdar fréttir Vilja ná tali af viðskiptavinum vegna smits á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur unnið að smitrakningu á Akureyri vegna smits sem kom upp í gærkvöldi sem tengist veitingastaðnum Berlín við Skipagötu. 27. október 2020 18:00 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Tíu greindust með kórónuveiruna á Norðurlandi eystra síðasta sólarhringinn. Nokkrir voru utan sóttkvíar við greiningu og virðast við fyrstu sýn hafa „dreifst víða“, að því er fram kemur í færslu lögreglu á Norðurlandi eystra í dag. Þá hefur enginn greinst með veiruna í tengslum við veitingastaðinn Berlín á Akureyri eftir að starfsmaður þar reyndist smitaður. Kristján Kristjánsson, yfirlögregluþjónn á Akureyri, segir að aðili sem eigi sér sögu hjá lögreglu hafi gert smitrakningu erfitt fyrir. Sá hafi verið smitaður en ekki virt sóttkví. Hann sé nú kominn á réttan stað, eins og hann orði það, og vonandi verði hann ekki til frekari vandræða. Hermann Karlsson aðalvarðstjóri hjá lögreglu á Norðurlandi eystra segir í samtali við Vísi að rekja megi smitin tíu sem greindust í gær til nokkurra mismunandi staða. „Þau eru ekki öll úr sama hópnum. Við rekjum þetta inn í íþróttafélag, grunnskóla, jarðarför og svo eru líka eitt eða tvö með óþekktan uppruna. Það er svona túlkunin á því að þetta hafi dreifst víða,“ segir Hermann. Þá segir hann marga hafa komið í sýnatöku í umdæminu í gær og á von á því að staðan verði eins í dag. Engir fleiri smitaðir í tengslum við Berlín Lögregla óskaði eftir því í gær að allir viðskiptavinir veitingastaðarins Berlínar á Akureyri, sem voru á staðnum laugardaginn 24. október frá 11-14, hefðu samband við lögreglu vegna smits sem þar kom upp í fyrradag. Lögregla kveðst í dag hafa fengið mikil og góð viðbrögð við þeirri ósk sinni. Fram kemur í Facebook-færslu Berlínar í gær að starfsmaður í hlutastarfi hafi greinst með veiruna eftir að hann vann eina vakt umræddan laugardag, 24. október. Allir sem unnu með viðkomandi starfsmanni voru sendir í sjö daga sóttkví og fara í sýnatöku að henni lokinni. Þeir starfsmenn sem störfuðu ekki á sömu vakt fóru í sýnatöku í gær. Þá var ákveðið að loka staðnum í dag eða þar til niðurstöður úr skimuninni liggja fyrir. Hermann segir að hann viti ekki til þess að fleiri en umræddur starfsmaður hafi greinst með veiruna eftir skimanir í gær. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Akureyri Tengdar fréttir Vilja ná tali af viðskiptavinum vegna smits á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur unnið að smitrakningu á Akureyri vegna smits sem kom upp í gærkvöldi sem tengist veitingastaðnum Berlín við Skipagötu. 27. október 2020 18:00 Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Innlent Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Fleiri fréttir Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Vilja ná tali af viðskiptavinum vegna smits á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur unnið að smitrakningu á Akureyri vegna smits sem kom upp í gærkvöldi sem tengist veitingastaðnum Berlín við Skipagötu. 27. október 2020 18:00