Mikael segir íbúa Vínar í áfalli vegna skotárásarinnar í gær Jakob Bjarnar skrifar 3. nóvember 2020 09:55 Mikael og Elma Stefanía við Burgtheater hvar Elma starfar. Fólkið í hinni afar friðsömu og fögru Vínarborg er í áfalli eftir skotárásina í gærkvöldi. Mikael og Elma búa ásamt tveimur dætrum steinsnar frá vettvangi atburðanna. aðsend „Við búum hérna í miðbænum þannig að við erum tiltölulega nálægt atburðum gærkvöldsins. Kannski í um kílómetra fjarlægð eða einni lestarstöð. Við heyrðum í sírenum og þyrlum fram eftir kvöldi,“ segir Mikael Torfason rithöfundur í samtali við Vísi nú í morgun. Mikael er búsettur í Vínarborg, ásamt eiginkonu sinni Elmu Stefaníu Ágústsdóttur leikkonu og tveimur dætrum. Hann segir borgarbúum afar brugðið, þeir séu reyndar í áfalli en ríkisstjórn landsins hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg eftir skotárásina í gær. „Jú, okkur og borgarbúum er mjög brugðið. Hér er allt frekar lamað. Okkur hafa borist skilaboð frá stjórnvöldum og skólayfirvöldum að halda börnunum heima ef þess er nokkur kostur. Hér er mikill viðbúnaður.“ Mikael segir það undirstrika voða verknaðarins að Vín sé þekkt fyrir það að vera sérlega friðsæl borg og kemst einatt á lista yfir þær borgir sem teljast fjölskylduvænastar og öruggastar að búa í. „Við bjuggum í Berlín áður sem er stórborg, Vín er lítil og sæt þannig að þetta er verulegt sjokk fyrir okkur og aðra borgarbúa. Vín hefur seinni ár staðið langt utan vettvangs heimsátakanna.“ Sláandi að brjálæðingur með vélbyssu fari um skjótandi í Vín af öllum stöðum Eins og fram hefur komið í fréttum hóf hryðjuverkamaðurinn skothríð sína í kringum átta leitið í gærkvöldi og var svo felldur. „Nú virðist sem hann hafi verið einn á ferð en fór hratt yfir, samkvæmt fréttum. Hann réðst að einhverjum bar, en lögreglan náði honum tiltölulega snemma. Hann mun vera tengdur öðrum Isismönnum.“ Mikael segir það vitaskuld svo að allir fjölmiðlar í Austurríki séu undirlagðir af fréttum af viðburðinum, enda sláandi að um borgina fari einhver brjálæðingur með vélbyssu um borgina á stöðum sem eru vel þekktir hér í borg. „Já, Graben meðal annars, einni helstu verslunargötu borgarinnar sem auðvitað allir þekkja. Og flestir sem hafa komið til Vínar. Þetta heitir 1. hverfið. Fjórir látnir, tveir karlmenn og tvær konur og margir á spítala.“ Árásarmaðurinn fæddur í Vín Mikael segir að í þarlendum fjölmiðlum hafi komið fram að maðurinn hafi verið einn á ferð þó hann tengist hópi annarra sem vildu ganga til liðs við ISIS í Sýrlandi. „Þetta tengist allt því. Florian Klenk, sem er ritstjóri Falter, sem er hin austurríska Stund, telst vera virtur en umdeildur blaðamaður hér, segir að hryðjuverkamaðurinn hafi verið tvítugur og fæddur í Vín. Af albönskum ættum með norður-makedónískt vegabréf. Hann er sem sagt með tvöfaldan ríkisborgararétt. Foreldrar hans eru ekki mjög trúuð en hann var á radar yfirvalda hér vegna tengsla við aðra islamista sem vildu til Sýrlands til að berjast með Isis,“ segir Mikael. En svo hefur morguninn farið í rifrildi á twittersíðu blaðamannsins um hvort rétt hafi verið að birta þær upplýsingar eða ekki. Klenk stendur í ströngu við að útskýra fyrir fólki að það sé nákvæmlega svona sem samfélagsmiðlar og þá fjölmiðlar virki. Austurríki Hryðjuverk í Vín Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35 Íslendingar í Vín segja ástandið hrikalegt Skotárás varð í Vínarborg í kvöld og hafa umfangsmiklar lögregluaðgerðir staðið yfir á að minnsta kosti sex stöðum í borginni. 2. nóvember 2020 21:46 Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
„Við búum hérna í miðbænum þannig að við erum tiltölulega nálægt atburðum gærkvöldsins. Kannski í um kílómetra fjarlægð eða einni lestarstöð. Við heyrðum í sírenum og þyrlum fram eftir kvöldi,“ segir Mikael Torfason rithöfundur í samtali við Vísi nú í morgun. Mikael er búsettur í Vínarborg, ásamt eiginkonu sinni Elmu Stefaníu Ágústsdóttur leikkonu og tveimur dætrum. Hann segir borgarbúum afar brugðið, þeir séu reyndar í áfalli en ríkisstjórn landsins hefur lýst yfir þriggja daga þjóðarsorg eftir skotárásina í gær. „Jú, okkur og borgarbúum er mjög brugðið. Hér er allt frekar lamað. Okkur hafa borist skilaboð frá stjórnvöldum og skólayfirvöldum að halda börnunum heima ef þess er nokkur kostur. Hér er mikill viðbúnaður.“ Mikael segir það undirstrika voða verknaðarins að Vín sé þekkt fyrir það að vera sérlega friðsæl borg og kemst einatt á lista yfir þær borgir sem teljast fjölskylduvænastar og öruggastar að búa í. „Við bjuggum í Berlín áður sem er stórborg, Vín er lítil og sæt þannig að þetta er verulegt sjokk fyrir okkur og aðra borgarbúa. Vín hefur seinni ár staðið langt utan vettvangs heimsátakanna.“ Sláandi að brjálæðingur með vélbyssu fari um skjótandi í Vín af öllum stöðum Eins og fram hefur komið í fréttum hóf hryðjuverkamaðurinn skothríð sína í kringum átta leitið í gærkvöldi og var svo felldur. „Nú virðist sem hann hafi verið einn á ferð en fór hratt yfir, samkvæmt fréttum. Hann réðst að einhverjum bar, en lögreglan náði honum tiltölulega snemma. Hann mun vera tengdur öðrum Isismönnum.“ Mikael segir það vitaskuld svo að allir fjölmiðlar í Austurríki séu undirlagðir af fréttum af viðburðinum, enda sláandi að um borgina fari einhver brjálæðingur með vélbyssu um borgina á stöðum sem eru vel þekktir hér í borg. „Já, Graben meðal annars, einni helstu verslunargötu borgarinnar sem auðvitað allir þekkja. Og flestir sem hafa komið til Vínar. Þetta heitir 1. hverfið. Fjórir látnir, tveir karlmenn og tvær konur og margir á spítala.“ Árásarmaðurinn fæddur í Vín Mikael segir að í þarlendum fjölmiðlum hafi komið fram að maðurinn hafi verið einn á ferð þó hann tengist hópi annarra sem vildu ganga til liðs við ISIS í Sýrlandi. „Þetta tengist allt því. Florian Klenk, sem er ritstjóri Falter, sem er hin austurríska Stund, telst vera virtur en umdeildur blaðamaður hér, segir að hryðjuverkamaðurinn hafi verið tvítugur og fæddur í Vín. Af albönskum ættum með norður-makedónískt vegabréf. Hann er sem sagt með tvöfaldan ríkisborgararétt. Foreldrar hans eru ekki mjög trúuð en hann var á radar yfirvalda hér vegna tengsla við aðra islamista sem vildu til Sýrlands til að berjast með Isis,“ segir Mikael. En svo hefur morguninn farið í rifrildi á twittersíðu blaðamannsins um hvort rétt hafi verið að birta þær upplýsingar eða ekki. Klenk stendur í ströngu við að útskýra fyrir fólki að það sé nákvæmlega svona sem samfélagsmiðlar og þá fjölmiðlar virki.
Austurríki Hryðjuverk í Vín Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35 Íslendingar í Vín segja ástandið hrikalegt Skotárás varð í Vínarborg í kvöld og hafa umfangsmiklar lögregluaðgerðir staðið yfir á að minnsta kosti sex stöðum í borginni. 2. nóvember 2020 21:46 Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Tala látinna hækkar eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg Að minnsta kosti fjórir almennir borgarar, tveir karlmenn og tvær konur, eru látnir eftir hryðjuverkaárás í Vínarborg í Austurríki í gærkvöldi. 3. nóvember 2020 06:35
Íslendingar í Vín segja ástandið hrikalegt Skotárás varð í Vínarborg í kvöld og hafa umfangsmiklar lögregluaðgerðir staðið yfir á að minnsta kosti sex stöðum í borginni. 2. nóvember 2020 21:46
Almenningur beðinn um að halda sig fjarri eftir skotárás í Vínarborg Lögreglan í borginni Vín í Austurríki greinir frá því að lögregluaðgerð standi nú yfir eftir skotárás við bænahús í borginni. 2. nóvember 2020 20:07