„Réttindi barnanna eru fótum troðin í þessu fordæmalausa máli“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 30. október 2020 21:01 Fjölskyldan á sér þá ósk heitasta að geta búið áfram á Íslandi eins og undanfarin sjö ár. Bassirou Ndiaye með Reginu Mörthu Ndiaye og Mahe Diouf með Elodie Mariu Ndiaye. Visir/Sigurjón Hjónin Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf hafa búið hér og starfað í næstum sjö ár en eru frá Sénegal. Þau yfirgáfu heimaland sitt því Bassirou er kristinn og Mahe er íslamstrúar og segja að þeim sé ekki óhætt að vera í heimalandinu vegna þess, því fylgi félagsleg útskúfun og hætta. Mahe segir að staða kvenna í Sénegal sé slæm og hætta á kynfæralimlestingum hjá börnum. Þau eiga tvær dætur þær Mörtu sex ára og Maríu þriggja ára sem eru báðar fæddar hér á landi. Sú yngri er í leikskóla, sú eldri í Vogaskóla og er hún farin að lesa og gefur fréttamanni sýnishorn á hversu flink hún er orðin. Hjónin hafa án árangurs barist fyrir því í sex ár að fá dvalarleyfi hér á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Síðasti úrskurður í máli þeirra kom á föstudag þegar Landsréttur dæmdi að úrskurður Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála skuli standa. Það þýðir að af óbreyttu á að vísa þeim úr landi. Á ekki til orð til að lýsa því hvernig mér líður Þau hafa miklar áhyggjur af framhaldinu. „Við finnum bara sársauka, mikinn sársauka eftir þennan dóm. Ég finn ekki orð til að lýsa hvernig mér líður núna eftir alla þessa baráttu. Börnin mín fæddust á Íslandi og eru íslensk. Það er alveg ótrúlega skrítið að þau þurfi að sækja um hæli í eigin landi, landinu sem þau fæddust í. Þetta ástand hefur haft neikvæð áhrif á heilsu og líf okkar hjóna. Ég er svo sorgmædd að börnin mín fái ekki leyfi til að búa hér bara af því við foreldrarnir eru frá Sénegal. Ég get ekki hugsað mér að börnin mín þurfi að alast upp við sömu skilyrði og ég þurfti í Sénegal þar sem brotið er á réttindum barna og kvenna,“ segir Mahe. Eiginmaður hennar Bassirou tekur undir þetta en síðustu þrjú og hálft ár hefur hann unnið við uppvask á Canopy hóteli, en missti starfið fyrir stuttu vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég skil ekki af hverju við fáum alltaf neitun frá Útlendingastofnun. Ég er ekki glæpamaður, konan mín er ekki glæpamaður, börnin mín eru ekki glæpamenn. Við viljum bara fá að eiga heima í þessu landi og skapa börnum okkar betra líf en þau myndu fá í Sénegal,“ segir Bassirou. Elín Árnadóttir, lögmaður hjónanna, hefur farið fram á enn eina endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála. Elín Árnadóttir lögmaður segir brotið á mannréttindum barnanna.Vísir „Landsréttardómurinn sýknar Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála af þeirri kröfu okkar að hjónin fái dvalarleyfi hér af mannúðarástæðum. Þetta þýðir að úrskurður stofnanna gildir og þeim verður vísað úr landi verði ekkert gert. Við teljum þennan dóm rangan. Það er ekki tekið tillit til barnanna eða heildarhagsmuna. Við getum ekki sætt okkur við þetta. Börnin eru íslensk „Fjölskyldan hefur búið hér í næstum sjö ár. Börnin eru íslensk, fædd hér og tala íslensku, eru í skóla og eiga hér vini. Það yrði óafturkræf skerðing á þeirra högum ef fjölskyldunni yrði vísað úr landi. En við höfum farið fram á einn eina endurupptöku á málinu hjá kærunefnd útlendingamála,“ segir Elín. Ekki hægt að sætta sig við þetta „Fjölskyldan er búin að vera í algjörri og fáranlegri réttaróvissu í sex ár, börnin eru með utangarðskennitölu og virðast ekki hafa nein réttindi hér. Það er ekki hægt að sætta sig við þetta, við getum ekki látið bjóða okkur uppá þetta.“ „Ég veit ekki um neitt mál hér á landi sem hefur tekið svona langan tíma og sérstaklega þegar um börn er að ræða. Þetta er fráleitt að þetta eigi að ganga svona lengur. Við bentum í Landsrétti á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og réttindi barna. Þá bentum við á hættu á kynfæralimlestingum verði stelpurnar sendar til Sénegal en það var ekki tekið tillit til neins þessa. Réttindi barnanna eru fótum troðin í þessu fordæmalausa máli,“ segir Elín að lokum. Hælisleitendur Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Senegal Tengdar fréttir Grétu af gleði þegar þau fengu landvistarleyfið Khedr-fjölskyldan egypska segist varla trúa því ennþá að hún dvelji nú löglega á Íslandi. Þau grétu öll aðf gleði þegar þau fengu fréttirnar um að þeim yrði veitt landvistarleyfi í gærkvöldi eftir að til stóð að vísa þeim úr landi. 25. september 2020 16:46 Segir að börnunum verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til Egyptalands Fyrrverandi formaður félags múlima á Íslandi sem bjó um árabil í Eygyptalandi segir að egypsku börnunum sem vísa á úr landi verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til landsins og fjölskyldufaðirinn pyntaður og fangelsaður. Hann tekur nú saman sviðsmynd sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum á Íslandi. 18. september 2020 11:51 Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00 Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Grátbiður dómsmálaráðherra að sýna börnum sínum miskunn Egypsk móðir biður dómsmálaráðherra um að sýna börnum sínum miskunn. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi á miðvikudag, en hún var send í Covid-próf í dag til að undirbúa brottför. 14. september 2020 18:30 Segir óásættanlegt að vísa fjölskyldunni úr landi Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir óásættanlegt að vísa eigi barnafjölskyldu frá Egyptalandi úr landi eftir rúm tvö ár á Íslandi. Þörf sé á lagabreytingu. 10. september 2020 19:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Hjónin Bassirou Ndiaye og Mahe Diouf hafa búið hér og starfað í næstum sjö ár en eru frá Sénegal. Þau yfirgáfu heimaland sitt því Bassirou er kristinn og Mahe er íslamstrúar og segja að þeim sé ekki óhætt að vera í heimalandinu vegna þess, því fylgi félagsleg útskúfun og hætta. Mahe segir að staða kvenna í Sénegal sé slæm og hætta á kynfæralimlestingum hjá börnum. Þau eiga tvær dætur þær Mörtu sex ára og Maríu þriggja ára sem eru báðar fæddar hér á landi. Sú yngri er í leikskóla, sú eldri í Vogaskóla og er hún farin að lesa og gefur fréttamanni sýnishorn á hversu flink hún er orðin. Hjónin hafa án árangurs barist fyrir því í sex ár að fá dvalarleyfi hér á grundvelli mannúðarsjónarmiða, óskað eftir alþjóðlegri vernd eða dvalarleyfi vegna sérstakra tengsla við landið. Síðasti úrskurður í máli þeirra kom á föstudag þegar Landsréttur dæmdi að úrskurður Útlendingastofnunar og kærunefndar útlendingamála skuli standa. Það þýðir að af óbreyttu á að vísa þeim úr landi. Á ekki til orð til að lýsa því hvernig mér líður Þau hafa miklar áhyggjur af framhaldinu. „Við finnum bara sársauka, mikinn sársauka eftir þennan dóm. Ég finn ekki orð til að lýsa hvernig mér líður núna eftir alla þessa baráttu. Börnin mín fæddust á Íslandi og eru íslensk. Það er alveg ótrúlega skrítið að þau þurfi að sækja um hæli í eigin landi, landinu sem þau fæddust í. Þetta ástand hefur haft neikvæð áhrif á heilsu og líf okkar hjóna. Ég er svo sorgmædd að börnin mín fái ekki leyfi til að búa hér bara af því við foreldrarnir eru frá Sénegal. Ég get ekki hugsað mér að börnin mín þurfi að alast upp við sömu skilyrði og ég þurfti í Sénegal þar sem brotið er á réttindum barna og kvenna,“ segir Mahe. Eiginmaður hennar Bassirou tekur undir þetta en síðustu þrjú og hálft ár hefur hann unnið við uppvask á Canopy hóteli, en missti starfið fyrir stuttu vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég skil ekki af hverju við fáum alltaf neitun frá Útlendingastofnun. Ég er ekki glæpamaður, konan mín er ekki glæpamaður, börnin mín eru ekki glæpamenn. Við viljum bara fá að eiga heima í þessu landi og skapa börnum okkar betra líf en þau myndu fá í Sénegal,“ segir Bassirou. Elín Árnadóttir, lögmaður hjónanna, hefur farið fram á enn eina endurupptöku málsins hjá kærunefnd útlendingamála. Elín Árnadóttir lögmaður segir brotið á mannréttindum barnanna.Vísir „Landsréttardómurinn sýknar Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála af þeirri kröfu okkar að hjónin fái dvalarleyfi hér af mannúðarástæðum. Þetta þýðir að úrskurður stofnanna gildir og þeim verður vísað úr landi verði ekkert gert. Við teljum þennan dóm rangan. Það er ekki tekið tillit til barnanna eða heildarhagsmuna. Við getum ekki sætt okkur við þetta. Börnin eru íslensk „Fjölskyldan hefur búið hér í næstum sjö ár. Börnin eru íslensk, fædd hér og tala íslensku, eru í skóla og eiga hér vini. Það yrði óafturkræf skerðing á þeirra högum ef fjölskyldunni yrði vísað úr landi. En við höfum farið fram á einn eina endurupptöku á málinu hjá kærunefnd útlendingamála,“ segir Elín. Ekki hægt að sætta sig við þetta „Fjölskyldan er búin að vera í algjörri og fáranlegri réttaróvissu í sex ár, börnin eru með utangarðskennitölu og virðast ekki hafa nein réttindi hér. Það er ekki hægt að sætta sig við þetta, við getum ekki látið bjóða okkur uppá þetta.“ „Ég veit ekki um neitt mál hér á landi sem hefur tekið svona langan tíma og sérstaklega þegar um börn er að ræða. Þetta er fráleitt að þetta eigi að ganga svona lengur. Við bentum í Landsrétti á Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna og réttindi barna. Þá bentum við á hættu á kynfæralimlestingum verði stelpurnar sendar til Sénegal en það var ekki tekið tillit til neins þessa. Réttindi barnanna eru fótum troðin í þessu fordæmalausa máli,“ segir Elín að lokum.
Hælisleitendur Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Senegal Tengdar fréttir Grétu af gleði þegar þau fengu landvistarleyfið Khedr-fjölskyldan egypska segist varla trúa því ennþá að hún dvelji nú löglega á Íslandi. Þau grétu öll aðf gleði þegar þau fengu fréttirnar um að þeim yrði veitt landvistarleyfi í gærkvöldi eftir að til stóð að vísa þeim úr landi. 25. september 2020 16:46 Segir að börnunum verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til Egyptalands Fyrrverandi formaður félags múlima á Íslandi sem bjó um árabil í Eygyptalandi segir að egypsku börnunum sem vísa á úr landi verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til landsins og fjölskyldufaðirinn pyntaður og fangelsaður. Hann tekur nú saman sviðsmynd sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum á Íslandi. 18. september 2020 11:51 Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00 Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58 Grátbiður dómsmálaráðherra að sýna börnum sínum miskunn Egypsk móðir biður dómsmálaráðherra um að sýna börnum sínum miskunn. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi á miðvikudag, en hún var send í Covid-próf í dag til að undirbúa brottför. 14. september 2020 18:30 Segir óásættanlegt að vísa fjölskyldunni úr landi Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir óásættanlegt að vísa eigi barnafjölskyldu frá Egyptalandi úr landi eftir rúm tvö ár á Íslandi. Þörf sé á lagabreytingu. 10. september 2020 19:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Grétu af gleði þegar þau fengu landvistarleyfið Khedr-fjölskyldan egypska segist varla trúa því ennþá að hún dvelji nú löglega á Íslandi. Þau grétu öll aðf gleði þegar þau fengu fréttirnar um að þeim yrði veitt landvistarleyfi í gærkvöldi eftir að til stóð að vísa þeim úr landi. 25. september 2020 16:46
Segir að börnunum verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til Egyptalands Fyrrverandi formaður félags múlima á Íslandi sem bjó um árabil í Eygyptalandi segir að egypsku börnunum sem vísa á úr landi verði hugsanlega rænt af yfirvöldum við komuna til landsins og fjölskyldufaðirinn pyntaður og fangelsaður. Hann tekur nú saman sviðsmynd sem hann ætlar að senda þar til bærum yfirvöldum á Íslandi. 18. september 2020 11:51
Fjölskyldan er enn í felum: „Næstu skref eru að undirbúa nýja framkvæmd“ Formleg leit er ekki hafin að sex manna egypskri fjölskyldu sem skilaði sér ekki þegar flytja átti hana úr landi í morgun. Yfirvöld vita ekki hvar fjölskyldan er niður komin. 16. september 2020 20:00
Segir víst að Ibrahim Kehdr muni sæta pyntingum í Egyptalandi Sverrir Agnarsson er sérfróður um stöðu mála í Egyptalandi. 15. september 2020 11:58
Grátbiður dómsmálaráðherra að sýna börnum sínum miskunn Egypsk móðir biður dómsmálaráðherra um að sýna börnum sínum miskunn. Fjölskyldunni verður að óbreyttu vísað úr landi á miðvikudag, en hún var send í Covid-próf í dag til að undirbúa brottför. 14. september 2020 18:30
Segir óásættanlegt að vísa fjölskyldunni úr landi Lögfræðingur hjá Rauða krossinum segir óásættanlegt að vísa eigi barnafjölskyldu frá Egyptalandi úr landi eftir rúm tvö ár á Íslandi. Þörf sé á lagabreytingu. 10. september 2020 19:30