Lögreglumenn vísuðu vongóðum kylfingum af velli Sylvía Hall skrifar 31. október 2020 18:11 Lögreglumenn vísaði kylfingum af Hólmsvelli við Leiru í dag. Myndin er þó frá Korpu, en þar er einnig óheimilt að spila golf líkt og annars staðar. Vísir/Vilhelm Lögreglumenn á Suðurnesjum vísuðu kylfingum af Hólmsvelli í Leiru í dag þar sem þeir hugðust spila golf. Samkvæmt varðstjóra tóku kylfingarnir vel í tilmælin og urðu engir eftirmálar vegna þessa. Samkvæmt nýrri reglugerð er lagt bann við öllum íþróttum og bárust þær skýringar í dag að það ætti einnig við um golf. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að viðbragðshópur Golfsambands Íslands ætlaði sér að „greina stöðuna“ eftir að hertari sóttvarnaaðgerðir tóku gildi á miðnætti. Þótti þeim áhrif reglugerðarinnar á golfiðkun ekki ljós og óskuðu eftir skýringum frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. „Nú ber svo við að í tengslum við einstaka íþróttir, t.d. golf, vilja menn túlka það sem svo að stunda sína íþrótt einn t.d. að spila golf einn falli undir undanþáguna um einstaklingsbundna æfingu. Það teldist hins vegar skipulagt íþróttastarf að t.d. þurfa að skrá sig á rástíma eða spila golf með öðrum,“ segir í útskýringum til Golfsambandsins. „Við sögðum þeim bara að hætta“ Víkurfréttir greindu frá heimsókn lögreglumanna á völlinn í dag þar sem segir að tveir lögreglumenn höfðu rætt við fjölda kylfinga. Varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Það voru allnokkrir þar og við sögðum þeim bara að hætta.“ Kylfingarnir hafi tekið vel í heimsókn lögreglumannanna, allir hafi sýnt því skilning að golfiðkun væri ekki heimil og því urðu engir frekari eftirmálar. Fólk hafi einfaldlega farið aftur heim. Lögregla hefur einnig sinnt öðru eftirliti eftir að nýjar samkomutakmarkanir tóku gildi. Nú kveður samkomubann á um tíu manna hámarksfjölda og er grímuskylda víða. Þrátt fyrir lítinn fyrirvara á breytingunum telja lögreglumenn að allt hafi gengið nokkuð smurt fyrir sig. „Það er búið að fara í verslanir og annað. Þetta gengur vel.“ Golf Samkomubann á Íslandi Suðurnesjabær Tengdar fréttir Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13 Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Sjá meira
Lögreglumenn á Suðurnesjum vísuðu kylfingum af Hólmsvelli í Leiru í dag þar sem þeir hugðust spila golf. Samkvæmt varðstjóra tóku kylfingarnir vel í tilmælin og urðu engir eftirmálar vegna þessa. Samkvæmt nýrri reglugerð er lagt bann við öllum íþróttum og bárust þær skýringar í dag að það ætti einnig við um golf. Greint var frá því á Vísi fyrr í dag að viðbragðshópur Golfsambands Íslands ætlaði sér að „greina stöðuna“ eftir að hertari sóttvarnaaðgerðir tóku gildi á miðnætti. Þótti þeim áhrif reglugerðarinnar á golfiðkun ekki ljós og óskuðu eftir skýringum frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Víði Reynissyni yfirlögregluþjóni. „Nú ber svo við að í tengslum við einstaka íþróttir, t.d. golf, vilja menn túlka það sem svo að stunda sína íþrótt einn t.d. að spila golf einn falli undir undanþáguna um einstaklingsbundna æfingu. Það teldist hins vegar skipulagt íþróttastarf að t.d. þurfa að skrá sig á rástíma eða spila golf með öðrum,“ segir í útskýringum til Golfsambandsins. „Við sögðum þeim bara að hætta“ Víkurfréttir greindu frá heimsókn lögreglumanna á völlinn í dag þar sem segir að tveir lögreglumenn höfðu rætt við fjölda kylfinga. Varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum staðfestir þetta í samtali við Vísi. „Það voru allnokkrir þar og við sögðum þeim bara að hætta.“ Kylfingarnir hafi tekið vel í heimsókn lögreglumannanna, allir hafi sýnt því skilning að golfiðkun væri ekki heimil og því urðu engir frekari eftirmálar. Fólk hafi einfaldlega farið aftur heim. Lögregla hefur einnig sinnt öðru eftirliti eftir að nýjar samkomutakmarkanir tóku gildi. Nú kveður samkomubann á um tíu manna hámarksfjölda og er grímuskylda víða. Þrátt fyrir lítinn fyrirvara á breytingunum telja lögreglumenn að allt hafi gengið nokkuð smurt fyrir sig. „Það er búið að fara í verslanir og annað. Þetta gengur vel.“
Golf Samkomubann á Íslandi Suðurnesjabær Tengdar fréttir Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13 Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Erlent Fleiri fréttir Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Sjá meira
Íþróttastarf leggst af Heilbrigðisráðherra greindi frá því á blaðamannafundi í dag að íþróttastarf verði lagt af næstu tvær til þrjár vikurnar. 30. október 2020 13:13
Tíu mega koma saman, krár og skemmtistaðir loka og íþróttastarf leggst af Samkomutakmarkanir verða hertar þannig að leyfilegur fjöldi sem saman má koma fer úr tuttugu manns niður í tíu manns. 30. október 2020 13:13