Erlent

Maður á átt­ræðis­aldri fannst á lífi í rústum

Sylvía Hall skrifar
Margar byggingar hrundu í tyrknesku borginni Izmir og er mikið tjón eftir skjálftann.
Margar byggingar hrundu í tyrknesku borginni Izmir og er mikið tjón eftir skjálftann. Getty/Burak Kara

33 klukkustundum eftir öflugan jarðskjálfta í Eyjahafi á föstudag fannst karlmaður á áttræðisaldri á lífi í rústum byggingar í tyrknesku borginni Izmir. Skjálftinn var af stærðinni 7 og olli miklu tjóni í borginni.

Heilbrigðisráðherrann Fahrettin Koca segir manninn aldrei hafa misst trúna.

Í það minnsta sextíu eru látin eftir skjálftann, þar af að minnsta kosti tveir táningar á grísku eyjunni Samos. Björgunarmenn vinna nú hörðum höndum að því að bjarga fólki úr rústum húsa sem hrundu

Fjölmargir eftirskjálftar hafa orðið og hafa þeir komið niður á björgunarstarfi. Ráðamenn segja þó að búið sé að bjarga um hundrað manns úr rústum bygginga. Hátt í þúsund slösuðust í skjálftanum.

Björgunaraðilar binda miklar vonir við að finna fleiri á lífi. Næsti sólarhringur sé mikilvægur, enda séu mestar líkur á að finna


Tengdar fréttir

Fjögur þúsund leita í rústum í Izmir

Minnst 27 eru látnir eftir sterkan jarðskjálfta í Eyjahafinu í gær. Skjálftinn var af stærðinni 7 samkvæmt mælingum og olli miklu tjóni í tyrknesku borginni Izmir.

Minnst 19 látin eftir skjálftann

Að minnsta kosti 19 eru látin og yfir sjö hundruð slösuð eftir jarðskjálfta nærri vesturströnd Tyrklands í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×