Johnny Depp tapar meiðyrðamáli gegn The Sun Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2020 12:16 Johnny Depp hefur verið einn launahæsti leikarinn í Hollywood síðustu árin eftir að hafa leikið í myndum á borð við Edward Sciccorhands, Sweeney Todd og Pirates of the Caribbean myndunum. Getty Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur tapað meiðyrðamáli gegn breska blaðinu The Sun. Depp höfðaði málið gegn blaðinu eftir að hafa verið sakaður um að hafa beitt þáverandi eiginkonu sína ofbeldi (e. „wifebeater“). Réttarhöldin stóðu í rúman hálfan mánuð í sumar og hefur dómstóllinn nú komist að þeirri niðurstöðu að Sun hafi búið yfir nægilegum sönnunargögnum til að birta fréttina árið 2018. Kom þar fram að Depp hafi beitt fyrrverandi eiginkonu sína, Amber Heard, ofbeldi að minnsta kosti einu sinni í sambandi þeirra. Hinn 57 ára Depp neitaði þeim ásökunum sem komi fram í umræddri frétt, en dómarinn sagði sannað að fréttin væri „efnislega rétt“. Í yfirlýsingu frá Heard segir að dómurinn komi ekki á óvart. Þá standi til að fara með „yfirgripsmikil gögn“ um háttsemi Depp fyrir dómstóla í Bandaríkjunum. Depp hefur einnig höfðað mál gegn Heard í Bandaríkjunum vegna skoðanagreinar sem Heard birti í Washington Post. Vildi Depp meina að í skrifum Heard hafi hún gefið í skyn að Depp hafi beitt hana ofbeldi. Heard hefur sakað Depp um að hafa beitt sig ofbeldi á árunum 2013 til 2016. Þau skildu 2016. Ekki liggur fyrir hvort að dómnum verði áfrýjað. Depp hefur áður verið einn launahæsti leikarinn í Hollywood eftir að hafa leikið í myndum á borð við Edward Sciccorhands, Sweeney Todd og Pirates of the Caribbean myndunum. Fjölmiðlar Bretland Hollywood Bandaríkin Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tengdar fréttir Segir Heard hafa málað á sig marblettina Bandaríski leikarinn Johnny Depp þvertekur fyrir að hafa beitt Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu sína, líkamlegu ofbeldi. Þvert á móti hafi það verið hún sem beitti hann ofbeldi. 21. maí 2019 19:14 Koma Johnny Depp til varnar vegna ásakana um ofbeldi Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. 16. maí 2020 11:23 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Sjá meira
Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur tapað meiðyrðamáli gegn breska blaðinu The Sun. Depp höfðaði málið gegn blaðinu eftir að hafa verið sakaður um að hafa beitt þáverandi eiginkonu sína ofbeldi (e. „wifebeater“). Réttarhöldin stóðu í rúman hálfan mánuð í sumar og hefur dómstóllinn nú komist að þeirri niðurstöðu að Sun hafi búið yfir nægilegum sönnunargögnum til að birta fréttina árið 2018. Kom þar fram að Depp hafi beitt fyrrverandi eiginkonu sína, Amber Heard, ofbeldi að minnsta kosti einu sinni í sambandi þeirra. Hinn 57 ára Depp neitaði þeim ásökunum sem komi fram í umræddri frétt, en dómarinn sagði sannað að fréttin væri „efnislega rétt“. Í yfirlýsingu frá Heard segir að dómurinn komi ekki á óvart. Þá standi til að fara með „yfirgripsmikil gögn“ um háttsemi Depp fyrir dómstóla í Bandaríkjunum. Depp hefur einnig höfðað mál gegn Heard í Bandaríkjunum vegna skoðanagreinar sem Heard birti í Washington Post. Vildi Depp meina að í skrifum Heard hafi hún gefið í skyn að Depp hafi beitt hana ofbeldi. Heard hefur sakað Depp um að hafa beitt sig ofbeldi á árunum 2013 til 2016. Þau skildu 2016. Ekki liggur fyrir hvort að dómnum verði áfrýjað. Depp hefur áður verið einn launahæsti leikarinn í Hollywood eftir að hafa leikið í myndum á borð við Edward Sciccorhands, Sweeney Todd og Pirates of the Caribbean myndunum.
Fjölmiðlar Bretland Hollywood Bandaríkin Deilur Johnny Depp og Amber Heard Tengdar fréttir Segir Heard hafa málað á sig marblettina Bandaríski leikarinn Johnny Depp þvertekur fyrir að hafa beitt Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu sína, líkamlegu ofbeldi. Þvert á móti hafi það verið hún sem beitti hann ofbeldi. 21. maí 2019 19:14 Koma Johnny Depp til varnar vegna ásakana um ofbeldi Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. 16. maí 2020 11:23 Mest lesið „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika um borð í sjúkrabíl Innlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Innlent Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Innlent Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir Erlent Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Innlent Fleiri fréttir Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Sjá meira
Segir Heard hafa málað á sig marblettina Bandaríski leikarinn Johnny Depp þvertekur fyrir að hafa beitt Amber Heard, fyrrverandi eiginkonu sína, líkamlegu ofbeldi. Þvert á móti hafi það verið hún sem beitti hann ofbeldi. 21. maí 2019 19:14
Koma Johnny Depp til varnar vegna ásakana um ofbeldi Leikkonurnar Vanessa Paradis og Winona Ryder buðu fram jákvæðar umsagnir um leikarann Johnny Depp í meiðyrðamáli hans gegn breska götublaðinu The Sun. 16. maí 2020 11:23