Leggja niður rannsókn á foreldrum barnanna í Ystad Atli Ísleifsson skrifar 30. október 2020 10:22 Ystad er að finna á suðurströnd Svíþjóðar. Fjölskyldan bjó rétt fyrir utan bæinn. Getty Lögregla í Svíþjóð hefur lagt niður rannsókn á foreldrum sem grunuð voru um að hafa haldið fimm börnum sínum einangruðum frá umheiminum á býli sínu fyrir utan bæinn Ystad um árabil. SVT segir frá þessu, en í yfirlýsingu frá saksóknara segir að þrátt fyrir ítarlega rannsókn hafi ekki tekist að sanna að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Sneri rannsóknin meðal annars að því hvort að foreldrarnir hafi beitt börnin ofbeldi og svipt þau frelsi sínu. Málið vakti mikla athygli í Svíþjóð og víðar þegar greint var frá því í fjölmiðlum um mitt síðasta ár. Illa haldin og vanrækt Í frétt Vísis kom fram að það hafi verið í ágúst 2018 sem að félagsmálayfirvöld hafi knúið dyra á heimili fjölskyldunnar fyrir utan Ystad á Skáni ásamt lögreglu. Þar hafi börnin fimm verið innandyra, illa haldin og vanrækt. Fjögur þeirra voru þá á aldrinum fjögurra til sextán ára. Þau voru samstundis fjarlægð af heimilinu en elsta barnið sem var átján ára kaus að vera áfram hjá foreldrum sínum. Kom í ljós að börnin hafi ekki sótt skóla og ekki haft neina grunnfærni í lestri, skrift eða stærðfræði. Þá hafi þau ekki kunnað að nota peninga, gátu ekki reimað skó sína og vissu ekki hvernig nota átti klósett. Þá hafi þau skort jafnvægi, með veikburða fætur sem benti til að þau hafi ekki fengið næga líkamlega þjálfun í gegnum árin. Tóku skýringar fjölskyldunnar trúanlegar Skólastjóri í Ystad sagði á sínum tíma að foreldrar barnanna hafi haldið því fram að fjölskyldan hafi verið á ferðalagi og að börnin hafi stundað nám í gegnum netið í skóla sem væri í Bandaríkjunum. Félagsmálayfirvöld hafi tekið skýringar foreldranna trúanlegar, en skólastjórinn hafi svo ákveðið að kanna sannleiksgildi skýringanna sem varð svo til þess að fulltrúar yfirvalda heimsóttu heimili fjölskyldunnar. Svíþjóð Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Lögregla í Svíþjóð hefur lagt niður rannsókn á foreldrum sem grunuð voru um að hafa haldið fimm börnum sínum einangruðum frá umheiminum á býli sínu fyrir utan bæinn Ystad um árabil. SVT segir frá þessu, en í yfirlýsingu frá saksóknara segir að þrátt fyrir ítarlega rannsókn hafi ekki tekist að sanna að nokkuð saknæmt hafi átt sér stað. Sneri rannsóknin meðal annars að því hvort að foreldrarnir hafi beitt börnin ofbeldi og svipt þau frelsi sínu. Málið vakti mikla athygli í Svíþjóð og víðar þegar greint var frá því í fjölmiðlum um mitt síðasta ár. Illa haldin og vanrækt Í frétt Vísis kom fram að það hafi verið í ágúst 2018 sem að félagsmálayfirvöld hafi knúið dyra á heimili fjölskyldunnar fyrir utan Ystad á Skáni ásamt lögreglu. Þar hafi börnin fimm verið innandyra, illa haldin og vanrækt. Fjögur þeirra voru þá á aldrinum fjögurra til sextán ára. Þau voru samstundis fjarlægð af heimilinu en elsta barnið sem var átján ára kaus að vera áfram hjá foreldrum sínum. Kom í ljós að börnin hafi ekki sótt skóla og ekki haft neina grunnfærni í lestri, skrift eða stærðfræði. Þá hafi þau ekki kunnað að nota peninga, gátu ekki reimað skó sína og vissu ekki hvernig nota átti klósett. Þá hafi þau skort jafnvægi, með veikburða fætur sem benti til að þau hafi ekki fengið næga líkamlega þjálfun í gegnum árin. Tóku skýringar fjölskyldunnar trúanlegar Skólastjóri í Ystad sagði á sínum tíma að foreldrar barnanna hafi haldið því fram að fjölskyldan hafi verið á ferðalagi og að börnin hafi stundað nám í gegnum netið í skóla sem væri í Bandaríkjunum. Félagsmálayfirvöld hafi tekið skýringar foreldranna trúanlegar, en skólastjórinn hafi svo ákveðið að kanna sannleiksgildi skýringanna sem varð svo til þess að fulltrúar yfirvalda heimsóttu heimili fjölskyldunnar.
Svíþjóð Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira