Fótbolti

„Myndi ekki einu sinni ráða Koeman sem búningastjóra“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ronald Koeman var aðeins sex mánuðinn við stjórnvölinn hjá Valencia.
Ronald Koeman var aðeins sex mánuðinn við stjórnvölinn hjá Valencia. getty/Jasper Juinen

Joaquín, kantmaðurinn þrautreyndi hjá Real Betis, hefur lítið álit á Ronald Koeman, knattspyrnustjóra Barcelona. Svo lítið að hann myndi ekki einu sinni ráða hann sem búningastjóra.

Joaquín lék undir stjórn Koemans hjá Valencia í sex mánuði tímabilið 2007-08. Þeir áttu ekki skap saman.

„Þetta var ekki besta reynsla mín á ferlinum. Hún var ekki jákvæð en maður verður að lifa með því og sætta sig við það. Ég vil ekki ræða þetta en það sem gerðist þarna særði mig. Þetta var slæmur tími,“ sagði Joaquín sem var í kjölfarið spurður hvort hann myndi ráða Koeman sem stjóra Betis ef hann væri forseti félagsins.

„Ekki einu sem búningastjóra,“ sagði Joaquín hreinskilinn. Hann ætlar ekki að yrða á Koeman þegar Betis og Barcelona mætast í spænsku úrvalsdeildinni um helgina. 

„Hann mun ekki heilsa mér og ég mun ekki heilsa honum,“ sagði Joaquín sem er enn í fullu fjöri þrátt fyrir að vera orðinn 39 ára.

Betis er í 7. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar en Barcelona í því tólfta með aðeins átta stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×