Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Formaður grunnskólakennara vonar að hægt verði að tryggja fjarlægð milli nemenda svo börn þurfi ekki að bera grímu í skólanum. Fjallað verður um hertar aðgerðir stjórnvalda vegna kórónuveirunnar í kvöldfréttum Stöðvar 2, svo sem árekstra í verslunum vegna grímuskyldu og stöðuna á Akureyri þar sem litlar hópsýkingar eru að koma upp.

Í fréttatímanum förum við yfir kannanir og stöðuna fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum auk þess sem fréttaritari okkar þar í landi segir okkur frá spennunni í landinu og hittir fyrir hóp af hörðum stuðningsmönnum Trumps.

Lagt er til að Ísland verði miðstöð þungunarrofs í nýrri þingsálykturnartillögu sem verður lögð fram á næstunni. Rætt verður við Rósu Björk Brynjólfsdóttur um málið. Að auki gluggum við í nýja bók um skákeinvígið 1972 og fáum nýja vitneskju um skákmeistarann Bobby Fischer.

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum kl. 19:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2, Bylgjunnar og á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×